Faxi - 2022, Side 29
FAXI 29
ég var rekinn úr MR ásamt vini mínum
fyrir dólgslæti og almenn leiðindi. Ég er
ADHD gaur og það getur brotist út á versta
veg. Við þóttum bara óalandi og óferj-
andi. Mér skilst að það sé eina skiptið sem
Guðni kjaftur, sem þá var rektor MR hafi
endurgreitt skólagjöld og hann útvegað
okkur skólavist í öðrum skóla. Hann kom
mér í Menntaskólann við Sund. Ég lærði
náttúrufræði í báðum skólum. Mér gekk
ekkert sérstaklega vel framan af að læra
stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði en það
breyttist svo seinna. Ég lauk námi í tækni-
háskóla sem leiddi mig síðan í tölvurnar.
Var hjá Aco og síðar hjá Tæknivali. Var í
tölvubransanum í 18 ár, lengst af sjálfstæð-
ur.“
Bjarnfreðarson hvað!
Eftir atburð í lífi Fritz fyrir um 25 árum
síðan urðu þáttaskil í lífi hans, sem leiddu
seinna til þess að hann innritaðist í guð-
fræðideild Háskóla Íslands. „Ég fékk oft
að fara á KFUM fund með Gústa bróður
mínum. Um sjö ára aldurinn þá man ég að
ég gekk út af fundi í KFUM heimilinu í Rof-
abæ og var uppnuminn af Jesú. Bara gekk
út með þennan gaur í hjartanu og hef átt trú
síðan og sú trú hefur alltaf verið haldreipi
mitt í lífinu allar götur síðan. Svo gerist
það við ákveðin atburð í lífi mínu árið 1997
að ég hugaði með sjálfum mér, einu sinni
ætlaðir þú að verða prestur. En ég ýtti þeirri
hugsun til hliðar en þessi atburður varð til
þess að ég fór að iðka trú, mæta í messur
og samkomur og taka þátt í bænahringjum.
Hugmyndin um að fara í guðfræði ágerðist
og árið 2007 var svo komið að ég varð að
gera eitthvað í þessum málum og ég skráði
mig í háskólann og ætlaði að prófa guðfræði
allavega einn kúrs. Ég er ennþá að læra
guðfræði, er búinn með nokkrar gráður í
guðfræði og öðrum fögum og get í gríni
sagt, Bjarnfreðarson hvað! Með sínar 5
gráður og kennsluréttindi.“
Hliðarvegir lífsins
En eins og gerist í lífi hvers hvers manns er
gatan ekki alltaf bein og vegurinn breiður.
Fritz Már hefur tekið nokkrar beygjurnar
og hliðargöturnar og þekkir veruleika sem
flestum er framandi af eigin raun. Varð
trúin aldrei undir í þeim öldugangi?
„Nei í raun ekki. En vissulega á ein-
hverjum hliðarvegi lífsins átti ég til að gera
samning við guð. Ef þú gerir þetta fyrir
mig þá skal ég gera þetta og það merkilega
var að Hann stóð alltaf við sitt en ég aldrei
við mitt. Trúin hefur alltaf verið haldreipi
mitt í lífinu. Ég ákvað fyrir tæpum 28 árum
síðan að taka líf mitt í gegn og fór að vinna
í mínum málum. Hætti allri óreglu og fór
í meðferð. Það var góð ákvörðun. Eftir út-
skrift úr guðfræðideild Háskóla Íslands þá
kláraði ég eina auka mastersgráðu en ég var
alltaf staðráðinn í að verða prestur. Ég fékk
köllun til þess og það kom aldrei neitt ann-
að til greina. Ég vígðist til prests í Noregi, í
Dómkirkjunni í Niðarósi og það sem meira
Séra Fritz í embættisverkum í Keflavíkurkirkju. Mynd úr einkasafni Fritz
Fritz Már Jörgenson og Kristján Jóhannsson á spjalli í skrifstofu Fritz í Keflavíkurkirkju.
Ljósm. Svanhildur Eiríksdóttir