AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Síða 40
hverfið. Augnagotur og vink voru hvarvetna! Arki-
tektarnir sem tóku þátt í aðalumræðunum voru
sannkallaðar stjörnur í arkitektaheiminum. Hér eru
aðeins nefndir nokkrir þeirra, innan þess ramma
sem þeir voru settir: „Mutations" (borgir þróast í ný
form): Hermann Herzberger, Jean Nouvel.
„Habitations" (bústaðir): Abalos & Herreros,
Charles Correa, Steven Holl, Hans Kolhoff.
„Flows“ (samgöngur og upplýsingar): (Gigantes &
Zenghelis, Enric Miralles, Pierluigi Nicolin, Mich-
ael Webb. „Containers“ (byggingar taka við nýju
notagildi): Norman Foster, Jacques Herzog,
Ricardo Legoretta, Rafael Moneo, Dominique
Perrault. „Terrain vague“ (endumotkun iðnaðar-
svæða): Peter Eisenmann, Zahad Hadid, Daniel
Libeskind, Eric Owen Moss, Richard Rogers.
Barcelona“: Oriol Bohigas, Manuel de Solá-Mora-
les.
Ef marka má undirtektir áhorfenda þá eiga vissir
arkitektar greinilega hylli að fagna. Kom það
stjórnarmönnum ráðstefnunnar spánskt fyrir sjónir
þegar út brutust mikil mótmæli strax á fyrsta degi
hennar. Langar biðraðir mynduðust til þess að
hlusta á stórstjörnurnar, m.a. Sir Norman Foster,
Peter Eisenmann, Steven Holl, og Daniel Libes-
kind, með þeim afleiðingum að götum var lokað
fyrir bílaumferð og kallað var á lögregluna til þess
að greiða úr ringulreiðinni. Útvarps- og sjónvarps-
stöðvar komu einnig strax á staðinn til þess að
verða vitni aðf látunum. Ráðamenn ráðstefnunnar
höfðu aðeins gert ráð fyrir sætum fyrir 3000 áhorf-
endur, 7000 sæti vantaði. Hver var ástæðan fyrir
þessum mikla misreikningi? Var gert ráð fyrir því
að fólk kysi heldur að vitja hinna mörgu menning-
arlegu staða sem borgin býður upp á? Eða var
virkilega haldið að eldri arkitektar næðu ekki til
yngri kynslóðarinnar? Ekki var furða að langt að-
komnir þátttökugestir gæfu frá sér merki um reiði.
Margir þeirra höfðu borgað fullt þátttökugjald, rúm-
lega 30 þúsund krónur, fyrir utan húsnæði og fram-
færslu.
Það má þó segja að þessi ringulreið kom skipu-
leggjendunum aftur niður á jörðina því allt í einu
var arkitektinn orðinn varnarlaus. Engin lausn var
í augsýn þar til vitað var hvert skyldi halda, hvaða
húsakostur gæti rúmað allan þennan fjölda áhorf-
enda.
Sama síðdegið og átökin gerðust, var reynt að
græða sárin. Brugðust Norman Foster, Peter
Eisenmann, Daniel Libeskind og Jacques Herzog
þannig við að birtast fyrir framan Nútímalistasafn-
ið, MACBA, hannað af Richard Meyer, og flytja
stutt spjall fyrir áhorfendur (óhjákvæmilega án
slides-mynda). Tilfinningahiti var í loftinu sem rétt
var lýst af Jacques Herzog þegar hann vitnaði í
Biblíuna og sá fyrir sér svipaða stöðu og þegar
Jesús talaði við fólkið frá hæðunum. Það virtist
vera að arkitektinn væri orðinn að goði sem ávarp-
aði fólkið án þess að vekja upp neinar efasemdir
meðal hlustenda.
Eftir mikla endurskipulagningu bæði á flytjendum,
áhorfendum og samgönguleiðum lá leiðin á
Ólympíusvæðið, Palau Sant Jordi! (Anilla Olym-
pica de Montjuíc) sem hannað var af japanska
arkitektinum Arata Isozaki.
Arkitektarnir fluttu sína fyrirlestra, en ekki þó án
truflana. Klappað var inn á milli af einstakri hrifn-
ingu hjá nokkrum flytjendanna (sérstaklega hjá
mexíkanska arkitektinum Ricardo Legor-
etta). Aðrir arkitektar fengu þyrpingu af að-
dáendum sólgnum í eiginhandaráritanir og
ef vel tókst til að smella af Ijósmynd af sér
með „stjörnunni“. Zahad Hadid átti, til dæm-
is, fótum fjör að launa þegar aðdáunarskari
þyrptist að henni eftir hennar flutning en hún
slapp að lokum í gegnum annan útgang í
fylgd öryggisvarða. Það eru ekki lengur kvik-
mynda- og fótboltahetjur einar sem leiða af
sér þvílík viðbrögð. Nú viljum við verða arki-
tektar!
38