Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 12

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Qupperneq 12
Henderson kaupmaður frá Edinborg reisti niðursuðuverksmiðju á Laxamýri í Þingeyjarsýslu vorið 1860, keypti þar lax og sauð niður (sbr. Jón Jónsson: 1968, 51 og 53). Eg ætla nú ekki í þessu máli mínu að halda mig við Borgarfjörðinn eða Þing- eyjarsýslu, heldur skyggnast um hér aust- anfjalls. Menn hafa svolítið velt vöngum yfir því hvenær fyrst hafi verið farið að veiða á stöng hér í Ölfusá og öðrum ám fyr- ir austan fjall. Prentaðar heimildir um það eru fáar. A Selfossi hefur oft verið nefndur í þessu sambandi Adam nokkur Hoffritz en hann hóf að veiða á stöng hér í ánni upp úr 1930. Sigurður Ingi Sigurðsson fyrrv. oddviti á Selfossi hefur sagt frá því og hefur það eftir föður sínum Sigurði Þor- steinssyni frá Flóagafli, að Englendingar þeir sem unnu að smíði Ölfusárbrúarinnar sumarið 1891 hafi haft með sér veiðisteng- ur og veitt lax fyrir Hellislandi, þar sem nú nefnist „Miðsvæðið“, en því hafi lítill gaumur verið gefinn og ekki tekið upp eft- ir þeim. Sigurður Þorsteinsson bjó þá að Helli og mun hann daglega hafa átt sam- skipti við brúarsmiðina. Þá eru skráðar frásagnir um stangaveiði í Soginu neðan fossa þegar komið er fram yfir aldamótin, m.a. er til sögn um að Kristján konungur X. hafi dregið lax við Sogsbrúna hjá Al- viðru í byrjun júlí 1921. Hann á að hafa stansað þar örlitla stund, rennt og dregið einn (sbr. Daníel Daníelsson: 1937, 261).* I Stóru-Laxá hefur stöngin komið þeg- ar Gestur á Hæli tók að laða að veiðigesti. Það mun líklega hafa verið árið 1913 eða 1914 og voru þá oft kunnir menn að veið- um þar eins og Magnús Sigurðsson banka- stjóri og Magnús Arnbjarnarson á Sel- fossi. Einar Benediktsson skáld var þar einnig gestur hans og segir sagan að það hafi kannski öllu fremur verið Gestur sjálfur sem laðaði skáldið að heldur en laxinn (sbr. Guðmundur Daníelsson: 1970, 274-275). Bent skal þó á, að erlendir ferðamenn hafa rennt fyrir fisk í Stóru-Laxá löngu fyrr. Til dæmis er til frásögn frá árinu 1863 er Englendingarnir Sir Charles H. J. Anderson og Frank sonur hans voru þar á *Ekki þykir mér alveg ljóst hvaða dag þetta var. Af endurminn- ingum Daníels virðist mega ráða að þetta eigi að hafa gerst þann 3. júlí, en skv. öðrum heimildum var konungur þá kominn til Reykjavíkur. Hugsanlega skakkar þarna degi í frásögn. 1 Fluguhjol sem sóst er eftir Fæst í næstu sportvöruverslun Einkaumboð I. Guðmundsson & co hf. i Símar: 24020/11999 8 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.