AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 23

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 23
Einbýlishús sem hægt er aö snúa á fjóra vegu. Höf. Björgvin R. Hjálmarsson. Allt frá upphafi voru geröar vinnuteikningar. Grunnmyndir og sniö voru gerö í mkv. 1:50, gluggateikningar í 1:20, þakbrúnarteikningar í 1:5 og stigateikningar í 1:20 (snúnir stigar í 1:10), svo nokkuð sé nefnt. Fljótlega var líka fariö aö gera innréttingateikningar og frágangsteikningar í 1:1. Frá upphafi fylgdu buröarþolsteikningar sem Mart- einn Björnsson geröi meöan hann var starfsmaður teiknistofunnar. Eftir aö hann hætti og fór til Sel- foss voru þessar teikningar aökeyptar. Síöan bæt- ast viö í kringum áramótin 58-59 hita-, vatns- og raflagnir - allt aökeyptar teikningar. Þar komu viö sögu m.a. Steinn Steinsen, Páll Flannesson, Agn- ar Zoéga, Ólafur Tómasson og Eggert Steinsen. Þaö var síðan með auknum starfskröftum 1965 aö fariö var aö gera burðarþols- og lagnateikningar inni á stofunni, en þó aldrei rafmagnsteikningar. Þær voru alla tíö aðkeyptar. Þannig varö'til lítiö safn teikninga sem byggöist smám saman upp. Seinna fengu þeir sem teikn- uöu „týpuhús" ákveöin verkefni sem þeir leystu hver fyrir sig. Mjög snemma var líka fariö aö gera kostnaöaráætlanir og búa til lista eða „pöntunar- skrá“ fyrir hvert hús, þ.e. nákvæman lista yfir allt efni sem þurfti í húsiö. Meö þennan lista gátu menn svo farið í næstu verslun og keypt allt efni sem þurfti í húsiö. FYRSTI FRAMKVÆMDARSTJÓRINN Fyrsti framkvæmdastjóri Húsnæöisstofnunarinnar var tæknimenntaöur maður, Halldór Halldórsson arkitekt. Hann haföi áöur bæöi verið byggingarfull- trúi á Akureyri og starfaö hjá Skipulagi ríkisins í meira en áratug. Kunnátta hans og þekking á skipulagsmálum var því umtalsverð og hann lét sér annt um svipmót og heildarmynd þeirra bæja þar sem veriö var aö byggja. Hugsanlega olli þetta stundum einhverri spennu milli hans og Skipulags ríkisins. Skipulag bæja var á þessum tíma mjög misjafnlega á vegi statt. Á sumum stööum var ekk- ert skipulag til. Annars staöar voru varla til mæling- ar sem hægt var aö fara eftir. Oft var gripið til þess ráös aö lengja bara einhverja götu út eöa suöur, án þess aö menn heföu fyrir sér nokkra heildarmynd af þessari þróun. 21

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.