Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 23

Faxi - 2022, Side 23
FAXI 23 Skagfirðingar og Húnvetningar. Tveir for- menn voru að norðan, Bergþór Magnússon frá Ytri Ey á Skaga og Rafn Helgason frá Mói í Fljótum ..gildr madr ok gódr drengr” eins og segir í lýsingu Espólín. Stafnesskip- in voru konungsskip utan eitt en þar var formaður Ólafur Þorsteinsson lestamaður frá Biskupssetrinu á Hólum og með honum fimm Hólamenn. Þegar þeir höfðu ýtt á flot tók tók Bergþór formaður af sér höfuðfatið og fór með stutta sjóferðarbæn. Skipverjar fylgdu honum eftir og lutu höfði með sjóhattana í fanginu. Bænin er Hallgríms Péturssonar sem þjónað hafði í Hvalsneskirkju: Í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut yfir mér virztu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. „Áfram í Jesús nafni!” kallaði formaðurinn og skipverjar signdu sig áður en lagt var af stað. Veður er kalt en stillt og það veiðist ágætlega af þeim gula. En skyndilega skellur á fárviðri eins og skotið væri af byssu. Allir bátar taka stefnuna í land og róa bókstaf- legan lífróður. Ef þeir ná landi bíður þeirra önnur hætta, skerjótt lendingin. Aðeins einu skipi sem hleypti í Hamars- sund þennan dag tókst að ná landi. Hrakti mörg þeirra undir Miðnes þar sem þau brotnuðu í brimróti og varð einungis tveim- ur mönnum bjargað. Fimm bátar úr Garði og Njarðvík voru á sjó þennan dag. Tveggja manna far úr Njarðvík náði landi inni á Vatnsleysuströnd og fjögurra manna far úr Leiru bjargaðist til Hafnarfjarðar, en þrír bátanna fórust. Voru þeir frá Gufuskálum, Hólmi í Leiru og Njarðvík og fórust með þeim 13 manns. Fórust því 10 skip af Suðurnesjum og samtals týndu 81 manns lífinu. Flestir við lendingu í brimrótinu en þá var hætta á að bátnum hvolfdi og menn orðnir þreyttir. Þar hafði líka áhrif að fæstir sjómenn voru syntir. Talið er að 136 manns hafi farist þennan dag, fjórir teinæringar frá Vestmannaeyj- um og með þeim 53 manns, einnig tveggja manna far frá Vatnsnesi í Húnavatnssýslu með tveimur mönnum. Samtals 55 menn af fimm skipum. Aldrei höfðu jafnmargir farist á sjó á einum degi en allt árið fórust samtals 22 bátar og drukknaði 181 maður. Var árið því nefnt Mannskaðaárið mikla og hélt þeim titli fram til 8. mars árið 1700 þegar 33 skip fórust í illviðri og með þeim 165 menn. Samtals það ár fórust 40 skip og 185 manns. Til að setja þetta í samhengi myndi mann- tjónið á Góuþræl samsvara því að við misst- um í dag á einum degi sem næst 460 menn í sjó og allt árið 600 manns og 740 árið 1700. Þessi ár hafa verið nefnd Sjóslysaárin miklu eða eins og segir í Kjósarannál: Meintist síðan Ísland var byggt, að ei mundu fleiri menn af fiskibátum drukknað hafa hér við land á einum vetri. Geta má nærri um sorgina og missinn á heimilum og hvaða afleiðingar hann hafði fyrir lífsafkomuna. 47 lík rekur á land Um nóttina rak 47 lík á land í Garði og á Miðnesi og voru þau helfrosin. Daginn eftir voru hinir látnu jarðaðir í Útskálakirkju- garði á einum degi. Segir í Mælifellsannál: ..og voru gerðar að þeim 3 grafir, og voru í eina lagðir 42, hver við annars síðu, en for- mennirnir í hinar tvær. Að þeim voru kistur gerðar og þeir hjúpfærðir." Formennirnir fengu því eigin gröf en hinn almenni sjó- maður deildi einni gröf án alls umbúnaðar. Grafirnar voru teknar í almenningi að kór- baki. Í Eyrarannál segir að grafnir hafi verið 50 manns á tveimur dögum. Af tveimur skipanna frá Stafnesi, teinær- ingi og áttæringi, rak engin lík nema einn maður sem fannst á fjörum vestur á Mýrum að viku liðinni, bundinn við tré og virtist fyrir skömmu látinn. Sr. Þorleifur Kláusson var sóknarprestur í Útskálaprestakalli þennan erfiða vetur. Þor- leifur lærði í Skálholtsskóla og hafði hann áður en hann tók vígslu verið í þjónustu Brynjólfs Biskups Sveinssonar í Skálholti. Hann vígðist aðstoðarprestur að Útskálum 1651 og fékk prestakallið að fullu 19. febrú- ar 1660 og þjónaði til æviloka. Þorleifur var fróðleiksmaður og sagt er að hann hafi samið annál en hann mun ekki vera til. Hefði vafalítið verið fróðlegt að lesa þar um atburðinn og hvernig útförin fór fram. Þorleifur var vel liðinn af sóknar- börnum sínum og fórst að mati manna vel í kirkju og utan. Það skiptir ekki máli hvar þú hvílir Það vekur upp spurningar hvers vegna hinir látnu voru grafnir svo fljótt en þá þarf að hafa í huga hvað var til siðs á þessum tíma. Venjan var sú að grafa umsvifalaust lík sem fundust á víðavangi eða voru sjórekin. Margir þeirra sem létust voru af Norð- urlandi og það tíðkaðist ekki að senda látna á milli landshluta til greftrunar, hvað þá að aðstandendur gerðu sér ferð í útför fótgangandi eða ríðandi langar vegalengdir. Það skipti heldur ekki máli hvar þú varst jarðaður því þú varst hvort eð er að fara til himna. Þá er líklegt að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á þá sjómenn sem ekki voru af Suðurnesjum og þeir því fengið sömu gröf. Þó hefði það verið möguleiki þar sem eitt skip bjargaðist frá Stafnesi, en hvort það var skip Hólabiskups eða konungsskip skipað Norðanmönnum er ekki vitað. Þá má gefa sér að fjöldagröfin hafi verið tekin af praktískum ástæðum, fjöldinn var það mikill og tíminn naumur. Hins vegar voru kennsl borin á formennina tvo og þeir hafa því fengið gröf og umbúnað. Hugsanlega hefur staða þeirra einnig haft áhrif. Það

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.