Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 34

Faxi - 2022, Side 34
34 FAXI setja fyrir hann hreindýrasleða Samanna í norðri. Coca Cola fyrirtækið tók síðan Nikulás og gerði að sínum í auglýsinga- herferð sinni um 1930. En hann komst auðvitað fyrst almennilega á blað með hinu fræga ljóði A Visit from St. Nicholas eða The Night Before Christmas eftir Clem- ent Clarke Moore sem kom út árið 1823. Ég gerði heiðarlega tilraun til að þýða þetta ljóð fyrir margt löngu síðan en komst síðar að því að það var fyrir löngu búið að þýða það af Sigurði Júlíusi Jóhannessyni en hér eru fjögur fyrstu erindin: Á aðfangadagskvöldið var alveg kyrrlátt hús; þar ekki var á hreyfingu svo mikið sem mús; Við strompinn héngu sokkar, því sagt var okkur þar að sjálfur kæmi hann Nikulás með jólagjafirnar. Og börnin voru sofnuð – þau sváfu vært og rótt -, þau sáu margt í draumi á helgri jólanótt. Og mamma var með kappa, en hettu hafði ég; við háttuð vorum saman og móktum kirfileg. En skyndilega úti mér heyrðist eitthvert hark, hávaði og læti, og stunur, más og spark. Ég þeyttist fram úr rúmi að vita hvað það var, og vatt mér út að glugga og dró frá blæjurnar. Og þetta var um miðnótt; en myrkt var ekki þó, því máninn skein frá himni á nýfallin snjó; og lítinn sleða sá ég – með lítinn ökumann, og litlum átta hreindýrum beitt fyrir hann. Í erindi mínu í Málfundafélaginu Faxa um hátíð ljóss og friðar á sínum tíma var rauði þráðurinn sá að fá fundarmenn til að hugsa um hvort jólin væru hreintrúar- stefna, markaðshátíð, vetrarsólstöðu-villi- mannasiðir, fæðingarafmæli frelsarans eða eitthvað annað og jafnvel meira eða jafnvel allt í senn. Þar var víða komið við í um- ræðum um hefðir, gjafir, jólaseríur, þessa stóísku ró sem kemur yfir fjölskylduna, friðinn, nægjusemi, hófsemi, græðgi, lesti og bresti mannsins í lífsgæðakapphlaupinu o.s.frv. Auðvitað var líka kafað djúpt í það hvort jólasveinninn væri í raun og veru til. Niðurstaðan skýr; það færi ekkert á milli mála – hann er til í hjörtum barnanna. Enda var Sveinninn Nikulás sem fæddist í Padara á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands einn af dáðustu dýrlingum kristinnar kirkju bæði verndardýrlingur kaupmanna og barna. Hugvekjan fjallaði einnig um hvort við getum fundið jólin í hjarta okkar. Því eitt væri nokkuð ljóst að ef við ættum erfitt með að finna þau þar þá myndum við varla finna þau undir trénu. Í því samhengi var niðurlagið Aðventuljóð eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku og við gerum slíkt hið sama hér: Í myrkrinu aðventuljósin loga sem lýsandi bæn um grið. Þessi veröld er full af skammdegis skuggum það skortir á gleði og frið. Það er margt sem vakir í vitund okkar sem við höfum þráð og misst. Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun að hugsa um Jesú Krist. Við lifum á uppgangs- og umbrotatíð þar sem allt á að gerast strax. Og andlegir sjóðir eyðast og glatast í erli hins rúmhelga dags. En samt er ein minning sem brennur svo björt eins og brosandi morgunsól, um hann sem var sendur frá góðum Guði og gaf okkur þessi jól. Og jólin nálgast í hverju húsi og í hjarta hvers trúaðs manns. Það er eins og við fáum andartakshvíld á afmælisdaginn hans. En eitt er það þó er í sál minni svíður sárt eins og þyrnikrans, að mennirnir halda markaðshátíð í minningu Frelsarans. Hann boðaði hamingju, frið og frelsi og fögnuð í hverri sál. Hann kenndi um guðdóminn, kraftinn og ljósið og kærleikans tungumál. Og samt eru jólin hjá sumum haldin í svartnættismyrkri og kvöl, í skugga eymdar og ofbeldisverka við örvænting, skort og böl. Við lifum í dimmum og hörðum heimi, með hungur, fátækt og neyð, þar sem einn er að farast úr ofáti og drykkju, en annar sveltur um leið, þar sem einn er þjakaður andlegu böli, en annar ber líkamleg sár, og samt hefur lausnin frá þjáning og þraut, verið þekkt í tvöþúsund ár. En þrátt fyrir mannkynsins mistök og syndir, og myrkvuðu tímabil og þrátt fyrir allt sem hann þurfti að líða og þjást hér og finna til, hann bíður samt ennþá með opnum faðm, þar sem alltaf er skjól og hlíf, og biður um meiri mátt til að gefa mönnunum eilíft líf. Í myrkrinu aðventuljósin loga sem lýsandi himnesk rós. Ógnþrungnir skammdegisskuggar víkja við skínandi kertaljós. Á jörðinni fölskvast hin andlegu efni og oft er hér þungbær vist. Þá er sálinni styrkur og hjartanu huggun, að hugsa um Jesú Krist. Gleðilega hátíð, Ríkharður Ibsen Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Brunavarnir Suðurnesja sími 421-4748 Við óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og heitum því að halda áfram að segja góðar sögur af Reykjanesi. Af nógu er að taka. #godarsogur Góðar sögur síðan 2016

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.