Faxi

Årgang

Faxi - 2022, Side 8

Faxi - 2022, Side 8
8 FAXI hefur vandinn legið þar, að við kon- urnar höfum ekki viljað fara alla leið, ekki 100% tilbúnar til þess að taka þessa ábyrgð eða skuldbinda okkur í þennan tíma. Þrátt fyrir það að kon- um fjölgi í sveitarstjórnarmálum þá er þetta karllægt samfélag og hættan sú að sjónarmið kvenna fái minna vægi en sjónarmið karla, en það er reyndar ekki mín upplifun í bæjarstjórn Voga. • Það er vitað að sýn ólíkra kynja á hin ýmsu mál er ekki alltaf sú sama en það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er jafnvægi. Ég heyrði eitt sinn að ef konur komi í auknu mæli að borðinu í pólitík muni það auka gæði þeirra en hvort sem það er satt eða logið þá er nauðsynlegt að skapa lýðræði á þann hátt að öll kyn vinni saman að málefn- um samfélagsins á jafnréttisgrundvelli með þá þekkingu sem það hefur í farteskinu. Hjá E-listanum hafa konur alltaf haft sterka rödd og skiptir þá engu hvort þær eru sitjandi bæjarfulltrúar eða í baklandinu. Það sem er mikilvægast er að sem flestar raddir fái að heyrast, að við fáum fjölbreytt viðhorf fram. Að sveitarstjórnarmenn geti tekið ákvarð- anir sem byggja á hagsmunum íbúanna. Ég held að mestum breytingum sé náð þegar fólk í sveitarstjórnum hefur auð- mýkt til að leita sér ráða og þekkingar hjá öðrum áður en það tekur ákvarðan- ir. Þetta snýst því mögulega meira um lífsýn heldur en kyn. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar • Í mörg ár hafa konur verið að sækja á öllum sviðum mannlífsins og kannski sérstaklega í sveitastjórnarmálum. Þær hafa einnig verið áberandi í forystu í ungliðastarfi í fjölbrauta- og mennta- skólum sem og háskólum landsins. Ég held að þessi þróun haldi áfram næstu árin og konurnar munu áfram verða fleiri í forystu en áður. Við sjáum sömu þróun alls staðar í samfélaginu og satt og segja kemur þetta ekki á óvart. Ég lít ekki á þetta sem samkeppni kynjanna, frekar er þetta aukinn metnaður, vilji og dugnaður kvenna. Áhugi karla á aukastörfum hefur minnkað og tími þeirra fer frekar í önnur áhugamál sem eru minna áberandi. • Já, að einhverju leyti. • Lögð er meiri áhersla á „mýkri málin,“ en samt sem áður finnst mér fag- mennskan meiri núna, konurnar vinnu- samari og tilbúnar að taka forystuhlut- verkin. Að mínu mati mun þessi þróun halda áfram næstu árin. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir bæjarfulltrúi Grindavík • Ætli það sé ekki samspil nokkurra þátta. Konur eru meira að láta til sín taka á ýmsum vettvangi, svo sem í stjórnum og stýringu fyrirtækja og í pólitík sem er hið besta mál. Jafnréttisbaráttan að skila tilætluðum árangri. • Nú er svo stutt liðið á kjörtímabilið að það er erfitt að segja til um það. En að mínu mati er mjög mikilvægt að sveiflan fari ekki alveg í hina áttina þ.e. að konur yfirtaki leikvöllinn því jafnræði á vett- vangi pólitíkurinnar er mikilvægt sem og á öðrum sviðum lífsins. Laufey Erlendsdóttir bæjarfulltrúi Suðurnesjabæ • Konum í sveitarstjórnum hefur verið að fjölga jafnt og þétt allar götur síðan við fengum kjörgengi og kosningarétt. Nú er komið að því að hlutur karla og kvenna er orðinn nokkuð jafn í sveitar- stjórnum. Við getum auðvitað þakkað leiðtogum í jafnréttisbaráttu síðustu áratuga fyrir það að greiða leiðina og leggja grunninn. En mín tilfinning er sú að þetta snúist fyrst og fremst um einstaklinginn og hans hugsjón fyrir að gera vel í sínu sveitarfélagi. Það að vera í aukastarfi eins og bæjarstjórn er vissu- lega viðbót við aðra vinnu hjá flestum. Töluverður tími fer í að lesa gögn og Grindavík

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.