Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 12

Faxi - 2022, Side 12
12 FAXI Jazzinn hefur dunað í Suðurnesjabæ á undanförnum árum, jazzunnendum og jazztónlistarmönnum til mikillar ánægju. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar hefur nú verið starfandi í rúm þrjú ár við góðan orðstír. Ekki aðeins hefur aðsókn á tónleika félagsins verið góð heldur hefur eftirspurn jazztónlistarmanna að fá að halda tónleika verið mikil. Stofn- andi Jazzfjelagsins er Halldór Lárusson trommari og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, en hugmynd að stofnuninni kviknaði einmitt þar. Svanhildur Eiríks- dóttir hitti Halldór að máli en hún er mikill jazzunnandi. Að sögn Halldórs kviknaði hugmyndin að Jazzfjelaginu eftir að tónlistarskólinn hafði haldið tónleika í húsnæði Bókasafnsins í Sandgerði. „Ég er mikill bókaormur og stórnotandi bókasafna og mér hefur fundist upplagt að breyta til og halda nemendatón- leika þar. Sú nýbreytni féll í góðan jarðveg og hljómburðurinn var svo fínn að ég fór að hugsa að það gæti verið gaman að halda tónleika þar. Og þá fæddist þessi hugmynd að stofna Jazzfjelagið því undir þá tónlistar- stefnu rúmast svo margt. Svo var líka ljóst að við værum ekki að fara að halda stóra rokktónleika í bókasafninu.“ Jazzfélagið er rekið með styrktarfé því enginn aðgangseyrir hefur verið inn á tónleikana frá upphafi. Aðalstyrktaraðilar eru Sóknaráætlun Suðurnesja, sem einmitt samþykkti nýverið ?? króna styrk til fé- lagsins, Suðurnesjabær og Félags íslenskra hljómlistarmanna. Jazzfjelagið orðin þekkt stærð Það er skemmtilegt að segja frá því að sjálfur er Halldór ekki mikill jazztónlistar- maður í þeim skilningi þó tónlistarstefnan höfði vissulega til hans og hann hefur fiktað við jazzinn, eins og hann orðar það. Hins vegar er hann á því að jazztónlistarmenn Jazzfjelag Suðurnesjabæjar Marína Ósk Þórólfur jazzsöngkona ásamt hjómsveit. Ljósm. Svanhildur Eiríks Halldór Lárusson stofnandi Jazzfjelags Suðurnesja. Ljósm. Svanhildur Eiríks

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.