Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2022, Page 13

Læknablaðið - 01.07.2022, Page 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 333 R A N N S Ó K N eingöngu og náði hámarki í 70-79 ára aldurshópnum, eða 24,8%. Hlutfall hjáveituhópsins var hins vegar hæst í aldurshópnum 60- 69 ára, eða 16,6%, en 72,6% af öllum hjáveituaðgerðum voru fram- kvæmdar á sjúklingum á aldursbilinu 60-79 ára. Aldursdreifingin var ólík á meðferðarhópunum þremur (p<0,001) þar sem víkkun- arhópurinn var á breiðasta aldursbilinu en hjáveituhópurinn á því þrengsta (mynd 2B). Ekki reyndist marktækur munur á líkamsþyngdarstuðli, sögu um háþrýsting eða hlutfalli sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi í meðferðarhópunum þremur (tafla I). Alls voru 52 sjúklingar í rannsóknarhópnum í hjartabilunarlosti við þræðingu og voru 44 (84,6%) af þeim meðhöndlaðir með kransæðavíkkun. Lyfjameð- ferðarhópurinn hafði oftar fyrri sögu um hjartadrep (34,2% á móti 23,7% í víkkunarhópi og 17,9% í hjáveituhópi, p<0,001) og fyrri sögu um hjáveituaðgerð (36,9% á móti 14,6% í víkkunarhópnum). Hjá þeim sem voru með annars konar frábendingu fyrir hjáveitu- aðgerð var hlutfallið hæst í víkkunarhópnum, eða 4,6% borið ekki notuð í rannsókninni til að halda sem mestum tölfræðilegum styrk í samanburði hópa. Af 1905 tilfellum voru 415 (21,8%) konur og 1490 (78,2%) karlar og fóru 1230 (64,6%) þeirra í kransæðavíkk- un, 274 (14,4%) í kransæðahjáveituaðgerð en 401 (21,0%) fékk einungis lyfjameðferð. Af þeim sjúklingum sem fóru í víkkun voru 236 (19,2%) með frábendingu fyrir hjáveituaðgerð en 154 (38,4%) af lyfjameðferðarhópnum. Frábending fyrir hjáveituaðgerð var í flestum tilfellum vegna fyrri sögu um opna hjartaaðgerð, en hluti sjúklinga hafði þó annars konar frábendingu fyrir aðgerðinni samkvæmt mati hjartateymis. Í töflu I sést samanburður á bakgrunnsþáttum meðferð- arhópanna þriggja. Meðalaldur var 67 ± 10 ár, hæstur í lyfjameð- ferðarhópnum en lægstur í víkkunarhópnum (p<0,001). Flestir í rannsóknarhópnum voru á aldursbilinu 60-69 ára, eða 643 (33,8%) sjúklingar, en aldurshópurinn 70-79 ára var einnig fjölmennur með 617 (32,4%) sjúklinga (mynd 2A). Meðferðarval breyttist með aldri. Með hækkandi aldri fjölgaði þeim sem fengu lyfjameðferð 0 100 200 300 400 500 600 0−39 40−49 50−59 60−69 70−79 80−89 90−99 Aldur í árum Fj öl di Meðferð PCI CABG Lyfjameðferð A 0.00 0.01 0.02 0.03 0.04 30 40 50 60 70 80 90 Aldur í árum Þé ttn i Meðferð PCI CABG Lyfjameðferð B Mynd 2. Aldur sjúklinga með kransæðasjúkdóm og sykursýki eftir því hvaða meðferð var beitt. A: stöplarit sýnir fjölda tilfella eftir aldursflokkum. B: þéttnigraf sýnir aldursdreifingu þar sem heildarflatarmálið undir ferli hvers með- ferðarkostar er 1. PCI=percutaneous coronary intervention (kransæðavíkkun). CABG=coronary artery bypass grafting (kransæðahjáveituaðgerð). 75.8 2.1 22.1 73.6 7.9 18.5 46.3 29.9 23.8 55 20 25 47.1 32.4 20.6 40 43.3 16.7 44.1 40.7 15.3 0% 25% 50% 75% 100% 1 æ ð 2 æ ða r 3 æ ða r HS HS + 1 æ ð HS + 2 æ ða r HS + 3 æ ða r Dreifing sjúkdóms H lu tfa ll Meðferð PCI CABG Lyfjameðferð Mynd 3. Skipting sjúklinga með kransæðasjúkdóm og sykursýki eftir dreifingu kransæðasjúkdóms og meðferðarvali. Gildi á y-ás eru hlutfall. HS=höfuðstofn. PCI=percutaneous coronary intervention (kransæðavíkkun). CABG=coronary artery bypass grafting (kransæðahjáveituaðgerð)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.