Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 31

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 31
BRESKI PÖBBINN The George Inn. Nú þegar íslendingar ætla að fara að flytja inn bjórmenninguna, verður fólki óneitanlega litið til heimalands pöbbanna, Bretlands. Athyglisvert er að skoða hvers vegna „pöbbinn“ gegnir svo sterku hlutverki í bresku þjóðfélagi. Almenningshúsin „pöbbarnir" urðu fyrst algengir um aldamótin átján hundruð. Mun eldri eru kráin (tavem) og áfangahúsið (inn). Áfangahúsin voru sitt lítið af hverju: gistihús, veitingahús og krá. Athyglisvert dæmi um þess háttar áfangahús er „The George Inn“ sem stendur við götu þá er lá yfir Lundúnabrú, en um hana var áður aðaltenging Suður-Englands við London. Núverandi bygging var reist árið 1677 á sama stað og eldri „inn“ stóð áður og gegndi miklu hlutverki sem viðkomustaður fjölda fólks um langt skeið. Upp úr síðustu aldamótum gekk enn stór hluti Lundúnabúa til og frá vinnu, oft marga kílómetra á dag. Þegar götuljós strætanna byrjuðu að lýsa í ljósaskiptunum, lýstu „pöbbamir“ enn skærar. Óteljandi fjöldi glerjaðra hurða sviptist upp til að gefa til kynna hitann og ljómann inni fyrir. Ljóminn var svo sannarlega mikill hluti af aðdráttarafli „pöbbsins". í þeim hundruðum nýrra eða nýuppgerðra „pöbba“, sem byggðir voru á milli 1890 og 1900, gáfu glampandi tréverks-barir og barbúnaður, litrfkt múrverk, stórir skreyttir gluggar með sandblásnu eða lituðu gleri, og einnig speglar með sandblásnu munstri, þennan ljóma. Stórir amar með mikilfenglegri mahogny-umgjörð voru algengir og margir „pöbbar“ höfðu líka billiardherbergi á efri hæðum. Þessi mahogny-búnaður var næstum alltaf gerður í ofhlöðnum, klassískum Viktorískum stíl, með margvíslegum smáatriðum. Um síðustu aldamót urðu þó kaflaskil í sögu enskra „pöbba“. í London og í öðrum breskum borgum risu upp félagasamtök sem beittu sér fyrir „endurbótum pöbbanna“. Þessi hópur einblíndi á að breyta „pöbbinum" frá því að vera einungis drykkjubar í vel uppfærðan „klúbb“. Lagt var til að þama væri hægt að fá mat, vín og létta drykki. Einnig var mælt með nærveru eiginkvenna með eiginmönnum sínum. „Pöbbinn“ þróaðist þannig í það að verða nokkrir ólfkir staðir í senn undir sama þaki: almenningspöbb, vínbar, setustofa o.fl. og átti þannig að þjóna hinum mismunandi þjóðfélagshópum. Gamla hugmyndin um „pöbba“ var hins vegar að vera allt fyrir alla, en það reyndist erfitt. í þessari viðleitni til að fullnægja öllum markaðshópum hafa sumir „pöbbar" reynt að samræma of margar ólíkar hugmyndir. Aðrir reyna að vera mjög sérhæfðir. Ein leiðin til að leysa vandamálið um misjafnan smekk fólks er að aðgreina barinn og vínveitingahúsið með því að hafa tvær gjörsamlega ólíkar innréttingar í sama húsi, en aðskildar. Einn mikilvægasti þáttur í hönnun „pöbba“ er að ná réttum hughrifum. Það þýðir að „andrúmsloftið“ verður að vera rétt, þar sem cocktail- barinn lofar æsingi og munaði, en setustofan friðsæld. Á meðan í reykherberginu eða vínbamum er að finna margbreytileika og afslappað „andrúmsloft", þá er almenningsbarinn óviss og jarðbundinn. I grundvallaratriðum viljaviðskiptavinir„pöbba“kunnuglegtumhverfi, þar sem þeim finnst þeir velkomnir og líður vel. Ef skoðaðir eru vinsælir „pöbbar“ með hinu hefðbundna sniði, þá eru þeir venjulega með lágu lofti, eða gefa þá tilfinningu. Niðurröðun sæta skiptir miklu máli. Margir „pöbbar“ hafa of mörg sæti, á meðan viðskiptavinir annarra staða eru ánægðir með að standa umhverfis barinn í einni kös. En þá er það vandamál hvar á að leggja frá sér glösin, þvíekki vilja allir halda á bjórglösum eins og sígarettu. Berir fletir eru taldir hafa þau áhrif á fólk að því finnist það vera vanrækt, óvarið og viðkvæmt. Kaldir fletirmeð ljósum litum eru lfka taldirhafa ónotaleg áhrif á viðskiptavininn, þannig að honum finnst hann vera vamarlaus og vill því bara fara út. Hlýir fletir, þar sem em hlutir eins og gluggar, skápar, hillur, búnaður ýmiss konar, og myndir og speglar, hjálpa hins vegar til að gefa notalegt yfirbragð. Á þægilegustu börunum erdagsbirtan næstum alltaf hulin, annaðhvort af aðliggjandi húsum eða með gluggatjöldum, hlerum eða öðru. Lýsing er mikilvæg, en ekki einungis rétta magnið, heldur einnig fjölbreytni og dreifing. Hönnun „pöbba“ snýst þó í raun um sambönd fólks, skammvinn eða langæ, hvort heldur um er að ræða eindrykkjumanninn, hjónin, félagana eða hópa. Þrátt fyrir að hönnuðurinn geti haft áhrif á það hvers konar fólk sækir staðinn, með því andrúmslofti sem hann býr til með hönnun sinni, þá velur hann ekki eigandann (landlordinn). Því hefur hann enga stjóm á tveim mikilvægustu þáttunum í velgengni „pöbbsins“, því þýðingarmikla sambandi eigandans og viðskiptavinar hans, og að sjálfsögðu bjómum. I Englandi er því þannig háttað að stóru bruggfyrirtækin eiga nú orðið flesta „pöbbana". Þau fá svo aftur fólk sem hefur áfengissöluleyfi til þess að reka „pöbbana". Fólk þetta borgar leigu til bruggfyrirtækjanna, en rekur „pöbbinn" á eigin vegum. Bjórfyrirtækin eru samt farin að hafa mjög mikil áhrif á innréttingar á sínum „pöbbum“ og er hér um meiri áhrif að ræða en endumýjun á litavali og nýja gerð klósettpappírs á karlaklósettið. Ístaðhá-Viktorískastílsins erfariðaðlítatilnýrritíma. Hlutaþessara breytingaeða„andlitslyftingar“ márekjabeinttil kvenna. Konursem koma inn á „pöbbinn" og konur sem fá sér nokkrar könnur af bjór eftir verslunarferðir hafa haft meiriháttar áhrif á hagnað húsanna. Enginn yrði hissa á að heyra að um 80% karla í Bretlandi fari á „pöbbinn" reglulega, en þeim gæti brugðið að heyra að um 60% kvenna gera nú slíkthiðsama. Konurhafanúmjögmikiláhrifávalstaða- gróflýsing og hörð sæti hafa næstum horfið fyrirþægilegum bólstruðum sætum, nettum lampaskermum og blómaskreyttu veggfóðri. Hefðin um lokun áfengissölu yfirmiðdegið hefur verið á undanhaldi,»» 29 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.