AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 51
Hugleiðingar um GALLERI- REKSTUR OG VIÐSKIPTALIF Sjálfstæöir sýningarsalir sem sýna og selja myndlist - svokölluö gallerí - eru ekki ýkja gömul fyrrbæri. Þau urðu til á 19. öld, í kjölfar iðnbyltingar, og komu að mestu leyti í staðinn fyrir þá fjársterku aðals- menn sem áður voru helstu verndarar og styrktar- aðilar myndlistarmanna. Mörg gallerí hafa leikið mikilvæg hlutverk í myndlistar- sögunni. Á seinni hluta I9. aldar hélt galleríjöfurinn Durand-Ruel lífinu í mörgum málurum franska Im- pressjónismans með því að selja umdeild verk þeirra á Ameríkumarkaði. Um leið lagði hann grunninn að mörgum frægum einkasöfnum í Vesturheimi. Annað franskt galleri, Bernheim-Jeune, sem enn er við lýði, hélt á lofti verkum þeirra Van Goghs og Cézanne, þeg- ar enginn vildi af þeim vita. Og þýski galleríeigandinn Kahnweiler var bakhjarl og velgjörðarmaður kúbista og átti mikinn þátt í að útbreiða kenningar þeirra. Allar göt- ur síðan hafa gallerí verið eðlilegir milliliðir milli myndlist- armannna og almennings, svo og milli myndlistar- manna og listasafna. Galleríin kappkosta að hafa upp á hæfileikaríkum listamönnum á öllum aldri, en helst af yngri kynslóð, og koma þeim á framfæri, ennfremur að draga fram í dagsljósið óþekkt verk þekktra listamanna. Þetta hafa þau náð að gera með vönduðum sýningum og sýningarskrám, jafnvel i formi bókaútgáfu. Einnig hafa þau tekið að sér að vekja athygli fjölmiðla og fag- tímarita á listamönnum og kynna verk þeirra bæði fyrir opinberum listasöfnum og efnuðum listaverkasöfnur- um - í sumum tilfellum hafa galleríin verið með efnilega myndlistarmenn á launum til margra ára meðan þeir hafa verið að þroska hæfileika sína. Á íslandi hafa aðstæðurtæplega leyft svo umfangsmik- inn gallerírekstur. íslenskt þjóðfélag er svo smátt i snið- um að myndlistarmenn hafa vanist á að sjá alfarið um eigin sýningar. Sömuleiðis hefur listáhugafólk vanist á að hafa beint og milliliðalaust samband við myndlistar- menn. Verð á íslenskum listaverkum hefur ekki heldur fylgt annarri verðlagsþróun, hvorki hér né erlendis. Allt þetta, og ýmislegt fleira, hefur verið íslenskum gallerí- um til trafala og gert þeim erfitt fyrir að starfa á sama grundvelli og erlend gallerí. Rekstur þeirra hefur því að mestu leyti falist í umboðssölu listaverka og/eða upp- boðum. Þetta hefur svo aftur haft í för með sér að íslenskir lista- menn hafa eytt dýnætum tíma og peningum í að halda sýningar og selja verk sín, sem ekki lætur öllum vel, auk þess sem fræðslu- og kynningarþátturinn, sem er svo ríkur þáttur í gallerístarfsemi annars staðar, hefur oftast þurft að mæta afgangi. Samt hafa íslensk gallerí lagt mikið af mörkum til mynd- listarflórunnar í landinu. í Gallerí Borg, Nýhöfn, Galleri Svart á hvítu og nú síðast í Ingólfsstræti 8 hafa margir íslenskir listnnenn tekið sín fyrstu spor eftir myndlistar- brautinni, og þar hafa margir listunnendur fengið mynd- listarbakteríuna. í Ijósi aðstæðna á íslenskum gallerí- og listaverkamark- aði er ekkert undarlegt þótt ýmsir aðilar í myndlistargeir- anum leiti sér liðsinnis í einkageiranum. Fyrir því eru mörg fordæmi, innlend og þó einkum erlend. Úti í heimi eiga einkafyrirtæki af ýmsum toga náin samskipti við gallerí, allt frá því að birta auglýsingar sínar reglulega í sýningarskrám þeirra uppí það að láta galleríin sjá um allar myndskreytingar innan vébanda fyrirtækjanna. Sum einkafyrirtæki, einkum miðlunarfyrirtæki eða fyrir- tæki á sjónmenntavettvangi, hafa jafnvel litið á samstarf af því tagi sem mikilvægan þátt í símenntun starfsfólks. Starfsfólk þeirra öðlast innsýn í myndlistarsöguna og hugarheim samtímalistamannasem það mundi annars fara á mis við, og sú innsýn hefur oftar en ekki orðið til að örva hugarflug og efla sköpunargáfu þess, sem síð- an skilar sér í frjórri umræðu innan fyrirtækja. Sú afstaða fyrirtækjanna hefur svo aftur orðið til þess að rækta manneskjuleg viðhorf á vinnustöðum og skapa þeim jákvæða ímynd út á við. í Bandaríkjunum þykirfyr- irtækjum t.d. akkur í að halda samkomur af ýmsu tagi innan vébanda safna eða sýningarsala og veita á- kveðnum listamönnum brautargengi með styrkjum eða kaupum á verkum þeirra. í dag eiga mörg þessara fyr- irtækja listaverkasöfn sem margfaldast hafa að verð- mæti. Svo fremi sem framsækin fyrirtæki eru tilbúin að þiggja ráð kunnáttumanna á myndlistarvettvangi, getur allt samstarf af þessu tagi verið myndlistarlífinu jafnt sem fyrirtækjunum sjálfum til framdráttar. 49 AÐALSTEINN INGÓLFSSON LiSTFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.