Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 13

Faxi - 2022, Side 13
séu pönkarar nútímans en í pönkinu byrjaði hann einmitt sinn tónlistarferil. „Bæði jazztónlistarmenn og pönkarar eru í tónlist af hugsjón, það hefst lítið sem ekkert upp úr þessu og þetta er erfiður bransi en tónlist- arfólkið heldur alltaf áfram. Mér finnst það aðdáunarvert.“ En átti hann von á því að tónleikar Jazzfjelagsins myndu slá svona vel í gegn eins og raun ber vitni? „Nei, ég átti nú ekkert von á því að fólk færi að flykkjast hingað til Suðurnesjabæjar á jazztónleika, en reyndin hefur sannarlega verið önnur. Og það hefur ekki síður verið mikil aðsókn hjá tónlistarmönnunum að koma hingað og spila. Mér sýnist næsta ár vera orðið fullbókað. Þetta skýrist af því að Jazzfjelagið er orðin þekkt stærð í íslensku tónlistarlífi og listafólki finnst afar gaman að koma til okkar á Suðurnesin. Þá hafa áheyrendur komist að raun um að á tónleik- unum gengur það að góðri tónlist vísri, auk þess að upplifa hana í mikilli nánd í rými bókasafnsins.“ Myndir sem fylgja grein eru teknar á tónleikum félagsins, ýmist af Svanhildi Eiríksdóttur eða Halldóri Lárussyni. Merki félagsins hannaði Björgvin Guðjónsson. Dagskráin fram að sumri 2023 Janúar: Norsk/Færeyska sveitin Flukten Febrúar: Ingibjörg Turchi bassaleikari ásamt hljómsveit Mars: Steingrímur Teague píanóleikari ásamt hljómsveit Apríl: Ingi Bjarni píanóleikari ásamt hljómsveit Maí: Söngkonan Rebekka Blöndal ásamt hljómsveit FAXI 13 Eric Tengholm trompetleikari. Ljósm. Halldór Lárusson For Others á tónleikum. Ljósm. Svanhildur Eiríks Jazzgítaristin Oddrún Lilja ásamt meðleikurum. Ljósm. Svanhildur Eiríks Brasssveitin Látún. Ljósm. Svanhildur Eiríks Stofnandinn sjálfur með tónleika, hér með trommukvartettinum Súma. Ljósm. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.