Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 33

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Page 33
Jón Kristjánsson Um nýlegan inn- f lutning á laxa- hrognum frá Noregi Áður en fjallað er um titil þessa erindis, er nauðsynlegt að hafa nokkurn inngang eða formála svo menn viti hvað felst í flutningi físks af manna völdum frá einu umhverfí í annað. Stofnhugtakið Frá grárri forneskju hafa menn tekic eftir því að laxastofnar ánna eru mismun- andi. Nokkur hundruð ár eru síðan mem vissu að margir stofnar komu í samfloti ini fjörðinn, skildu og hver fór til síns heima Á vorum dögum tala menn enn um sér- staka stofna, og hver kannast ekki við setn- ingar eins og: „Það er búið að dreifa þess- um Elliðaárstofni um allt“, þegar þeim fínnst vera mikið af smálaxi í ánni sinni. Eg hef engan hitt sem efast um að til séu sérstakir stofnar í ánum, enda hafa nútíma vísindi fært sönnur á tilvist þeirra. Veiðimenn efast ekki um þetta flestir hverjir, en sömu mennirnir hafa verið og eru enn, með dyggum stuðningi fiskeldis- manna, að rífa niður skipulag náttúrunnar í algjöru athugunar- og andvaraleysi. I samningum stangveiðifélaga og áreigenda má enn finna ákvæði um s.k. ræktun, þ.e. sleppingu seiða af ótilteknum uppruna, og þess eru dæmi að samið sé um að hluti leig- ugjalds sé greiddur með seiðum. Rannsóknir hafa staðfest að sérstakir stofnar eru staðreynd og að á þeim er erfða- Jón Kristjánsson lauk prófi í vatnalíffrceði við háskólann íOslóárið 1971. Hann hefur starfað á Veiðimálastofnunni síðan 1972. Hann hefur skrifað margar greinar um lax og silung t blöð og tímarit, m.a. í Veiði- manninn. Meðfylgjandi grein er byggð á erindi, sem Jón flutti 31. janúar s.l. á fundi, sem haldinn var á vegum L.S. og sagt er frá hér í blaðinu. VEIÐIMAÐURINN 29

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.