Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 18

Faxi - 2022, Side 18
18 FAXI Reykjanesbær er eitt af fimm sveitar- félögum á Íslandi sem er með samning við Félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks. Markmið samningsins er að samræma móttöku flóttafólks, sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi, þannig að ríki og sveitarfélög tryggi flótta- fólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur. Með samræmdu móttökukerfi flótta- fólks er stefnt að því markmiði að tryggja flóttafólki nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að það fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, hvort sem það er á vinnumarkaði, vegna menntunar eða á öðrum sviðum. Þjónustan felur í sér íslenskukennslu og samfélagsfræðslu og að henni koma m.a. félagsþjónusta viðkom- andi bæjarfélags, Vinnumálastofnun og Rauði krossinn sem veitir einnig flóttafólki almennar leiðbeiningar, fræðslu og ráðgjöf ásamt því að vísa á úrræði sem standa þeim til boða. Undirritaður hefur starfað sem málstjóri í samræmdri móttöku undanfarin misseri og getur óhikað staðfest að flóttafólk er venjulegir einstaklingar að flýja óvenjulegar aðstæður í heimalandi sínu. Starfið er krefj- andi en um leið einstaklega gefandi þar sem það er afar ánægjulegt að sjá skjólstæðing- ana ná fótfestu og blómstra hvort sem það er á vinnumarkaði, í sjálfboðaliðastarfi eða samfélaginu almennt. Allir einstaklingarnir sem undirritaður hafði samband við voru boðnir og búnir að setjast niður og eiga spjall um upplifun þeirra á landi og þjóð. Ekki eins kalt hér og ég hélt Í febrúar á þessu ári opnaði veitingastað- urinn El Faro í Garði sem sérhæfir sig í spænskri matargerð og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Fljótlega eftir að veitinga- staðurinn hóf rekstur var einstaklingur, sem kom í þjónustu samræmdrar móttöku flóttafólks, ráðinn til starfa. Maðurinn heitir Tarek Nasser og hafði áður en hann kom til Íslands flúið erfiðar aðstæður í Venesúela en þar hefur einræðisstjórn Nicolas Maduro ríkt frá árinu 2013. Áður hafði hann yfirgef- ið heimalandið sitt Sýrland vegna erfiðra og ómannúðlegra aðstæðna. Þrátt fyrir ákveðnar hindranir vegna tungumálaörðugleika ákváðu eigendur El Faro að gefa Tarek tækifæri og í dag sjá þau ekki eftir því. „Tarek er einn af mikil- vægustu starfsmönnum veitingastaðarins. Hann er ómissandi þáttur af teyminu. Hann er algjör rokkstjarna,“ segir Jenný María Unnarsdóttir einn eiganda El Faro og bætir við „Hann er mjög sjálfstæður og vinnu- samur. Gengur beint í verkið og er ótrúlega jákvæður og bjartsýnn að eðlisfari.“ Ég ákvað að fá mér kaffibolla og heyra hljóðið í Tarek og upplifun hans á landi og þjóð. Ég gekk þó ekki svo langt að spyrja hann klassísku spurningarinnar „How do you like Iceland?“ En næstum því. Hvað vissir þú um Ísland áður en þú komst til landsins? „Þar sem ég er mjög áhugasamur um landa- fræði þá vissi ég ýmislegt um landið sjálft þ.e.a.s. staðsetningu landsins á landakorti, að það væri fámennt land með eldfjalla- virkni, fullt af fiski og sauðfé. Og síðast en ekki síst að á Íslandi væri enginn her.“ Hvað kom þér mest á óvart við landið? „Hjartalag fólksins er hlýtt þó það sé kalt í veðri. Fólkið hér er ótrúlega hjálpsamt og er boðið og búið að hjálpa manni að aðlagast landinu. Ég get nefnt dæmi eins og ég var einu sinni villtur og vissi ekki staðsetn- ingu staðar sem ég átti að vera mættur á. Ég spurði konu til vegar og hún bauð mér far á staðnum og keyrði mig þangað. Eitt sinn var ég í matvörubúð og var kominn að kassanum og átti að borga. Þá kom í ljós að mig vantaði rúmlega 1000 krónur til að geta greitt fyrir allar matvörurnar. Ég ætlaði að skila nokkrum vörum en þá bauðst kona að fyrra bragði að greiða mismuninn. Rauði krossinn og félagsþjónustan hjá Reykjanes- bæ hafa einnig hjálpað mér og fjölskyldunni mikið. Það er mjög friðsamt og rólegt hérna og ekki eins kalt og ég hélt.“ Hvað fannst þér erfiðast við að aðlagast nýju samfélagi? „Númer eitt, tvö og þrjú er það tungumál- ið sem er stærsta hindrunin. Það gengur hægt að læra nýtt tungumál en ég er svo þakklátur fyrir tækifærið sem eigendur El Faro gáfu mér. Þau láta þetta ganga upp þar sem þau eru mjög lausnarmiðuð. Með því að vinna hér verð ég fljótari að ná tökum á tungumálinu en ég hef þegar sótt nokkur námskeið hjá MSS sem hafa auðvitað hjálp- að mér líka.“ Talandi um El Faro, hvernig líður þér í vinnunni og hvernig er hefðbundin dagur þar? Heimurinn er hér: Samræmd móttaka flóttafólks í leit að betra lífi Tarek Nasse á veitingastaðnum El Faro í Garði

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.