Faxi - 2022, Side 31
FAXI 31
hreyfingin hjálparmeðalið mitt að fást við
það.“
Tekið opnum örmum
En hvernig var að flytja suður með sjó fyrir
borgarbarnið og setjast að í Reykjanesbæ?
Hvernig tók samfélagið á móti þér?
„Opnum örmum í alla staði. Og ekki
skemmir það fyrir að komast að því með
tímanum hversu miklu fleiri skyldmenni
ég á hér heldur en ég vissi af. Til dæmis
þegar ég var að jarðsyngja afabróður minn
hér í Keflavíkurkirkju, mann sem ég hafði
ekki þekkt mikið né hans fjölskyldu, þá var
kirkjan fullt af fjölskyldumeðlimum sem ég
þekkti ekki. Þannig að böndin hafa styrkst.
Ég er búinn að kaupa mér hús hér og líður í
alla staði vel.“
Þrátt fyrir að vera störfum hlaðinn í
kirkjunni, verandi í námi og bara svona líf-
inu almennt finnur séra Fritz sér tíma til að
skrifa skáldsögur, glæpasögur öllu heldur.
Hvaðan kemur sá áhugi?
„Svo því sé haldið til haga þá varð ég
snemma fluglæs og ég las allt sem til var
heima hjá mér áður en ég byrjaði í skóla.
Það voru Íslendingasögurnar, allavega
einn og hálfur metri og svo Öldin okkar.
Ég las allt sem ég komst í. En vegna þess
að ég er með athyglisbrest og ofvirkni
og það reynist okkur sem erum með þá
greiningu oft erfitt að einbeita okkur að
lestri og þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi
athyglin, það er mjög erfitt að halda athygli
á orðum skrifuðum á blað og svo er það
ofvirknin, að fókusa á dauðann hlut eins
og texta. Þannig að ég þróaði með mér
aðferð við lestur vegna þess að mér fannst
ótrúlega gaman að lesa en að sama skapi
hundleiðinlegt að gera það þannig að ég,
kornungur uppgötvaði að mér gengi betur
að lesa í bunkum, kannski hálfa síðu í einu.
Ég geri þetta enn þann dag í dag og ég les
mjög hratt og notast enn við þessa aðferð.
Glæpasagnahöfundur í hjáverkum
Við allan þennan lestur og í þessum
hugarheimi gerðist það að ég fór að skrifa
sjálfur og ég byrjaði mjög ungur, ekki til
þess að gefa út bara svona fyrir sjálfan mig.
Svo var það fyrir tilviljun á meðan ég var
að vinna verkefni út í Þýskalandi að félagi
minn, sem var með mér í þessari vinnuferð,
var að furða sig á hvað í ósköpunum ég
væri eiginlega alltaf að skrifa. Þá var ég að
vinna fyrstu stóru skáldsöguna mína. Hann
vildi fá að lesa hana og það var auðsótt mál.
Þessi félagi minn hafði unnið hjá bóka-
forlaginu Skjaldborg og hann sendi Birni
Eiríkssyni, útgefanda handritið og honum
leist vel á þannig að fyrsta skáldsagan mín,
Þrír dagar í október kemur út 2007 og ég
er enn að. Áttunda bókin kemur út á næsta
ári. Ég er ekkert að stressa mig í einhverju
jólabókaflóði.
Að skrifa bækur eru mín afþreying. Ég
er svo heppinn að ég sest bara niður og
sem mína eigin glæpaþætti. Og ég nýt þess
að gera þetta. Núna er á ég á lokametr-
unum með handrit og ég get sagt þér það
að þetta er svo ógeðslega spennandi saga
að ég er sjálfur á nálum. Ég myndi óska
þess að ég gæti á þessum lokametrum bara
verið heima og grúft mig niður í þessa
sögu. Ég veit alveg hvernig hún endar þessi
nýja skáldsaga en ekki alveg hvað gerist á
leiðinni þangað.“
„Konan mín sofnar hjá þér á
kvöldin!“
Sögurnar mínar virðast falla fólki vel í geð.
