Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 24

Faxi - 2022, Side 24
24 FAXI má líka hafa í huga að það tíðkaðist ekki að jarða í kistum á þessum tíma og grafir voru ekki merktar, nema stórhöfðingjum sem gátu keypt yfir sig stein. Jarðneskur legstað- ur þótti ekki svo merkilegur. Þá var einnig mikilvægt að hægt væri að staðfesta að menn væru kristnir, að öðrum kosti var ekki hægt að jarða þá í kirkjugarði. Þetta átti oft við um sjórekin lík, sem ekki var hægt að bera kennsl á og gátu verið af ýmsum þjóðernum og ólíkum trúarbrögð- um. Því verður að telja að þessum sjómönn- um hafi verið sýndur virðingarvottur þegar þeir voru grafnir í kirkjugarðinum, nálægt kirkjunni. Gröfin er austan við kirkjuna og hinir látnu horfa því til upprisunnar og sólarinnar. Mannskaðaveturinn mikli Það má segja að höfuðatvinnuvegur þjóðar- innar í gegnum aldirnar hafi verið svo áhættusamur að sjómenn hafi lagt líf sitt í hættu á svipaðan hátt og hermenn annarra þjóða í hernaði. Því hafi hugarfar aðstand- enda þegar þeir fylgdu ástvini til skips verið svipað og aðstandenda hermannsins sem fer til skotgrafanna. Vonin um endurfundi er jafnan stopul. Það lýsir því vel að við upphaf vetrarvertíðar var beðið fyrir sjómönnum í kirkjum landsins. Í bæninni var beðið um góðan afla, vernd gegn sjávarháska og bless- un yfir skipi og veiðarfærum. Guðspjallið var ávallt hið sama; þegar Jesús kyrrði vind og sjó. Fljótlega eftir atburðinn kom hafís að landi og lá allt til loka sumars. Lentu þá mörg skip í vandræðum, þar á meðal frönsk og hollensk hvalveiðiskip sem brotnuðu í ísnum á heimleið frá Svalbarða. Veturinn hefur því verið nefndur Mannskaðaveturinn mikli. Veturinn áður hafði hins vegar verið nefndur Hlutaveturinn mikli. Þá veiddist vel um allt land svo menn mundu vart annað eins. Það hefur því verið freistandi að sækja sjóinn stíft á næsta vetri í von um skjótfenginn gróða. En það fór á annan veg. Talið er að aflabresturinn hafi valdið því að menn hafi í neyð sinni freistast til að sækja fiskinn lengra frá landi en skynsamlegt var á opnum bátum og ekki náð landi þegar veður versnaði. Enda varð það svo í kjölfar tíðra sjóslysa næstu áratugina að stórum bátum fækkaði og ekki var róið eins langt út á sjó. Bein finnast undir kirkju Ekki er vitað nákvæmlega hvar grafir hinna ólánsömu sjómanna má finna þótt heimildir segi þær austan við kirkjuna. Því er hvergi hægt að finna minnisvarða um þennan atburð sem sýndi svo glöggt þær fórnir sem Íslendingar hafa þurft að færa til þess að eiga lífsviðurværi. Kirkjan sem nú stendur á Útskálum var byggð á árunum 1861-1863 og hefur síðan þá verið stækkuð. Árið 2008 þegar gólfið var tekið upp í kirkjunni komu í ljós mannabein og töldu menn að þar væri gröfin hugsanlega fundin. Hins vegar sýndi rannsókn að þau voru mun eldri enda þótti upphefð og var eftirsótt á öldum áður að vera grafinn undir kirkju. Þá hefur kirkju- stæðið hugsanlega breyst í gegnum tíðina. Við skulum ljúka þessum kalda degi í marsmánuði með predikun sóknarprests Útskálakirkju. Sr. Þorleifur ræskti sig og gerði sig líklegan til þess að lesa ritninguna sem hann hafði valið kvöldið áður. En hann fipast þegar augun gripa í beran fót, einn sjómaðurinn hafði týnt skó og sokk í öldurótinu. Skyndi- lega langar hann að finna sokk og klæða þennan nöturlega fót. En hann herðir hugann og heldur áfram. Þegar hann hefur moldað yfir formönnunum tveimur snýr hann sér að fjöldagröfinni. Hver sjómaður fær hinstu kveðju og hverfur til duftsins „Af jörðu ertu kominn, og að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu muntu aftur upp rísa.” Söngraddir gesta og prests renna saman við stilltan undirleik sjávarins og gufustrók leggur úr vitum þeirra þegar kalt loftið hlýðir á. Allt er eitt: lífið, dauðinn og hafið. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði - líf mannlegt endar skjótt. Hallgrímur Pétursson Viðmælendur: Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur Keflavíkurkirkju, Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur Útskálakirkju, Jón Hjálmarsson formaður sóknarnefndar Útskálakirkju, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti 2011 - 2018. Heimildir: Sjómannablaðið Víkingur. (1998). 60. árg, bls. 46-47. Morgunblaðið. (1967). 264. tbl, bls. 4. Þorvald Thoroddsen. (2018). Árferði á Íslandi í 1.000 ár. Illugi Jökulsson. (2013). Háski á Hafi. Sögur. Morgunblaðið. (1999). Leiðari á sjómannasunnudag, 6. júní. Fleytan er of smá, sá guli er utar. (1990). Kristján Sveins- son. Sagnir 11. árgangur, 1. tbl. Guðjón Einarsson. (2020). Bændablaðið 28. Janúar. Öldin sautjánda. Minnisverð tíðindi 1601-1700. (1966). Jón Helgason tók saman. Forlagið Iðunn, bls 190. Íslands Árbækur í söguformi. Af Jóni Espólín sýslu- manni í Skagafjarðarsýslu. (1829). VIII deild, kaup- mannahöfn. Hið íslenska bókmennafélag, bls 8. Gunnar M. Magnússon. (1963). Undir Garðskagavita: héraðssaga Garðs og Leiru. 1898-1988. Reykjavík: Ægisútgáfan. Lúðvík Kjartansson. (1971). Sjóslysaárin miklu. Saga 1. tbl. Fornleifaskráning í Garði á Reykjanesi. (2019). Verndar- svæði í byggð, Fornleifastofnun Íslands. Fríða Sigurðsson. (1969). Konungsútgerð á Stafnesi. Faxi, 29. árg.,10. tbl., bls. 167. Fríða Sigurðsson. (1970). Afnám konungsútgerðar. Faxi 30. árg., 4. tbl., bls. 48. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. (2022). www.esv. blog.is Sýningin leiðarljós í lífhöfn. (2022). www.ferlir.is Ásgeir Jónsson. (2021). Um hnignun Íslands eftir siðasipti. www.Feykir.is. Björk Ingimundardóttir. Prestaköll og sóknir á Íslandi. (2019). Sögufélag. Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir. (2001). Sjómenn hafa sótt styrk í trúna. www.mbl.is. Myndir með greininni eru frá Byggðasafni Reykjanes- bæjar. Dagný Maggýjar

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.