Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 7

Faxi - 2022, Side 7
FAXI 7 Spurningarnar sem lagðar voru fyrir bæjarfulltrúa voru eftirfarandi: • Nú hefur konum fjölgað mikið í bæjarstjórnum á Suðurnesjum og svo komið að þær eru fleiri í öllum sveitarfélögum nema Vogum. Hvað telur þú valda því að konur eru að sækja í sig veðrið í sveitastjórnarmál- um? • Oft hefur því verið fleygt fram að áherslur kvenna í stjórnmálum séu aðrar en karla. Hefur orðið vart áherslubreytinga, t.d. málefnalega, s.s. aðrar áherslur á aðra málaflokka, eftir fjölgun kvenna í þinni bæjar- stjórn? • Ef já, með hvaða hætti? Þessu svöruðu bæjarfulltrúarnir. Þegar svörin eru bara tvö eru svörin við spurningu tvö og þrjú að renna saman í eitt svar. Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar • Fjölgun kvenna í sveitarstjórnum er í takt við þær breytingar sem við höfum séð á öllum sviðum samfélagsins, hvort heldur er í stjórnunarstöðum í atvinnu- lífinu, á alþingi eða víðar. Þetta er sú jákvæða breyting sem á síðustu áratug- um hefur gert stöðu kynjanna jafnari. Það kemur því ekki á óvart að konur vilji einnig hafa áhrif á sitt nærsamfélag og taki þannig þátt í sveitarstjórn, það er í takt við tíðarandann og ég fagna þessu. • Frá því ég byrjaði að starfa í sveitar- stjórnarmálum, fyrir allt löngu síðan, þá hafa alltaf setið konur með mér í sveitar- stjórn sem hafa haft áhrif á samfélagið. Þessar konur hafa alltaf látið sína rödd heyrast. Áherslur kvenna voru oftar á skóla- og velferðarmál, þó ekki sé hægt að alhæfa, en konur eru í dag farnar að hafa áhrif á alla málaflokka til jafns við karla. • Ég veit ekki hvort stórar áherslu- breytingar hafi fylgt því að konum hafi fjölgað, það hefur verið sagt að þær séu kannski varfærnari í ákvarðanatöku, en það hefur nú einnig fylgt mér. Seta í sveitarstjórn er vegna áhuga fólks á að hafa áhrif á samfélagið, með fjölgun kvenna eru sjónmiðin mögulega jafnari, því að þó við karlarnir getum haft okkar „kvenlega innsæi“ þá kemur það ekki til jafns við hugmyndir og skoðanir kvenna. Eva Björk Jónsdóttir bæjarfulltrúi Vogum • Óháð því hvaða kyn það er þá verður maður fyrst og fremst að vera tilbúinn til þess að taka þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í bæjarstjórn og vinna fyrir sveitarfélagið sitt. Það er fjögurra ára skuldbinding að bjóða sig fram. Kannski Eftir sveitarstjórnarkosningarnar sl. vor fjölgaði konum mikið í bæjarstjórnum á Suðurnesjum. Nú er svo komið að konur eru í meirihluta í öllum bæjarstjórnum að Vogum undanskildum, þar sem konum hefur þó fjölgað. Því hefur löngum verið haldið fram að áherslur kvenna í stjórnmálum séu öðruvísi en hjá körlum, en það má vera að slíkar fullyrðingar séu gamlar klisjur og eigi lítið erindi á þeim tímum sem við lifum í dag, þar sem hefðbundin kyngreining er úrelt. Ritstjóri Faxa ákvað að taka stöðuna hjá nokkrum bæj- arfulltrúum á Suðurnesjum sem flestir hafa reynslu af setu í bæjarstjórn lengur en eitt kjörtímabil. Hér má lesa svör þeirra sem sáu sér fært að svara en haft var samband við tvö úr hverju sveitarfélagi. Konur í meirihluta í bæjarstjórnum á Suðurnesjum Karlar Vogar

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.