Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2022, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.07.2022, Qupperneq 42
362 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Ég get sagt að ég vinn styttri vinnudaga en ég gerði fyrir 10 árum síðan. Maður verður skilvirkari með árunum að mörgu leyti en ég nýti enn mörg kvöld og margar helgar,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur í lyflækningum og inn- kirtlafræðum við Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gautaborg og prófessor og aðstoðar- deildarstjóri lyflækningadeildar Háskól- ans í Gautaborg. Guðmundur sest niður eftir langan vinnudag og ræðir við Læknablaðið. Raf- rænt. Hann hefur með elju komið ár sinni vel fyrir borð. Vann sig upp af minni sjúkrahúsum á stærri og kveðst hafa notið sannmælis þrátt fyrir að vera ekki inn- fæddur. „Já, ég held það. Ég hef aldrei fundið annað,“ segir hann en bætir við: „Ég segi þó stundum að því lengra sem þú kemst upp fjallstindinn þeim mun harðara blæs.“ Hann brosir, er hógvær um leið og hann lýsir því hvernig það geti þó verið gott að þekkja mann og annan á leiðinni upp metorðastigann. „En á sama tíma finnst mér að ég hafi alltaf fundið meira en minna fyrir því að vera alltaf tekinn fyrir það sem ég er. Horft er til þekkingarinnar sem maður býr yfir,“ segir hann. „Ég get ekki sagt að ég hafi fundið fyrir öðru.“ Guðmundur var lengi ritari og síðan forseti Fagráðs vaxtarhormónarann- sókna (Growth Hormone Research Soci- „Það er erfitt að hafa annað hobbí en læknastarfið og rannsóknarvinnuna sem því tengist,“ segir Guðmundur Jóhannsson innkirtlalæknir sem hefur síðustu áratugi fengið hvert stóra verkefnið á fætur öðru í Svíþjóð þar sem hann hefur starfað síðustu 35 ár ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Heppni og samstarf við hæfileikaríkt fólk litar starfsferilinn ety Council) og einn ritstjóra Evrópska innkirtlatímaritsins (European Journal of Endocrinology). Hann hefur setið í Europe- an rare network, ráði Evrópusambandsins, frá upphafi. Það miðar að því að veita fólki með sjaldgæfa innkirtlaröskun sömu þjónustu óháð búsetu. Svo hefur hann fylgt fjölda sérnámsnema eftir í dokt- orsnámi og er vísindamaður. Yfir 300 vísindagreinar hans hafa verið birtar í ritrýndum tímaritum. Heila- dingulssjúkdómar, vaxtarhormón og áhrif kortisóls eru efst á áhugasviðinu. Verkefn- in eru mörg. Hann átti ríkan þátt í þróun lyfsins Plenadren® sem hefur verið notað við kortisólskorti allt frá árinu 2011. Afrek sem bætir lífsgæði margra. Ávísar eigin lyfi „Afrek og afrek,“ segir hann góðlátlega og dregur úr þætti sínum. „Segja má að það sé heppni eða hæfileiki til að velja sér góða samstarfsaðila. Það er það sem gefur mest við að leysa vandamál og finna lausnir. Samvinna er svo mikilvæg og að vinna í hópi sem gefur og tekur. Það er skemmtilegast í starfi og skiptir þá ekki máli hvort maður er í rannsóknarvinnu, að stjórna eða á klíníkinni,“ segir hann. „Það er þó svolítið sérstakt að standa á bak við hugmynd sem lifir. Það er skemmtilegt. Ég var heppinn að hitta rétt hæfileikaríkt fólk á sínu sviði. Niðurstað- an var lyf sem virkar vel, er til um alla Evrópu og er notað til að hjálpa sjúkling- um – gerir gagn.“ Það sé sérstök tilfinning að hafa síðasta áratuginn getað skrifað út eigið lyf sem hann varði mörgum miss- erum í að vinna að. En getur hann lýst tilfinningunni? „Nei það er svolítið erfitt,“ segir hann. „Ætli það sé ekki neikvæður eiginleiki hjá mér að þegar ég er búinn með einn hlut tekur næsti við á einhvern hátt.“ Sænska lífið Annir í starfi Guðmundar eru miklar og hann viðurkennir að fjölskyldutíminn hafi stundum verið skorinn við nögl. „Já, það er erfitt þegar börnin eru lítil, en núna eru engin smábörn og því auðveldara að stela sér tíma hér og þar,“ segir Guðmundur sem á þrjú uppkomin börn; í Malmö, Amsterdam og á Íslandi. Lífið sé gott og hann giftur Titti Ölmstjerna sem á sín tvö. „Við höfum verið gift í nær 15 ár. Hún þjálfar hunda í hæsta klassa. Það er áhugamálið hennar og þýðir að maður þarf að vera mikið úti, fara í gönguferðir og verja mörgum klukkutímum í skógin- um.“ Þá sé gott að geta stokkið úr amstri miðborgar Gautaborgar í sveitina. „Við erum við með lítið hús suður af Gautaborg, fyrir utan Halmstad, sem við erum í þegar tími gefst til. Það er algjör andstæða við miðborgarheimilið þar sem

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.