AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 40
hverfið. Augnagotur og vink voru hvarvetna! Arki- tektarnir sem tóku þátt í aðalumræðunum voru sannkallaðar stjörnur í arkitektaheiminum. Hér eru aðeins nefndir nokkrir þeirra, innan þess ramma sem þeir voru settir: „Mutations" (borgir þróast í ný form): Hermann Herzberger, Jean Nouvel. „Habitations" (bústaðir): Abalos & Herreros, Charles Correa, Steven Holl, Hans Kolhoff. „Flows“ (samgöngur og upplýsingar): (Gigantes & Zenghelis, Enric Miralles, Pierluigi Nicolin, Mich- ael Webb. „Containers“ (byggingar taka við nýju notagildi): Norman Foster, Jacques Herzog, Ricardo Legoretta, Rafael Moneo, Dominique Perrault. „Terrain vague“ (endumotkun iðnaðar- svæða): Peter Eisenmann, Zahad Hadid, Daniel Libeskind, Eric Owen Moss, Richard Rogers. Barcelona“: Oriol Bohigas, Manuel de Solá-Mora- les. Ef marka má undirtektir áhorfenda þá eiga vissir arkitektar greinilega hylli að fagna. Kom það stjórnarmönnum ráðstefnunnar spánskt fyrir sjónir þegar út brutust mikil mótmæli strax á fyrsta degi hennar. Langar biðraðir mynduðust til þess að hlusta á stórstjörnurnar, m.a. Sir Norman Foster, Peter Eisenmann, Steven Holl, og Daniel Libes- kind, með þeim afleiðingum að götum var lokað fyrir bílaumferð og kallað var á lögregluna til þess að greiða úr ringulreiðinni. Útvarps- og sjónvarps- stöðvar komu einnig strax á staðinn til þess að verða vitni aðf látunum. Ráðamenn ráðstefnunnar höfðu aðeins gert ráð fyrir sætum fyrir 3000 áhorf- endur, 7000 sæti vantaði. Hver var ástæðan fyrir þessum mikla misreikningi? Var gert ráð fyrir því að fólk kysi heldur að vitja hinna mörgu menning- arlegu staða sem borgin býður upp á? Eða var virkilega haldið að eldri arkitektar næðu ekki til yngri kynslóðarinnar? Ekki var furða að langt að- komnir þátttökugestir gæfu frá sér merki um reiði. Margir þeirra höfðu borgað fullt þátttökugjald, rúm- lega 30 þúsund krónur, fyrir utan húsnæði og fram- færslu. Það má þó segja að þessi ringulreið kom skipu- leggjendunum aftur niður á jörðina því allt í einu var arkitektinn orðinn varnarlaus. Engin lausn var í augsýn þar til vitað var hvert skyldi halda, hvaða húsakostur gæti rúmað allan þennan fjölda áhorf- enda. Sama síðdegið og átökin gerðust, var reynt að græða sárin. Brugðust Norman Foster, Peter Eisenmann, Daniel Libeskind og Jacques Herzog þannig við að birtast fyrir framan Nútímalistasafn- ið, MACBA, hannað af Richard Meyer, og flytja stutt spjall fyrir áhorfendur (óhjákvæmilega án slides-mynda). Tilfinningahiti var í loftinu sem rétt var lýst af Jacques Herzog þegar hann vitnaði í Biblíuna og sá fyrir sér svipaða stöðu og þegar Jesús talaði við fólkið frá hæðunum. Það virtist vera að arkitektinn væri orðinn að goði sem ávarp- aði fólkið án þess að vekja upp neinar efasemdir meðal hlustenda. Eftir mikla endurskipulagningu bæði á flytjendum, áhorfendum og samgönguleiðum lá leiðin á Ólympíusvæðið, Palau Sant Jordi! (Anilla Olym- pica de Montjuíc) sem hannað var af japanska arkitektinum Arata Isozaki. Arkitektarnir fluttu sína fyrirlestra, en ekki þó án truflana. Klappað var inn á milli af einstakri hrifn- ingu hjá nokkrum flytjendanna (sérstaklega hjá mexíkanska arkitektinum Ricardo Legor- etta). Aðrir arkitektar fengu þyrpingu af að- dáendum sólgnum í eiginhandaráritanir og ef vel tókst til að smella af Ijósmynd af sér með „stjörnunni“. Zahad Hadid átti, til dæm- is, fótum fjör að launa þegar aðdáunarskari þyrptist að henni eftir hennar flutning en hún slapp að lokum í gegnum annan útgang í fylgd öryggisvarða. Það eru ekki lengur kvik- mynda- og fótboltahetjur einar sem leiða af sér þvílík viðbrögð. Nú viljum við verða arki- tektar! 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.