AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 32
um áhrif niðurgreiðslna á byggingarkostnað á
Norðurlöndum og verkefni um vistvænar bygging-
ar, skipulag og endurbætur á húsum.
Þátttaka Húsnæðisstofnunar í samnorrænum
rannsóknarverkefnum er mjög mikilvægur þáttur í
starfseminni, þar sem það veitir innsýn í hvernig
aðrar þjóðir taka á vandamálum varðandi hús-
byggingar og ekki síður að láta okkar rödd heyrast
meðal annarra þjóða.
Þó má greinilega merkja að önnur Norðurlönd líta
í ríkari mæli yfir á meginland Evrópu um samstarf,
en Danmörk hefur um áratuga skeið verið í Efna-
hagsbandalaginu. Þessar breytingar geta haft á-
hrif á norrænt samstarf, en sem betur fer nýtur það
mikils skilnings hjá öllum Norðurlöndunum að
halda áfram góðu innra samstarfi.
Tæknideildin starfar sem ráðgjafi Húsnæðisstofn-
unar og stjórnar hennar um tæknileg málefni og
annast samskipti við aðra opinbera aðila, sem
vinna að áætlanagerð, rannsóknum og tilraunum á
sviði húsnæðis- og byggingarmála. Rannsóknir og
nefndarstörf eru unnin í samstarfi við marga aðila,
utan sem innan Húsnæðisstofnunar. Má þar nefna
aðrar opinberar stofnanir, s.s. Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins, Iðntæknistofnun og aðrar
norrænar stofnanir og ráð.
Auk ofangreindra verkefna sinnir tæknideildin end-
urskoðun og viðhaldi á kostnaðargrundvelli hús-
næðismálastjórnar, hönnunarreglum og kostnað-
arbanka Húsnæðisstofnunar ásamt öðrum rann-
sóknar- og nefndarstörfum sem tæknilegur ráð-
gjafi Húsnæðisstofnunar og stjórnar hennar.
Eftirtaldir einstaklingar hafa verið í forsvari fyrir
teiknistofu/tæknideild Húsnæðisstofnunar síðast-
liðin 40 ár: Halldór Halldórsson, Magnús Ingi Ingv-
arsson, Haraldur V. Haraldsson, Guðmundur
Gunnarssson og Björgvin L. Hjálmarsson sem er
núverandi forstöðumaður. ■
Verkfræðingar, arkitektar og aðrir tæknimenn!
Við viljum benda á efirfarandi nýleg rit frá stofnuninni:
Læstar málmklæðningar
áhús(70)
ÍSLENSKAMIREINANGRCNARKERFIÐ
ÍMÚR
ÁSTANDSKÖNNL'N
=r. Ml. Lh^rr:.;
íslenska múreinangmnar-
kerfið ÍMÚR (95-21)
Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins
Sími: 570 7300 - Fax: 570 7311