Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 65

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1989, Page 65
í aðalskipulaginu er og gefin upp æskileg reitanýting fyrir eftirtalin svæði í gamla bænum; miðbæjarsvæði (Laugavegssvæði) 1,3 til 2, jaðarsvæði miðbæjar 0,9 til 1,5 (Skólavörðustígur o.fl. svæði) og (búðareitir áendurbótasvæðum 0,7 til 1,3. í nýskipulögðum svæðum eins og Kvos og Skúlagötu er nýting ákveðin í deiliskipulagi. íbúðasvæðin í suðurhluta gamla bæjarins teljast „fastmótuð”. Dæmi um reita - og lóðanýtingu. aðalskipulagsins tekin til endurskoðunar. { aðalskipulaginu segir svo um íbúða- og athafnahverfi: Ibúðahverfi: „I langflestum íbúðareitum íborginnierbyggðorðin nokkuð fastmótuð. Þar er einungis að vænta minni háttar breytinga, svo sem byggingar bílskúra, garðstofa og þess háttar, enda verður að teljast óæskilegt að breyta mikið yfirbragði fullbyggðra hverfa. Reitanýting í íbúðahverfum ermismunandi eftirhúsagerðum. Eðlilegt er að miða við eftirfarandi nýtingu í nýjum íbúðahverfum: * einbýlishús 0,20-0,35 * raðhús 0,35-0,60 * sambýlishús (2 til 5 íbúðir) 0,50-0,80 * fjölbýlishús (6 til 10 íbúðir) 0,60-0,90 * háhýsi 0,80-2,00" Athafnahverfi: „í flestum athafnahverfum má búast við umtalsverðri aukn-ingu á byggingamagni á skipulagstímabilinu, því að fá athafnasvæði í borginni geta talist fullmótuð. Á Ártúnshöfða og í Borgarmýri er til dæmis enn mikið af óbyggðum og vannýttum lóðum. í athafnahverfum miðsvæðis í borginni verður án efa víða byggt upp að hámarksnýtingu á skipulagstímabilinu. Einnig má gera ráð fyrir talsverðum byggingaframkvæmdum á hafnarsvæðum. Reitanýting í athafnahverfum ræðst af þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Nálægð við miðborgina og helstu stofnbrautir hefur áhrif til hærri nýtingar.” (Tafla 4). Tafla 4 Æskileg hámarksnýting á athafnasvæðum. * Vörugeymslu- og hafnarsvæði (opin athafnasvæði) Dæmi: Vesturhluti Ártúnshöfða og Sundahöfn. 0,2-0,4 * Iðnaðarhverfi í útjaðri byggðar * Blönduð athafnahverfi í útjaðri 0,3-0,5 byggðar Dæmi: Borgarmýri. 0.4-0.7 * Blönduð athafnahverfi miðsvæðis Dæmi: Ármúlahverfi. 0,7-1,1 * Athafnahverfi í jaðri miðbæjar Dæmi: Rauðarárholt. 1,1-1,5 * Miðhverfi Dæmi: Kringlan og Mjóddin. 13-2,0 * Miðbær Dæmi: Kvos og Laugavegur að Hlemmi. 1,5-3,0 Ekki þótti ráðlegt að grafa upp reitanýtingu á einstökum hlutum framtíðarbyggðasvæða en í íbúðahverfum er miðað við þéttleikastuðulinn 14-16 íbúðir á ha eins og áður segir. Varast ber að ofnota leiðsögn reitanýtingar fyrir einstakar lóðir, þannig getur t.d. verið eðlilegt að byggja hærra á homlóðum og fyllæ upp í skörð í götumynd. Til fróðleiks má geta þess hér að samkvæmt dönskum skipulagslögum eru sveitarfélög sjálfráð um nýtingu ef hún fer ekki upp fyrir 1.1. á afmörkuðu svæði, þá þarf að koma til sérstök heimild ráðherra. Lokaorð. Byggð á höfuðborgarsvæðinu þenst út með ógnarhraða. Framtíðarbyggðasvæði Reykjavíkur, sem áætlað var að nýttust til ársins 2004, verða fullbyggð upp úr miðjum næsta áratug, ef uppbyggingarhraðinn verður svipaður og seinustu fimm árin og þéttleiki byggðar verður ekki meiri en í Grafarvogshverfunum. Þetta er eitt besta byggingarland sem eftir er innan borgarmarkanna. Það er löngu tímabært að gera fleiri tilraunir með byggðaform og húsagerðir í úthverfum og reyna að fá fram betri nýtingu á landi án þess þó að það komi niður á gæðum byggðarinnar. Sem dæmi má nefna: Smáíbúðabyggð (þétta lágbyggð) svipað og lýst var í dönsku tilrauninni hér að framan. Garðhús (atriumhus) eins og eru vestast í Arbæjarhverfi gætu orðið hluti af þeirri tilraun. Sambýlishús með 2 til 4 íbúðum á um 700 til 900 m2 lóðum hafa ekki verið byggð f um tvo áratugi, þrátt fyrir að góðar „hæðir” seljist vel á fasteignamarkaði. Tiltölulega lítil fjölbreytni í hönnun 2 til 3 hæða fjölbýlishúsa hefur komið fram seinustu árin. Parhús og raðhús eru og alltaf vinsæl. Reyndar er nú á Borgarskipulagi verið að undirbúa tilraunir með nokkra hverfahluta á framtíðarbyggðasvæðum Reykjavíkur á Borgarholti. Nú á fyrrihluta árs 1989 fer fram hugmyndasamkeppni um skipulag áGeldinganesi. Það væri upplagtfyrirþátttakenduraðnotatækifærið og gera tilraunir með mismunandi þéttleika byggðar á nesi.nu. Varðandi nýtingarmálin þarf að finna lausn á tveimur atriðum, þ.e. að bflastæðakjallarar teljist alls ekki með í heildarbyggingamagni til nýtingar, eða jafnvel að flatarmál bílastæðakjallara leiði til aukins byggingamagns, þ.e. hærri nýtingar. Annars sjá byggingaraðilar engan ávinning af því að koma bílunum af lóðunum. Það hefur sýnt sig að á athafnalóðum með nýtingu 0.7 eða hærri fer öll lóðin undir bílastæði og ekkert rými er fyrir gróður eða athafnarými. Hitt atriðið varðar gleryfirbyggingar sem geta skapað skemmtilegt 63 ARKITEKTUR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.