AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 52
INGOLFSSTRÆTI 8 leitar bakhjarla Gallerí Ingólfsstræti 8 - i8 Inokkur ár gekk Edda Jónsdóttir myndlistar- maður með þá hugmynd að setja á fót sýning- arsal, gallerí, til að kynna nýjustu hugmyndir í samtímalistinni, ekki síst vegna þess að sú tegund myndlistar sem mest höfðaði til hennar var fáséð hér á landi. Smám saman tóku hugmyndir hennar á sig á- kveðna mynd og hlutu hljómgrunn með nánum vinum hennar og vandamönnum. Börkur Arnarson sonur hennar, sem er hönnuður og Ijósmyndari, og Svanur Kristbergsson heimspekinemi ákváðu að veita þessum hugmyndum brautargengi. Húsnæði var leigt að Ingólfsstræti 8 og síðan hófst stefnumótun fyrir gallerí, sem hlaut nafnið „Ingólfs- stræti 8 (i8).“ Kappkostuðu aðstandendur að vanda sem mest til umbúnaðar gallerísins og sýn- ingarstarfseminnar og höfðu að leiðarljósi fagleg- an gallerírekstur úti í hinum stóra heimi. Fyrir nokkru opnaði „i8“ svo dyr sínar fyrir almenn- ingi og hefur ekki orðið lát á sýningum þar siðan. Hafa gagnrýnendur ítrekað lokið lofsorði bæði á húsnæðið og starfsemina. Nú þegar hefur starf- semi „i8“ vakið athygli erlendra listamanna og safnstjóra, og þar með aukast líkur á því að hægt verði að setja upp sýningar á þekktum erlendum listamönnum. Aðstandendur „i8“ vilja taka virkan þátt í að efla sjónmennt íslendinga og benda á nýja valkosti á 50

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.