Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 44

Faxi - 2022, Side 44
44 FAXI Saga hvers sveitarfélags er einn af hor- steinum menningararfs þjóðarinnar og getur ef vel tekst til varpað ljósi á hver við erum og úr hvers konar jarðvegi samfélagið er sprottið og hvert er stefnt. Þegar sveitarfélögin þrjú Keflavík, Njarð- vík og Hafnir sameinuðust árið 1994 í eitt, Reykjanesbæ, hafði ritun á sögu hvers og eins þeirra verið í undirbúningi. Saga Hafna kom út 2003, Saga Njarðvíkur kom út 1996 og þrjú bindi sögu Keflavíkur frá 1766-1949 voru gefin út á árunum 1992 til 1999. Bæjaráð Reykjanesbæjar ákvað á 1200. fundi sínum þann 3. janúar 2019 að hefja undirbúning að ritun fjórða og síðasta hluta sögu Keflavíkur frá 1949 til 1994. Ritnefnd var skipuð þeim Ragnhildi Árnadóttur, Erlu Guðmundsdóttur, Stefáni Jónssyni, Árna Jóhannssyni og Kristni Þór Jakobssyni. Ritnefndin vann að efnistökum og réð Árna Daníel Júlíusson, sagnfræðing til að rita söguna og hafði til ráðgjafar Eirík P. Jörundsson, þáverandi forstöðu- mann Byggðasafns Reykjanesbæjar, Huldu Björk Þorkelsdóttur, fyrrum forstöðumann Bókasafns Reykjanesbæjar og Oddgeir Karl- son, ljósmyndara. Sagan fer í hring – og endurtekur sig Bókin Saga Keflavíkur 1994-1994 var svo gefin út af Fagurskinnu síðastliðið sumar. Bókin er ríkulega myndskreytt mörgum áhugaverðum myndum frá Byggðasafni Reykjanesbæjar en þær má einnig finna á myndavef safnsins sem er öllum opinn - reykjanesmyndir.is – ásamt þúsundum annarra mynda úr bæjarlífinu. Saga Keflavíkur 1994-1994 fjallar um mótunarár Keflavíkur og samfélagsleg áhrif veru Varnarliðsins á tímabilinu sem voru gríðarleg. Við lestur bókarinnar rifjast upp að sagan á það til að fara í hring og endur- taka sig. Gríðarlegar sveiflur í atvinnulífi, mikil fólksfjölgun í kjölfar komu hersins, kapphlaup við tímann um nauðsynlega upp- byggingu innviða, bæði á vegum sveitar- félags og ríkis, og ákall um fjölbreyttara atvinnulíf kallast skýrt á við áskoranir sem glímt er við nú á tímum Saga Keflavíkur er fróðleg, skemmtileg og lífleg samantekt Árna Daníels Júlíussonar á mótunarárum Keflavíkur. Kristinn Þór Jakobsson Saga Keflavíkur 1949-1994 komin út Bátafloti við bryggju í Keflavíkurhöfn árið 1972. Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 73. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar 5. flokkur ÍBK í knattspyrnu árið 1960. Efri röð f.v. Vignir Bergmann, Einar Björnsson, Hörður Ragnarsson, Sævar Tjörvason, Kristinn Ingi Helgason og Ástráður Gunnarsson. Fremri röð f.v.: Hjörtur Zakaríasson, Friðrik Ragnarsson, Sturlaugur Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson og Haukur Angantýsson. Saga Keflavíkur 1949-1994, bls. 396. Ljósmyndari Heimir Stígsson. Byggðasafn Reykjanesbæjar

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.