Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 20

Faxi - 2022, Side 20
20 FAXI „Að það væri mjög kalt hérna. Höfuðborgin væri Reykjavík. Hér væri fallegt og óvenju- leg náttúra. Við sáum þætti um Ísland sem fjallaði um ferðir Anton Ptushkin um landið. Við vorum báðar sammála um að okkur fannst myndirnar af landinu mjög fallegar en grunaði aldrei að við myndum heimsækja landið, hvað þá búa í því. „En maður veit aldrei hvernig lífið þróast,“ bætir Natalia við. Hvað kom ykkur mest á óvart við landið? „Fólkið hérna er mjög vinalegt og hjálplegt. Það kom okkur verulega á óvart. Við vorum kannski með pínu fordóma gagnvart nor- rænu fólki. Héldum að það væri harðbrjósta og öllum væri sama um alla en sú var heldur betur ekki raunin. Við höfum kynnst svo mörgu góðhjörtuðu og frábæru fólki á landinu,“ segja þær. Natalia þylur með kær- leik upp ýmsa aðila sem hún er þakklát fyrir að hafa trú á sér og gefa tækifæri. Ég missti því miður báða foreldra mína fyrir stuttu síðan en allir þessir yndislegu vinir mínir á Íslandi eru nýja fjölskyldan mín. Ég elska að vinna á Velli og börnin eru yndisleg.“ Oleksandra tekur undir með Nataliu. „Við mætum alltaf vinalegri Huldu þegar við komum og förum úr vinnunni. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt um starfið. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið og allt það sem Íslendingar hafa gert til að finnast við svo velkomin.“ Hvað fannst ykkur erfiðast við að aðlagast nýju samfélagi? „Tungumálið,“ segja þær báðar. „Ég kann ensku,“ bætir Natalia við „og Íslendingar tala alltaf við mig ensku og þar af leiðandi vantar mig meiri hvatningu til að tala íslenskuna. Núna þegar ég er á Velli þá læri ég svo mikla íslensku af börnunum. Ég læri ný orð á hverjum degi. Við erum með orð dagsins á hverjum degi frá mánudegi til fimmtudags. Sem sagt fjögur ný orð í viku sem við förum yfir á föstudögum. Það er auðveldara að skilja íslensku en tala hana. Við þurfum að vera duglegri að tjá okkur þótt málfræðin sé ekki rétt. Þetta snýst allt um æfingu.“ Hver finnst þér vera mesti munurinn á í menn- ingunni á Íslandi og menningu heimalands þíns? „Eins og Íslendingar eru Úkraínumenn mjög vinnusamir og duglegir. Húsnæð- ismarkaðurinn er samt allt öðruvísi en á Íslandi. Fyrir innrás Rússa var mjög auðvelt að fá íbúð hvort sem það var á fasteigna- markaðnum eða leigumarkaðnum,“ segja þær. „Heimilisfræði og sund eru einnig greinar sem eru ekki kenndar í grunnskól- um Úkraínu,“ bætir Oleksandra við. „Sonur minn er mjög ánægður í skólanum og hefur eignast fullt af vinum. Það er líka minni heimavinna hér en í Úkraínu og miklu minna stress en í Úkraínu.“ Natalia bætir við: „Lífið á Íslandi er allt miklu einfaldara en í Úkraínu. Vegna þess að ég er á vinnu- markaðnum mun ég hafa allt sem ég þarf og get greitt fyrir allt. Það er mjög mikilvægt. Efnahagskerfið í Úkraínu var óstöðugt sem ýtti undir streitu. Hérna á Íslandi er líka svo dásamlegt að allir sem eru á vinnumarkaðn- um fá gott sumarfrí og erum við nú þegar byrjaðar að undirbúa sumarfríið á næsta ári.“ Hvernig líkar ykkur vinnan á Velli? „Við vorum á Hjallastefnuráðstefnu 7. október sl. og þá vorum við nýbyrjaðar og það var mjög ánægjulegt. Framundan er aðventan og jólaundirbúningurinn en áður höfðum við farið í gegnum nýliðanámið sem er í níu vikur sem er þjálfunarnám Hjallastefnunnar.“ Hulda leikskólastjóri bætir við að leikskólinn sé í samstarfi með MSS að fá ítarlegra íslenskunám fyrir starfs- fólk af erlendum uppruna. Natalia verður hópstjóri drengja frá janúar á næsta ári, en Oleksandra er fyrst og fremst að hjálpa börnunum frá Úkraínu að aðlagast. Hvar sjáið þið ykkur eftir fimm ár? Þær svara báðar óhikandi: „Hérna á Ís- landi.“ Natalía sér sjálfa sig sem kennara á Íslandi. „Ég mun komast að því skref fyrir skref hvernig ég fæ gráðurnar okkar frá Úkraínu metnar. Vonandi er stríðið að enda en ég er ekki nógu bjartsýn. Hvað sem verð- ur í Úkraínu vil ég vera hér. Mér líður vel í Reykjanesbæ og vil búa hér í framtíðinni.“ Nú er árið 2022 senn á enda. Eruð þið með einhver jákvæð skilaboð til lesenda Faxa fyrir nýja árið? „Við viljum að allir upplifi hamingju og frið í hjarta sínu. Að fólk meti hvern dag sem þau lifa í friði og ró með þakklæti í huga. Að fólk njóti lífsins, setji sér markmið og fylgi þeim eftir,“ segja þær Natalía og Oleksandra að lokum. Vonast til að tala góða íslensku eftir fimm ár Í febrúar á þessu ári hóf Ahmad Sujaa Sujaa störf sem sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishern- um (Hertex) sem er m.a. með aðsetur á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann kom í þjón- ustu Reykjanesbæjar í gegnum samræmda móttöku í byrjun þessa árs. „Frá því í sumar hefur hann tekið eldhúsið að sér og allt sem viðkemur mataraðstoðinni og gerir það svo sannarlega með prýði og vill leggja sig fram við að læra okkar matarvenjur og menningu. En Ahmad tekur einnig virkan þátt í okkar starfi og hann er virkilega hlýr, traustur og góður maður sem hefur svo sannarlega reynst okkur vel. Hann nær til allra og er duglegur að virkja fólk með sér.“ Segir Berglind Ósk Ólafsdóttir verk- efnastjóri hjá Hertex en hjálparstofnunin hefur hafið samstarf m.a. við Reykjanesbæ og Samkaup varðandi virkniúrræði. „Við teljum að þrepaskipting skipti höf- uðmáli til þess að hver fái að njóta sín með tillit til persónulegrar stöðu og andlegrar líðan við það að efla sig í starfi eykur það sjálfstraust og betri líðan. Virkninámskeið eru alltaf góð leið til að koma lífinu aftur í fastar skorður og hver dagur hefur meiri tilgang. Til dæmis eftir áföll eða til að koma sér inn í nýtt samfélag og menningu. Starf Hjálpræðishersins að Ásbrú er einnig mik- ilvægt í því fjölmenningarsamfélagi sem er í Reykjanesbæ. Með starfi okkar teljum við að við séum að veita þeim ákveðinn stökk- pall út í samfélagið og lífið á Íslandi. Þau vilja láta gott af sér leiða og við viljum vera Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.