AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Qupperneq 49
Dómnefnd álítur þetta mjög áhugaverða hugmynd en telur þó að byggja þyrfti þéttar til að uppfylla kröfur um þéttleika byggðarinnar ef ekki verður hægt að flytja háspennulínur áður en uppbygging hefst. Sýnd er með tiltölulega einföldum hætti byggð sem virðist uppfylla skilyrði um lífvænlega byggð. Þetta er gert með frekar lágri og samfelldri byggð. Stað- setning kirkju með annarri opinberri þjónustu við torg í miðhverfinu er sannfærandi og gefur torginu aukið gildi sem vettvangi fyrir félagslíf hverfisins. Dómnefnd telur að hugmynd um þjónustukjarna sem miðstöð opinberrar þjónustu frekar en versl- unarkjarna raunhæfa. Einkenni og styrkur tillögunnar er látleysi, sem ger- ir ekki tilraun til að ýkja landslagsform heldur leit- ast við að vinna með þeim og taka tillit til kennileita og fyrirbæra í landinu. Ekki er byggt hærra en þrjár hæðir og leitast er við að láta einstaka hluta lands- lagsins tala sínu máli. Gert er ráð fyrir að fremsti hluti Grísanessins fái að njóta sín með því að halda því óbyggðu, þar sem það ber hæst. Þar er aðeins komið fyrir klukkuturni kirkjunnar. Hugmynd um kennileiti og útsýnisturn á norðuröxl Ásfjalls er áhugaverð. Staðsetning upplýsingamiðstöðvar við Stekk er at- hyglisverð. Ekki vegna varðveislugildis rústanna heldur vegna skírskotunar til fortíðar og staðsetn- ingar slíkrar þjónustu í nánum tengslum við Reykja- nesbrautina annars vegar og náttúrusvæð- i hins vegar. Skjól virðist vera myndað með ágætum í lágreistri byggðinni og með mismunandi stefnum húskroppa. Sýnt er gatnakerfi sem fellur vel að landinu og sem dreifir umferð í samræmi við flokkun gatna á skil- virkan hátt. Sjálfstæðar hverfiseiningar og skýr flokkun gatna kemur vel til móts við kröfur um um- ferðaröryggi og aðgengi. Athygli dómnefndar vakti sú alúð sem er lögð í legu tengibrautar sunnan við byggðina svo hún falli sem best að landi og að frá henni megi njóta útsýnis. Hringleið almenningsvagna og tengsl þeirra við í- búðir er vel leyst. Stígakerfi eru gerð góð skil og leysir göngutengsl við þjónustusvæði, útivistarsvæði og biðstöðvar almenningssamgangna. Útivist eru gerð góð skil þar sem náttúrusvæðið fléttar sig inn í byggðina þannig að aldrei er langt frá íbúðum að útivistarsvæði. Auk þess er hugað að tengslum við útivistarsvæðið sunnan ofan- byggðavegar með undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur og með því að setja ofanbyggðaveg í göng að hluta. Gerð er grein fyrir tveimur grenndarvöllum og sleðabrekku sem ásamt skólalóðunum nýtast sem leiksvæði stærri barna. Grænum svæðum er hag- anlega komið fyrir inni í byggðinni þar sem gera má ráð fyrir nærleiksvæðum fyrir yngri börn. Dómnefnd telur að skipting byggðarinnar í sjálf- stæðar hverfiseiningar gefi möguleika á fjölbreytni í húsagerð og umhverfi og uppfylli með því skilyrði um að bregðast við nýjum þörfum í framtíðinni. HELSTU KOSTIR TILLÖGU: Tillagan byggir á þekktum skipulagshugmyndum sem aðlagaðar eru staðháttum á kunnáttusamleg- an hátt. Styrk tillögunnar er að finna í heildarskipu- lagi hennar og möguleikum til þess að taka við mismunandi deiliskipulagshugmyndum á þeim 13 afmörkuðu svæðum sem tillagan gerir ráð fyrir. Á- hugaverð er hugmynd höfundar að miðhverfi sem markast af grunnskóla, leikskóla, félagsmiðstöð, hverfisverslun, kirkju og annarri nærþjónustu hvors hverfishluta fyrir sig. Atvinnurekstur og þjón- usta sem grundvallast á því að þangað sæki fólk sem ekki býr á samkeppnissvæðinu er utan við tengibrautina, sem umlykur hverfið, og er að miklu leyti þjónað frá Krýsuvíkurvegi. Þetta, ásamt skipulögðum almenningssamgöngum, stuðlar að því að þarna sé hægt að búa án þess að vera háð- ur einkabifreið.“ Þegar nafnleynd var rofin reyndust höfundar þeirr- ar tillögu, sem dómnefnd taldi besta, vera: Úti og inni s.f. teiknistofa arkitekta. Landslagsarkitektar RV og ÞH sf: Baldur Ó. Svavarsson FAÍ, Jón Þór Þorvaldsson FAÍ, Þráinn Hauksson, landslagsark. FÍLA, aðstoð: Dagný Bjarnadóttir FÍL, Finnur Krist- insson FÍLA, Ari Már Lúðviksson FAÍ. Ráðgjöf: Þor- valdur S. Þorvaldsson, arkitekt FAÍ. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.