Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 56

Veiðimaðurinn - 01.04.1987, Side 56
son, Lýður Jónsson, Ragnar Georgsson og Steinar Petersen. Fleiri félagsmenn lögðu fram drjúga vinnu eins og oft áður. Verk- efnin voru fyrst og fremst hin venju- bundnu, bæði utan húss og innan, sem lúta að viðhaldi og undirbúningi að vori og að frágangi ýmiss konar að loknum veiði- tíma. Veiðiréttareigendur sáu sjálfir um laxastigann við Glanna og um viðgerð á stiganum í Laxfossi. Síðast en ekki síst ber að geta nýrrar vatnslagnar alla leið frá Litla-Skarði og heim að veiðihúsum. Sjá einnig skýrslu um veiðina í 122. tbl. Veiðimannsins. Gljúfurá: Arnefndin var skipuð Guð- mundi Guðmundssyni, formanni, Guð- jóni Sverri Sigurðssyni og Sigurði Þor- grímssyni. I júní var sleppt 1800 göngu- seiðum í ána og 4500 sumaröldum í ágúst. 279 laxar veiddust yfír sumarið eða um helmingi meir en árið á undan, 149 hrygn- ur og 130 hængar. Stærsta laxinn veiddi Olafur Olafsson. Var það 14 punda hæng- ur. Hann veiddist í Fossinum. Sjá og skýrslu um veiðina hér í blaðinu. Langá: Félagið hafði á leigu neðsta veiðisvæði árinnar frá Sjávarfossi að efri landamörkum Ánabrekku að sunnan en Langárfossi að vestan, frá 8. ágúst til 11. september. Veiðin var góð í Langá í sumar. Miðá: I árnefnd fyrir Miðá og Tunguá í Dölum eru Gottfreð Árnason, formaður, og Þórhallur Jónsson. Þetta var annað sumarið, sem S VFR hafði þessar ár á leigu. Þokkalegt veiðihús er í landi Kvenna- brekku. Veitt er á þrjár stangir, sem seldar eru saman, enda hentar húsið best fyrir samstæða hópa. Dagana 7. og 8. júní kom árnefnd vestur í Dali til þess að útbúa sleppiþró, sem hún kom fyrir í Skarða- fljóti. Guðmundur Bang, Finnbjörn Hjartarson, Runólfur Runólfsson og Frið- rik D. Stefánsson komu síðan með 2000 gönguseiði norðan af Drangsnesi, sem ár- nefnd kom fyrir í þrónni, en þar voru þau í eldi til 20. júní, er gönguseiðunum var sleppt. Hinn 22. júní kom Guðmundur Bang með 10.000 sumaralin seiði, sem ár- nefnd ásamt bændum dreifði á ólaxgeng svæði í Austurá, Reykjadalsá og Tunguá. Við upphaf veiðitímans, 20 júní, var mjög gott vatn í ánum, en enginn fiskur var þá genginn. Fyrsti laxinn fékkst 11. júlí. Reytingsveiði var í júlí og ágústbyrjun. BeHdw Trilene iún lætur ekki undan ine er níðsterk þungavigtarlína frá Berkley. í næstu sportvöruverslun LinKaumDo ð I. Guðmundsson & co hf. símar 24020/11999 52 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.