Faxi - 2022, Side 30
30 FAXI
er ég er aðeins annar íslenski presturinn
sem er vígður þar frá því að Jón Arason var
hálshöggvin árið 1552! Ég var í Noregi í
nokkur ár en hafði þó sótt um prestembætti
á Íslandi en fékk ekki. Svo fór að ég kom til
Keflavíkur 2017 og hef verið hér síðan.
Særður heilari
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi lengi
að vera einn af þeim sem leiðir æðruleys-
isstarfið hér á landi og það eru aðeins tveir
söfnuðir á Íslandi þar sem æðruleysis-
messur fara fram allt árið, í Dómkirkjunni
í Reykjavík og í Keflavíkurkirkju.“ Fritz Má
eru málefni fíkla hugleikinn. Hann hefur
sjálfur reynslu í þeim efnum án þess að
vilja ræða það nánar. En það breytist tóninn
í viðmælanda mínum þegar ég impra á for-
tíðinni og hann segir umbúðalaust:
„Ég hef lifað í helvíti og ég veit hvernig
sá heimur er. Mikill meirihluti þeirra sem
leita sér aðstoðar varðandi sálgæslu hjá
prestum og ráðgjöfum held ég að séu þar
annað hvort vegna eigin neyslu á hug-
breytandi efnum eða aðstandenda. Ég er
fyrir utan þess að vera prestur íslensku
þjóðkirkjunnar líka með háskólamenntun
í áfengis- og vímuefnafræðum, er viður-
kenndur sáttamiðlari og að ljúka klínísku
námi í handleiðslu frá HÍ. Og svo má ekki
gleyma doktorsnáminu sem er á lokametr-
unum líka.“ Fritz bætir við að hann telji
þessar gráður sem hann er að ljúka nú
verða þær síðustu.“
Stór hluti af starfi presta eru sálgæsluvið-
töl við fólk og Fritz áætlar að 70% af þeim
viðtölum séu ekki vegna vandamála tengd-
um vímuefnum. „Ég, sem prestur tek um
40 sálgæsluviðtöl á mánuði, fyrir utan þau
viðtöl sem eru vegna annarra starfa sem
prestur og ef ég væri bara að starfa við sál-
gæslu og ekki starfandi prestur líka myndi
ég sennilega taka 160 viðtöl á mánuði.
Þörfin fyrir þessa aðstoð er gríðarleg enda
ekki allir sem hafa efni á að fara til sál-
fræðings, en leita þess í stað til kirkjunnar.
Prestar búa líka oft að mikilli reynslu úr
daglega lífinu og reynsla skiptir máli.
Í fræðunum er minnst á Jung og fleiri
meistara á sviði heimspeki og guðfræði og
Jung blessaður kom fram með hugtakið
„særður heilari.“ Það þýðir einmitt það að
sá sem hefur lent í áföllum sjálfur verður
betri í að leiðbeina öðrum, jafnvel þótt
hann hafi ekki lent í samskonar áfalli þá
hefur hann reynsluna af því að hafa þurft
að takast á við eigin mein. Svo má ekki
gleyma gildi hreyfingar fyrir þá sem eru
að vinna í sínum málum. Hreyfing skiptir
miklu máli og þar tala ég af eigin reynslu.
Æfði fótbolta, handbolta og fimleika í æsku
og hef alltaf stundað hreyfingu og fyrir
mig persónulega, sem er með ADHD, þá er
Í hjáverkum er Fritz glæpasagnahöfundur og
hefur sent frá sér nokkrar góðar. Þessi hefur
sérstaklega kirkjulegan titil
Ástríða Fritz liggur ekki bara í glæpasagnaskrifum. Hann eyðir drjúgum tíma í ræktinni, í fjallgöng-
um og sundi. Mynd úr einkasafni Fritz