Ég er stundum stoppaður af fólki á förnum
vegi með spurningum á borð við: „Hvað er
að frétta af Adda?“ Hann er sögupersóna í
bókum mínum. Eða um Jónas sem er önnur
sögupersóna í bókum mínum, lögga. „Er
hann að hitta einhvern núna?“ Þetta er
ótrúlega gaman og gefandi. Ég veit reyndar
ekkert hvað er að frétta af þeim! Ég bý ekki
til plottið fyrirfram í sögum mínum og ég
ákveð aldrei einhver samtöl eða í hvaða
hremmingum sögupersónu mínar lenda
fyrirfram, en ég veit þó hvernig sagan mun
enda. Ég hef haft þann vana á þegar ég
byrja að skrifa nýja skáldsögu að skrifa 50
síður sem ég hendi svo. Bara Control Alt
Delete og búmm! Sagan farin. Svo byrja ég
upp á nýtt“. Hér hlær Fritz.
„Þetta er svo mikið rugl, en svona geri ég
þetta. Auðvitað man ég söguþráðinn og er
enga stund að vinna þetta, ég skrifa mjög
hratt og ég skrifa allsstaðar, á fundum og
kaffihúsum eða fyrir framan sjónvarpið.
Þetta er náttúrulega hluti af því að vera
með athyglisbrest, ég þarf alltaf að vera
með eitthvað í höndunum, þannig held
ég fókus. Svo er ég með ritstjóra sem les
efnið mitt yfir og fer í svona staðreynda-
skoðun hvort ég sé samkvæmur sjálfum
mér í frásögninni. Það er mjög mikilvægt.
Bækurnar mínar eru komnar út á hljóðbók
á Storytel og hafa fengið frábærar viðtökur.
Það er reyndar sannur brandari að ég er oft
stoppaður á förnum vegi og spurður:
„Ert þú ekki þessi Fritz sem skrifar
bækurnar?“
„Jú jú“
„Já, konan mín sofnar alltaf með þér á
kvöldin!“
Fritz les sjálfur sögur sínar í hljóðbók-
arútgáfunni. „Já ég les sjálfur, fór í prufu
og stóðst prófið. Ég leikles, gef persón-
unum rödd. Sumum finnst þetta erfitt en
svona vil ég hafa þetta. Hef reyndar farið á
leiklistarnámskeið. Hluti af mér er að vera
mjög skapandi karakter“.
Tóm ævintýri framundan
En hvað gerir fólk að góðum presti?
„Nú veit ég ekkert hvort ég sé góður
prestur,“ segir Fritz.
Við gefum okkur það!
„En auðvitað vona ég það. Auðvitað er
gott fyrir prest að vera skriffær. Líka að
geta talað við fólk á mannamáli. Svo erum
við líka sem betur fer mjög frjálslynd hér í
kirkjunni, náum til fólks með góðri tónlist
og góðu andrúmslofti. Það þarf að vera í
góðu sambandi við fólkið í kringum sig.
Vera sýnileg í samfélaginu, jafnt í kirkjunni
sem og í heita pottinum í Sundmiðstöð-
inni. En gleymum því ekki að undir hatti
þjóðkirkjunnar eru mjög ólíkir söfnuðir.
Hér í Keflavíkursókn erum við frjálslynd og
skapandi og það skilar sér í starfinu, meðal
annars í fjölda sjálfboðaliða. Vonandi tekst
okkur að halda áfram á sömu braut. Kirkjan
á að vera svona miðjan, fólk þarf ekkert að
hanga í kirkjunni allan daginn. En fólk leit-
ar í kirkjuna þegar eitthvað gerist í lífinu,
bæði í gleði og sorg. Það eru skemmtilegir
hlutir að gerast hjá okkur. Tóm ævintýri
framundan!“ segir Fritz að lokum.
Fritz með starfsfólki sínu úr kirkjunum í Reykjanesbæ, f.v. séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, séra
Baldur Rafn Sigurðsson, Fritz og séra Erla Guðmundsdóttir. Mynd úr einkasafni Fritz