AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 31
Fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Húsnæðisstofnunar ríkisins um grunnhönnun félagslegra íbúða í framtíðinni. Arkitektar Heba, Hólmfríöur og Hrefna. um landið. Tekið er á móti framvinduyfirliti mánað- arlega og það borið saman við verkstöðu og fram kvæmdarlánasamning. Sé framvinda eðlileg og í samræmi við gögn er útbúin greiðslubeiðni og framkvæmdaaðila greitt það fé sem um hefur ver- ið samið í framkvæmdarlánasamningi. 3. Lokaúttektir fyrir íbúðir aldraðra og félags- legt húsnæði Tæknideildin hefur umsjón með f.h. Húsnæðis- stofnunar að gerðar séu lokaúttektir á félagslegu húsnæði, skv. fyrirmælum laga og reglugerða, og að samræmis sé gætt í þeim. Við lokaúttektir er þess gætt að húsnæðið sé byggt samkvæmt þeim gögnum sem lágu til grundvallar við lánveitingu og að það uppfylli þær gæðakröfur (t.d. hönnunar- reglur), sem settar hafa verið.Úttektir eru ein af leiðum tæknideildar til að viðhalda mikilvægum tengslum við byggingarmarkaðinn. 4. Tæknileg ráðgjöf vegna húsbréfalána til meiriháttar endurbóta og endurnýjunar á eldra húsnæði Tæknideildin hefur haft með höndum ráðgjöf, kostnaðarmat og tæknilegar úttektir vegna lána til meiriháttar endurbóta eða endurnýjunar á eldra húsnæði. 5. Úttektir og umsagnir fyrir lögfræðideild Hús- næðisstofnunar Lögfræðideild hefur með höndum meðferð þeirra í- búða, sem Húsnæðisstofnun kaupir á uppboðum, og hefur fjöldi þeirra skipt tugum undanfarin ár. Hlutverk deildarinnar er að selja þessar íbúðir á ný. Starfsmenn tæknideildar hafa verið starfs- mönnum lögfræðideildar til aðstoðar við að gera tæknilega úttekt á íbúðunum og að ákvarða sölu- verð þeirra.Hafa starfsmenn tæknideildar skoðað þær íbúðir, sem óskað hefur verið eftir, og gert um það skýrslu þar sem ástand íbúðar er metið og í- búðin verðlögð út frá kostnaðargrundvelli húsnæð- ismálastjórnar, að teknu tilliti til aldurs og ástands. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur um áratuga skeið tekið virkan þátt í norrænu samstarfi og frá 1982 í samnorrænum rannsóknarverkefnum um hús- næðismál. Starfsmenn tæknideildar hafa verið full- trúar hennar í nokkrum samnorrænum rannsókn- arverkefnum. Má þar m.a. nefna verkefni um íbúða gæði á Norðurlöndum, rannsóknarverkefni 29

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.