Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 21

Faxi - 2022, Side 21
FAXI 21 til staðar og aðstoða þau,“ segir Berglind af mikilli sannfæringu en nú var tíminn á þrotum og komið að því að heyra frá Ahmad upplifun hans á landi og þjóð. Hvað vissir þú um Ísland áður en þú komst til landsins? „Ég leitaði eftir upplýsingum á netinu og sá að þar væri öruggt og fallegt og þar byggi vinsamlegt fólk sem og að þjónustustigið væri hátt.“ Hvað kom þér mest á óvart við landið? „Áður en ég kom hélt ég að landslagið yrði það stórkostlegasta við landið en nú þegar ég hef búið hér í tæpt ár hefur það komið mér mest á óvart hvað fólkið er vinalegt og hjálpsamt. Þegar ég kom hingað til Íslands fann ég strax fyrir því hvað ég var velkom- inn og leið vel. Það er kalt í veðri hérna en fólkið er hlýtt og vinsamlegt.“ Hvað fannst þér erfiðast við að aðlagast nýju landi? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn var ekkert of erfitt. Fljótlega eftir að ég kom til landsins var mér bent á Hertex og það hefur hjálpað mér að gera aðlögunina að nýju samfélagi frekar auðvelda vegna þess að mér leið eins og ég væri hluti af fjölskyldu.“ Hver finnst þér vera mesti munurinn á íslensku samfélagi og samfélagi heimalands þíns? „Það er fyrst og síðast öryggið sem ég upp- lifi hér. Því miður upplifði ég ekki þennan frið í hjarta sem ég upplifi hér á Íslandi.“ Hvernig líkar þér sjálfboðaliðastarfið hjá Hertex og hver eru þín helstu verkefni innan Hjálparstofnunarinnar? „Mér finnst ég vera að gera gagn hérna þar sem ég upplifi að ég sé að hjálpa fólkinu. Ég vil vera virkur í samfélaginu, er heilsu- hraustur og ber því skylda til að hjálpa öðru fólki. Ég aðstoða við eldamennskuna og við bjóðum upp á ókeypis hádegismat á virkum dögum. Ég hjálpa einnig við skipulag búðarinnar.“ Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? „Eftir fimm ár vonast ég til að tala góða íslensku. Það er mikilvægasta markmið mitt hérna á Íslandi. Ég vonast einnig til að vinna við þá grein sem ég hef menntað mig í sem er sjúkraþjálfun sem og halda áfram í starfi mínu sem sjálfboðaliði hjá Hertex.“ Nú er árið 2022 senn á enda. Ertu með einhver jákvæð skilaboð til lesenda Faxa fyrir nýja árið? „Mín skilaboð eru með friði í hjarta og að allt þetta hatur og tilgangslausu stríð taki enda. Þegar ég brosi til manneskju þá fæ ég oftast nær bros til baka. Ég held við verðum öll að hjálpast að við að dreifa kærleik í þennan heim, segir Ahmad að lokum. Guðmundur Ingvar Jónsson Ahmad Sujaa Sujaa starfar sem sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum (Hertex) Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.