Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2022, Page 36

Læknablaðið - 01.07.2022, Page 36
356 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Erfitt að manna Læknavaktina vegna álags á heilsugæslulækna Læknavaktin er í bullandi krísu vegna mönnunarvanda. Þetta segir stjórn- arformaður hennar. Hann óttast þó ekki að ríkið taki þjónustuna yfir eins og það gerði með 1770 þjónustusímann. Framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi gagnrýnir breytta tilhögun símaráðgjafarinnar F R É T T I R „Við þurfum að lágmarki 80 manns til að vaktaálag á Læknavaktinni sé bæri- legt en höfum aðeins 46. Við fáum ekki lækna á vakt og höfum brúað bilið í COVID með því að fá sérnámslækna inn. Þeir hafa bjargað okkur,“ segir Gunn- laugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar og framkvæmdastjóri lækninga þar. Breytist ástandið ekki, fjari undan starfseminni. Hann lýsir ástæðu manneklunnar. „Álagið í heilsugæslunni er botnlaust. Læknar vinna langt fram á kvöld og kom- ast því ekki til okkar,“ segir Gunnlaugur, sem einnig er læknir og einn eigenda sjálfstætt starfandi Heilsugæslunnar Höfða. „Heilsugæslustöðvar eru gríðarlega undirmannaðar og það ástand mun versna. Ég hef því verulegar áhyggjur af Læknavaktinni en ekki að hún verði lögð niður af ríkinu heldur vegna mönnunar- vanda. Fólk er örþreytt og treystir sér ekki á þessar aukavaktir,“ segir Gunnlaugur, en ríkið tekur í haust yfir símaráðgjöfina 1770 sem vaktin hefur veitt og setur til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann er ósáttur við vinnubrögðin þar. „Við eigum erfitt með að skilja ákvörðunina og finnst ljótt hvernig staðið var að þessu. Aldrei var talað við okkur,“ segir Gunnlaugur. Málið sé ekki fjárhagslegt heldur óttist hann að sú mikla þekking sem safnast hefur innan Læknavaktarinnar með þjónustusímanum glatist. „Verkefnið hefur sífellt stækkað. Fyrir COVID svöruðum við 60-80 þúsund sím- tölum á ári. Í COVID-fárinu fóru símtölin í 300.000 á ári.“ Þau fjórfölduðu mann- aflann í svörun til að mæta þeim stormi. Hann hafi sérstakar áhyggjur af lands- byggðinni en þjónustan hafi dregið úr útköllum lækna á landsbyggðinni um 50% með símtölunum. Ekki hafi verið spurt um eðli símtalanna í þessum breytingum. „Nei, heldur aðeins um fjölda þeirra, en við teljum að það þurfi heilbrigðis- menntun til að svara um 80-90% af þess- um símtölum.“ Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi, segir að þau sjálfstætt starfandi hafi mörg áhyggj- ur af samráðsleysinu sem sýnt hafi verið í þessu ferli. „Einnig því að með þessu verður það í verkahring Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur 15 heilsugæslustöðvar í samkeppni við okkur, að þjónusta viðskiptavini okkar í gegnum síma.“ Hann segir að miðað við þessar vendingar væri eðlilegast að skipta Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins upp. „Annars vegar að hún sinni stoðþjónustu við allar heilsugæslustöðv- ar og þróun þeirra. Hins vegar að hún reki sínar stofur.“ Hann hafi einnig, eins og Gunnlaugur, áhyggjur af auknu álagi á landsbyggðar- lækna. Oddur bendir á að sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar komi afar vel út úr nýrri þjónustukönnun Maskínu fyrir Sjúkratryggingar Íslands. „Þær skipa 1., 2., 3. og 5. sæti af 19. Ég átta mig ekki á því af hverju við erum talin lakari kostur í að veita svona þjónustu.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbún- ing flutningsins ganga vel. „Allt ætti að verða klárt,“ segir hún. „Við erum með alla þessa þjónustu nú þegar. Við svörum um 500 símtölum og 300 í netspjalli á Upplýsingamiðstöðinni á dag og bætum nú næturvaktinni við. Þjónustan verður hraðbrautin inn í heilbrigðiskerfið og með þessum breytingum styrkjum við þá hug- mynd.“ Gunnlaugur Sigurjónsson segist ekki óttast að þjónusta Læknavaktarinnar verði færð til heilsugæslunnar eins og símaráðgjöf hennar. Hún færist til heilsugæslunnar þegar líður á haust. Mynd/gag Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Kirkjusandi Þórdís, Ragnar, Sólveig og Magdalena. Breyttar stjórnir aðildarfélaga Þórdís Þorkelsdóttir hefur tekið við stjórnartaumunum í Félagi almennra lækna, FAL, af Árna Johnsen. Ragnar Freyr Ingvarsson er nýr formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hann tekur við af Guðmundi Erni Guðmundssyni. Með manna- breytingunum breytist einnig stjórn LÍ: Sólveig Bjarnadóttir kemur ný inn fyrir FAL, Magdalena Ásgeirsdóttir fyrir FSL og svo Ragnar Freyr fyrir LR.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.