Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 12

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 12
Henderson kaupmaður frá Edinborg reisti niðursuðuverksmiðju á Laxamýri í Þingeyjarsýslu vorið 1860, keypti þar lax og sauð niður (sbr. Jón Jónsson: 1968, 51 og 53). Eg ætla nú ekki í þessu máli mínu að halda mig við Borgarfjörðinn eða Þing- eyjarsýslu, heldur skyggnast um hér aust- anfjalls. Menn hafa svolítið velt vöngum yfir því hvenær fyrst hafi verið farið að veiða á stöng hér í Ölfusá og öðrum ám fyr- ir austan fjall. Prentaðar heimildir um það eru fáar. A Selfossi hefur oft verið nefndur í þessu sambandi Adam nokkur Hoffritz en hann hóf að veiða á stöng hér í ánni upp úr 1930. Sigurður Ingi Sigurðsson fyrrv. oddviti á Selfossi hefur sagt frá því og hefur það eftir föður sínum Sigurði Þor- steinssyni frá Flóagafli, að Englendingar þeir sem unnu að smíði Ölfusárbrúarinnar sumarið 1891 hafi haft með sér veiðisteng- ur og veitt lax fyrir Hellislandi, þar sem nú nefnist „Miðsvæðið“, en því hafi lítill gaumur verið gefinn og ekki tekið upp eft- ir þeim. Sigurður Þorsteinsson bjó þá að Helli og mun hann daglega hafa átt sam- skipti við brúarsmiðina. Þá eru skráðar frásagnir um stangaveiði í Soginu neðan fossa þegar komið er fram yfir aldamótin, m.a. er til sögn um að Kristján konungur X. hafi dregið lax við Sogsbrúna hjá Al- viðru í byrjun júlí 1921. Hann á að hafa stansað þar örlitla stund, rennt og dregið einn (sbr. Daníel Daníelsson: 1937, 261).* I Stóru-Laxá hefur stöngin komið þeg- ar Gestur á Hæli tók að laða að veiðigesti. Það mun líklega hafa verið árið 1913 eða 1914 og voru þá oft kunnir menn að veið- um þar eins og Magnús Sigurðsson banka- stjóri og Magnús Arnbjarnarson á Sel- fossi. Einar Benediktsson skáld var þar einnig gestur hans og segir sagan að það hafi kannski öllu fremur verið Gestur sjálfur sem laðaði skáldið að heldur en laxinn (sbr. Guðmundur Daníelsson: 1970, 274-275). Bent skal þó á, að erlendir ferðamenn hafa rennt fyrir fisk í Stóru-Laxá löngu fyrr. Til dæmis er til frásögn frá árinu 1863 er Englendingarnir Sir Charles H. J. Anderson og Frank sonur hans voru þar á *Ekki þykir mér alveg ljóst hvaða dag þetta var. Af endurminn- ingum Daníels virðist mega ráða að þetta eigi að hafa gerst þann 3. júlí, en skv. öðrum heimildum var konungur þá kominn til Reykjavíkur. Hugsanlega skakkar þarna degi í frásögn. 1 Fluguhjol sem sóst er eftir Fæst í næstu sportvöruverslun Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. i Símar: 24020/11999 8 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.