Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 52

Læknablaðið - 01.07.2022, Síða 52
372 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Ö L D U N G A D E I L D I N Ferðasaga öldunga úr Borgarfirði Að morgni föstudagsins 3. júní lögðu 39 glaðir öldungar upp í ferð um efri byggðir Borgarfjarðar undir leiðsögn Óttars Guð- mundssonar, frænda Snorra Sturlusonar, og Helgu M. Ögmundsdóttur, sem lagði til fróðleiksmola um jarðfræði. Fyrsti áfangastaður var Hernámssetr- ið í Hvalfirði. Húsráðandinn, Gauji litli, tók á móti okkur, settist á svið og sagði sögur. Hann hefur safnað ótrúlegum fjölda muna sem hann hefur sett upp eftir þjóðernum. Landhelgisgæslan, fjar- skipti og börn fá sitt pláss. Hér má sjá ferðapassa sem fólk var skyldugt að hafa á sér og veggspjöld Íslenskra fasista. Svo var ástandið – stúlkurnar sáu myndar- lega, kurteisa menn sem burstuðu í sér tennurnar – og hvað voru óuppteknir silkisokkar að gera í kistli ömmu hans? Hvernig finnur maðurinn eitthvað í öllu þessu kraðaki? Þá lá leiðin upp Dragann og sögð saga erfingjans sem ekki vildi láta jarða sig í vígðri mold. Allsherjargoðinn og skáldsystkinin fengu sína frásögn og þá var komið að jarðfræðinni þar sem sagan telst í milljónum ára. Við Skorradalsvatn voru sagðar sumarbústaðasögur. Í Reykholti skoðuðum við kirkjuna sem var byggð utan um orgelið og Sólarljóðin í gluggum vekja sígilda íhugun. Settumst í Snorrastofu og veltum fyrir okkur hvernig Snorri leit út: eins og listamaðurinn sem málaði hann eða Fridtjof Nansen? Sigrún Þormar leiddi ferðahópinn í heim Snorra í Reykholti þar sem ægði saman frillum og börnum og ódauðlegum bókmenntum. Þá var komið að fyrsta hádegismat, en góðar sameiginlegar máltíðir með líflegum samræðum í góðum félagsskap einkenndu ferðina alla. Eftir stuttan stans við Hraunfossa (í ft.) Barnafoss (í et.) með tilheyrandi jarðfræðilegum og sögulegum skýringum um aumingja börnin frá Hraunsási var komið í náttstað á Húsafelli. Þar nutum við Giljabaðanna með bjór og snafs fyrir kvöldmat. Helga M. Ögmundsdóttir og Óttar Guðmundsson Laugardagur var bjartur og fagur, áheit á heilagan Þorlák brugðust ekki. Ekið var um Hvítársíðuna og komið fyrst að Gilsbakka. Þar er fremur óvenjulegt myndefni altaristöflunnar, Kristur breytir vatni í vín. Staðnæmst var við leiði Jóns Helgasonar og Áfangar rifjaðir upp. Við sungum um pabbastúf og mömmuljúf í minningu Guðmundar Böðvarssonar og konu hans. Á Háafelli var geitum klapp- að alúðlega og hádegisverður í Kraumu var úr jurtaríkinu. Tókum dálítinn krók að Bæ í minningu Stulla frænda. Stuttur stans við Hvítárbrú í minningu Órækju sem var svikinn af Gissuri og Kolbeini þrátt fyrir svardaga við flís úr krossi Krists. Óttar grét beisklega örlög frænda síns en Pétur Pétursson hló. Jarð- fræðipistillinn var samtímaheimild frá 10. öld, Hallmundarkviða. Grár jötunn skek- ur jörðina, björg springa, strókar standa úr þremur gígum og hraun rennur – er kannski heimsendir í nánd? Menn farast og fólk stynur en getur notið þess að lauga sig í volgu vatni. Svo ræður Þór bug á jötninum gráhærða og sendir eldinn aftur ofan í jörðina. Hallmundur kveður en fer fram á að menn læri kvæðið. Fjalla- sýn var fullkomin, allir jöklar hálendisins glenntu sig. Í Víðgelmi voru endalausir gangar – gengum þó ekki nema hálfa lengd – og kynjabirta. Á sunnudagsmorgni hélt rigningin sig enn til hlés og við gengum með Tótu um Húsafell og listaverk Páls. Jóhanna söng sálm eftir föður Óttars. Kaldidalur var lokaður (skipuleggjendur einum of bjartsýnir) en Lundarreykjadalur og Uxahryggir sviku ekki. Snæddum nesti frá hótel Húsafelli við mikla fjallasýn. Pétur P. fór með rímuð heilsuheilræði og lyfjaleiðarvísa og orðaskylmingar við Hjálmar. Síðasti jarðfræðipistillinn var með orðum þjóðskáldsins um fjall- ið Skjaldbreið. Ekki fór að rigna fyrir alvöru fyrr en næstum var komið að Þingvöllum. Í lok ferðar voru allir glaðir og þakklátir, ekki síst Ámunda bílstjóra sem skilaði okkur í Hlíðasmárann um kaffileytið. Hópurinn sæll og glaður við kirkjuna á Húsafelli sem Halldór H. Jónsson arkitekt teiknaði eftir hugmynd Ásgríms Jónssonar listmálara. Úr penna Halldórs komu líka til dæmis Hótel Saga, Háteigskirkja og Domus Medica. Mynd/ Jóhanna V. Þórhallsdóttir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.