AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 63

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1996, Page 63
LANDSSKIPULAG Tæki til mótunar hugmynda um framtíðar- og byggðastefnu Iþessari grein ætlar undirritaöur aö rekja nokkur helstu skref I 22 ára starfi sínu viö þróun hug- mynda um landsskipulag sem gæfi samþætt- aöa heildarsýn af því hvernig væri best búiö í landinu. Á þessu tímabili hefur hann reynt með reglu- bundnum hætti að koma hugmyndum og gögnum á framfæri um framþróun þessarar vinnu, t.d. í blaða- greinum, í viötölum, á ráðstefnum, sem og í fjórum bókum. ( þessari grein er mikið stuðst viö myndir þaðan og er þar af nógu aö taka þvl í bókunum hafa birst um 800 myndir alls. Er því hérna aðeins um yfirlit um nokkur helstu atriðin að ræða. ÞÖRFIN FYRIR LANDSSKIPULAG Það sem ýtti fyrst við þeirri hugmynd hjá höfundinum að gera þyrfti landsskipulag, voru tveir atburðir: Vestmannaeyjagosið árið 1973 og Olíukrísan 1974. Fyrri atburðurinn minnti rækilega á þá þörf að kort- leggja öll helstu hættusvæði á íslandi, til að komast mætti frekar hjá hörmungum eins og urðu í gosinu. Seinni atburðurinn, Olíukrísan, benti síðan rækilega á að t.d. kynding húsa er mjög dýr þegar orkuverð hækkar — og þvl nærri óbúandi á hitaveitulausum svæðum. Af því væri mikilvægt I landsskipulagi, að marka jarðhitasvæði á kort og að reyna að beina framtíðarbyggð og starfsemi inn á slík svæði. FYRSTU SKREF í MÓTUN HUGMYNDA Þegar kom að því að leita að grunnkortum um hættu- svæði, auðlindasvæði o.s.frv., kom I Ijós að mjög fátt af þessu var til, enda engin Kortabók íslands til, — og er ekki enn. Þrátt fyrir þetta fór undirritaður að reyna að skilgreina hver væru byggilegustu svæðin, og þá um leið þau hættuminnstu. Einnig tók hann að velta framtíðar- vegakerfinu fyrir sér og sá að óhjákvæmilegt væri annað en að nýta stystu leiðirnar milli landshluta; — yfir hálendið! Fyrstu greinarnar, þar sem t.d. tillögur um hálendis- vegakerfið koma fram, — voru birtar 1977. Ollu þessar hugmyndir þá þegar nokkru fjaðrafoki, en margir sáu einnig gildi þeirra. Hugmyndin um hálendisvegakefi frá 1977. Ker fi þetta myndi leiða til mikilla vegalengdastyttinga og mótun nýrra, spennandi hring- leiða. Þessi kotlagning jarðhitasvæða sýnir bestu svæði fyrir búsetu og starfsemi, — sérstaklega ef oliukrísa kæmi að nýju. Reykjanes, Borgarfjörður, Skagafjörður og Þingeyja- og Árnessýslur er best. Samlagning þriggja hættuglæra: Gjóskufall, hraunflóð og jarðskjálftahætta. — Bendir t.d. á hættusvæði fyrir virkjanir 61 TRAUSTI VALSSON SKIPULAGSFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.