Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 50

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 50
370 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Að vakna Ari Jóhannesson Lyflæknir ariari@simnet.is New Britain General Hospital, Connecticut, apríl 1978 Kl. 03.30 Það bregst ekki. Apríl er grimmastur mánaða, sagði frægt skáld fyrir löngu. Ég er ekki sammála – hvað mig varðar á apríl sér ellefu bræður og alla jafnósvífna. Fyrir hálftíma fleygði ég mér á fletið í litlu vakt- kompunni, dró gisið tjald fyrir atburði kvöldsins og stillti öndunarmiðstöðina í heilastofni á SVEFN, VINSAMLEGA ÓNÁÐIÐ EKKI! Samt geltir símboðinn núna. Eins og alltaf. Gjammið brýst inn í náðarstundina, ryður draumahólfið og rífur upp varnarlaus augnlokin. Í fyrstu nær rumskandi vitundin aðeins utan um lítið brot af veröldinni: myrkvað her- bergi, viftusuð, gamalkunna velgju – og Bruno Stankiewicz, pólskan innflytjanda á sextugsaldri sem vinnur í Stanley-verk- smiðjunni hér í borg. Dag hvern velta þar af færibandi þúsundir verkfæra: hamrar, hallamál, sagir, borar. Harkan skín af smíðatólunum frá Stanley og við fyrstu sýn er eins og sindrið úr stálinu hafi síast inn í andlit Stankiewicz með árunum. En hann var ekki beint stálsleginn þegar ég tók á móti honum í gærkvöldi og veiddi ævi hans upp úr gömlum sjúkraskrám og vitnisburði nágrannakonu sem vinnur á bráðamóttökunni. Alla virka daga kemur hann heim úr verksmiðjunni, afklæðist snjáðri yfirhöfn, heilsar konu sinni og fer rakleiðis að ís- skápnum að sækja sér dós af Miller-bjór. Hvissið þegar hann krækir í álflipann og opnar dósina boðar daglega helgiathöfn síðustu 30 ára: Miller time! Eins og í sjón- varpsauglýsingunni. Sex bjórum síðar dottar Bruno yfir hafnaboltaleik í sjón- varpinu, oftast sjöunda leikhluta. Hann nær aldrei þeim níunda og síðasta. Þar til í gærkvöldi. Þegar kaldsveitt ógleðin lagði af stað upp meltingarveginn var staðan jöfn og þegar blóðgusan kom var Reggie Jackson að tryggja New York Yankees sigurinn gegn Los Angeles Dodgers með höggi sem sendi boltann lengst upp í stúku og aðdáendur hans í sjöunda himin. Bráðamóttaka, kvöldið áður, kl. 23.10 Þegar ég spyr herra Stankiewicz út í áfengi, kveðst hann stöku sinnum bragða það. Hann fái sér eitt til tvö skot á kránni með félögum sínum við sérstök tækifæri. Sem bjóðist reyndar alltof sjaldan. Þegar hér er komið sögu í framhaldsnámi mínu veit ég að margir í hinum vinnandi stétt- um vestanhafs líta ekki á bjór sem áfengi. Ég þynni því spurninguna niður í 4% og fæ grun minn staðfestan. Stankiewicz gefst þó lítið tóm til að endurskoða skakka heimsmynd sína því hinn nýi sannleikur er rétt farinn að gára yfirborðið á pólska jafnaðargeðinu þegar hann kastar aftur upp blóði, rétt áður en meltingarlækn- irinn kemur í hús. Sá hefst þegar handa og skömmu síðar blasir sjúkdómsgrein- ingin við. Æðagúll neðst í vélinda hefur rofnað og úr honum vætlar blóð. Ég rifja í huganum upp glósurnar úr læknanáminu: Aukinn þrýstingur í „portabláæð” af völd- um skorpulifrar veldur æðagúlum í vélinda og/eða maga. Blæðing af völdum þeirra er algeng dánarorsök í þessum sjúklingahópi. Sjúkdómshorfur eru slæmar en skána um- talsvert ef viðkomandi hættir að drekka. Ég virði herra Stankiewicz fyrir mér. Þunna húðina með marblettum á víð og dreif. Framsettan kvið, fullan af vökva. Kringum þrútinn nafla hlykkjast þandar bláæðar. Caput Medusa. Höfuð Medúsu. Ófreskjunnar í grískri goðafræði sem engum eirir. Í stað hárs á höfði hennar vaxa iðandi eiturslöngur og þeim sem horfist í augu við hana breytir hún í stein. Grísk klassík í hálfpólskum verksmiðju- bæ í Ameríku. En ég lít ekki undan. Nú býst sérfræðingurinn til þess að sprauta alkóhóli inn í æðagúlinn og freista þess þannig að stöðva blæðinguna. Kaldhæðið, ekki satt, segir Dr. Tom Devers, meltingar- læknir með írskt blóð í æðum og áhuga- maður um kráarrölt með námslæknum að loknum vinnudegi. Skömmu síðar hefur blæðingin stöðvast og þriðji blóðpokinn er að tæmast. Áður en Dr. Devers yfirgef- Stjórn Öldungadeildar Óttar Guðmundsson formaður Helga M. Ögmundsdóttir ritari Sigurður Guðmundsson gjaldkeri Friðrik Yngvarsson Gísli Einarsson Öldungaráð Guðmundur Viggósson Jóhannes M. Gunnarsson Kristófer Þorleifsson Margrét Georgsdóttir Reynir Þorsteinsson Ritstjóri vefsíðu og síðu Öldungadeildar í Læknablaðinu: Helga M. Ögmundsdóttir Magnús Jóhannsson Ö L D U N G A D E I L D I N

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.