Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 19

Faxi - 2022, Side 19
FAXI 19 „Það skemmtilegasta við vinnuna er að enginn dagur er eins. Mér finnst mjög gaman að taka að mér fjölbreytt verkefni eins og t.d. að þrífa gluggana þar sem útsýn- ið fær að njóta sín enn betur. Jenný María tekur undir þessi orð Tarek og segir: „Tarek gengur í öll verk óhikað, hann hjálpar til við undirbúning matargerðarinnar og heldur utan um öll þrif á staðnum. Hann er ótrú- lega duglegur.“ Nú er árið 2022 senn á enda. Ertu með einhver jákvæð skilaboð til lesenda Faxa fyrir nýja árið? „Ég óska þess að þjóðin haldi áfram að vaxa og dafna þar sem allir einstaklingar fá tæki- færi til að blómstra. Ég óska þess að allir á Íslandi upplifi velferð og hamingju á nýju ári,“ segir Tarek að lokum. Reyndist hárrétt að fólkið hér væri viðkunnanlegt Anibal Guzman Enrique Acosta er ungur flugmaður sem kom í þjónustu Reykjanes- bæjar í gegnum samræmda móttöku flótta- fólks sl. vor. Anibal flúði erfiðar aðstæður í heimalandi sínu Venesúela. Hann fékk fljót- lega vinnu í hlaðdeild Airport Associates á Keflavíkurflugvelli en flugið á allan hans hug og stefnir hann að því að sækja nám í áfangaskiptu flugnámi hjá Flugakademíu Keilis. Námið er hins vegar ekki ókeypis og því hafa síðustu misseri farið í það að safna fyrir því. Ég ákvað að heyra í honum hljóðið yfir góðum kaffibolla að hætti Venesúela- búa. Hvað vissir þú um Ísland áður en þú komst til landsins? „Kalt í veðri og erfitt veðurfar. Mjög gott hagkerfi, viðkunnanlegt fólk og há lífs- gæði.“ Hvað kom þér mest á óvart við landið? „Ég trúði ekki að fólkið væri viðkunn- anlegt áður en ég kom til landsins en það reyndist hárrétt. Allt fólkið sem ég hef kynnst á Íslandi er rosalega vinsamlegt og hjálpsamt.“ Hvað fannst þér erfiðast við að aðlagast landinu? „Tungumálið. Það er mjög erfitt að kunna ekki tungumálið. Íslendingar eru líka alltof góðir í ensku og ég tala fína ensku þannig að það verður erfiðara. MSS hefur reynst mér vel en ég væri alveg til í að fara á ís- lenskunámskeið sem væri fjórum sinnum í viku í staðinn fyrir tvisvar í viku. Ég held ég væri fljótari að læra tungumálið.“ Hver er meginmunurinn á menningunni í Venesúela og á Íslandi? „Maturinn er allt öðru vísi í Venesúela. Miklu bragðmeiri matur. Flestir á Íslandi reyna að fylgja lögum og reglum en það er ekki raunin í Venesúela. Þar er fólk stöðugt að reyna að halda öðru fólki niðri og er ekki eins heiðarlegt. Glæpatíðni er auk þess mjög há í Venesúela en hér á Íslandi er samfélagið opnara og meira frelsi. Hvernig sérðu fyrir þér líf þitt eftir fimm ár? „Ég sé sjálfan mig fljúgandi farþegavél í gegnum krefjandi flugbrautir á Íslandi,“ segir Anibal Voru með pínu fordóma gagnvart norrænu fólki Í haust hófu þær Natalia Zhyrnova og Oleksandra Svyrydova frá Úkraínu störf hjá leikskólanum Velli sem er staðsettur á Ásbrú. Höfðu þær áður eins og margir samlandar þeirra flúið afar erfiðar aðstæður í heimalandi sínu. Ég hitti þær og Huldu Björk Stefánsdóttur leikskólastjóra Vallar í nóvember til að heyra þeirra reynslu af Íslandi og ekki síst starfinu á leikskólan- um. Óhætt er að fullyrða að það var mikill happafengur fyrir leikskólann að fá þær til starfa eða eins og Hulda orðar það: „Þær eru svo tilbúnar til að læra og eru með heilmikla reynslu sem nýtist leikskólanum einstaklega vel. Auk þess eru þær svo já- kvæðar og brosmildar sem er svo mikilvægt í þessu starfi.“ Hvað vissuð þið um Ísland áður en þið komuð til landsins? Anibal Guzman Enrique Acosta er ungur flugmaður Þær Natalia Zhyrnova og Oleksandra Svyrydova frá Úkraínu starfa hjá leikskólanum Velli

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.