Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 16

Faxi - 2022, Side 16
Fólksfjölgun í Keflavík og Njarðvík var mikil á 6. áratugi síðustu aldar. Að sama skapi fjölgaði skólabörnum hratt. Á milli áranna 1950 og 1960 fjölgaði börnunum á grunnskólaaldri úr 300 í rúmlega 600. Þá var Barnaskólinn við Skólaveg eini starf- andi barnaskólinn á svæðinu með fjórar skólastofur en bekkjadeildir voru hins vegar 14 árið 1950. Skólahúsnæðið var því löngu sprungið enda þurfti að kenna í lánsrýmum víða um bæina. Brýn þörf var því á nýju skólahúsnæði. Fyrsta vetrardag árið 1950, sem bar upp á 21. október, gaf bæjarstjórn Keflavíkur út skuldabréf til þess að fjármagna byggingu nýs skólahúsnæðis. Bygging skólahússins var þá langt komin en framkvæmdir hófust árið 1948, m.a. með framlagi frá ríkinu. Þessi fyrsti áfangi Barnaskólans við Sólvallagötu var húsnæði á tveimur hæðum, 50 metra langt og 10 metra breytt. Skólastofur voru 10. Byrjað var á því að steypa kjallara og síðan unnið af mismiklum krafti við hæðirnar tvær á næstu árum. Framkvæmdir höfðu m.a. tafist vegna biðar eftir asbesti frá fyrirtæki í Reykjavík sem átti að fara í þakið og var því ákveðið að skipta því út fyrir ál og járn. Sunnudaginn 17. febrúar 1952 var Barna- skólinn við Sólvallagötu vígður og var haldið upp á 70 ára afmæli skólahússins fyrr á þessu ári. Kennsla hófst svo 19. febrúar. Þess má geta að gagnfræðaskóli tók til starfa í Keflavík þetta sama ár (síðar Holtaskóli) og fór kennsla meðal annars fram í húsnæði barnaskólanna tveggja. Íþróttahús var byggt síðar í sérstakri álmu og var það vígt í ársbyrjun 1958. Þetta fyrsta skólaár stunduðu 366 nem- endur nám í 15 bekkjadeildum, þar af 56 nemendur í tveimur deildum. Kennarar voru 10, auk skólastjórans Hermanns Eiríkssonar. Skólahúsnæðið stækkað og skólinn fær nafnið Myllubakkaskóli Enn var mikil fjölgun í sveitarfélögunum undir lok 6. áratugarins. Veturinn 1957- 58 var nemendafjöldi orðinn 579 í 22 bekkjadeildum. Kennslustofur voru enn 10 talsins. Um miðjan 7. áratuginn var því hafist handa við stækkun skólahúsnæðisins. Hermann hafði þá kynnt hugmyndina um stækkun skólahússins fyrir skólayfirvöldum. Þá voru byggðar tvær hæðir út frá íþrótta- húsi meðfram Norðurtúni. Á neðri hæðinni áttu að vera fjórar kennslustofur og salerni en samkomusalur á efri hæðinni. Við- byggingin var tekin í notkun haustið 1967. Þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum árið 1973 flykktust íbúar eyjarinnar í önnur sveitarfélög m.a. til Keflavíkur. Þá varð enn á ný mikil fjölgun í nemendahópnum. Lausnin á húsnæðisskorti var leyst með því að kaupa þrjár lausar kennslustofur, svokall- aða kálfa og koma fyrir á skólalóðinni. Með lögum um grunnskóla árið 1974 urðu barnaskólanir tveir og grunnskólinn einn grunnskóli með nemendum í 0-9. bekk. Í framhaldi fékk Barnaskólinn við Sólvallargötu nafnið Myllubakkaskóli að undangenginni hugmyndasamkeppni hjá nemendum og kennurum. Enn var byggt við húsnæði Myllubakka- skóla á 9. áratugnum, álma sem liggur meðfram Suðurtúni. Sú bygging var tekin í notkun 1988. Grunnskólinn varð einsetinn árið 2000. Fólksfjölgun í Reykjanesbæ hefur verið fordæmalaus á síðastliðnum árum og enn var kennslustofum fjölgað með svoköll- uðum kálfum. Kálfarnir urðu þó fleiri en ætlað var, því auk þess að taka á móti fleiri nemendum greindist mygla í húsnæðinu árið 2019 og hefur þurft að bæta við fleiri lausum einingum til þess að bregðast við húsnæðisvanda, auk þess sem hluti kennslunnar var færður í annað húsnæði í Reykjanesbæ. Myglan breytti m.a. afmæl- isfagnaði skólans í febrúar sl. þó starfs- fólk og nemendur hafi vissulega gert sér dagamun í tilefni tímamótanna. Skólastjóri Myllubakkaskóla í dag er Hlynur Jónsson. Svanhildur Eiríksdóttir Heimild Árni Daníel Júlíusson. (2022). Saga Keflavíkur: 1949 til 1994. Reykjavík, Fagurskinna. Málfundafélagið Faxi. (1987, september). Myllu- bakkaskóli 35 ára. Faxi, 6. tbl. 47. árg. Sótt 17. október 2022 af https://timarit.is/page/5186672#page/n53/ mode/2up Saga húsanna Frá afmælisfögnuði nemenda og kennara Myllubakkaskóla 17. febrúar 2022. Myndin er tekin af vef Myllubakkaskóla Flaggað fyrir fokheldi. Mynd úr ljósmynda- safni Jóns Tómassonar í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar Myllubakkaskóli Horft aftan á Myllubakkaskóla. Viðbyggingin Norðurtúnsmegin risin. Ljósmynd úr ljósmyndasafni Jóns Tómassonar í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar 16 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.