AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 58
ar skipulagstillögur, þar sem höfuðáhersla yrði
lögð á að íbúum byggðarinnar geti liðið vel og not-
ið frítíma síns á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í
tengslum við ósnortna náttúru. Lífsmynstur fólks er
að breytast. Útivist hvers konar hefur aukist stór-
lega og fleiri og fleiri leggja áherslu á gæði nánasta
umhverfis síns, gott skjól og ennfremur öryggi í
samgöngum. Aukinni útivist fylgja einnig óskir um
möguleika á fjölbreyttari ferðamáta en einkabílinn
einvörðungu, svo sem hjólandi og gangandi um-
ferð og góðri almenningsvagnaþjónustu.
Sú nýbreytni var ákveðin, að auk þess að veita
höfundum tillagna sem lentu í 1., 2. og 3. sæti pen-
ingaverðlaun, skyldu þeir eiga þess kost að útfæra
nánar afmarkaða hluta samkeppnissvæðisins á
þeim forsendum og hugmyndum, sem 1. verð-
launatillagan yrði byggð á.
DÓMNEFND VAR PANNIG SKIPUÐ:
Tilnefnd af borgarráði Reykjavíkur:Guðrún Ágústs-
dóttir, formaður skipulagsnefndar, formaður. Á-
gústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt FAÍ. Knútur
Jeppesen, arkitekt FAÍ.Tilnefndir af Arkitektafélagi
íslands: Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt FAÍ. Stefán
Örn Stefánsson, arkitekt FAÍ. Trúnaðarmaður:
Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ. Ráðgjafar
dómnefndar: Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðu-
maður Borgarskipulags, Bjarni Reynarsson, að-
stoðarforstöðumaður Borgarskipulags, Ólafur
Bjarnason, framkvæmdastjóri áætlanasviðs hjá
borgarverkfræðingi. Ingibjörg Kristjánsdóttir,
landslagsarkitekt. Ritari dómnefndar: Ágúst Jóns-
son, skrifstofustjóri borgarverkfræðings.
Dómnefnd hélt 11 fundi á tímabilinu frá 5. júlí 1995
til 6. júní 1996 til undirbúnings samkeppninni. Þeg-
ar í upphafi undirbúningsvinnu dómnefndarinnar
auglýsti hún samkeppnina í dagblöðum. Var þá
ráðgert að keppnin stæði yfir haustið 1995, en m.a.
með tilliti til skipulags- og hönnunarsamkeppni,
sem önnur sveitarfélög efndu til, var ákveðið að
fresta Grafarholtssamkeppninni og var keppnislýs-
ingin gefin út 12. júní 1996. Frestur til fyrirspurna
var ákveðinn til 15. júlí, en þar sem engar fyrir-
spurnir bárust dómnefnd innan frestsins var hann
framlengdur til 2. september. Skiladagur tillagna
var 15. nóvember 1996.
KEPPNISLÝSING
Tilgangur samkeppninnar var að fá fram hugmynd-
ir um íbúðabyggð á samkeppnissvæðinu, sem er
um margt sérstakt og áhugavert frá náttúrunnar
hendi. Lögð var áhersla á að þátttakendur kæmu
með hugmyndir að vegakerfi og byggingarsvæð-
um, þar sem umferðaröryggi, samspil bygginga og
áberandi fagurfræðileg gildi væru í hávegum höfð.
Mikið var lagt upp úr því, að byggðin undirstriki og
notfæri sér kosti svæðisins, bæði í stórum dráttum,
s.s. landslagi og útsýni, og marki sér sitt svæði
með sínum kennileitum, en einnig, og ekki síður, í
smærri atriðum, eins og nábýli við vatn, á, gróður,
heiðina til austurs og þá stórfelldu ræktun sem
fram hefurfarið á Reynisvatnsheiði. Síðast en ekki
síst skyldu tillögurnar sýna fram á að væntanlegir
íbúar hafi á svæðinu svigrúm til þess að þróa með
sér heilbrigt og fjölskrúðugt mannlíf.
Áhersla var lögð á, að skipulag taki mið af umferð-
aröryggi. Strætisvagnaleiðir skyldu tengjast vel
þjónustukjarna og miða skyldi við að gönguleiðir
verði hvergi lengri en 400 m að biðstöðvum stræt-
isvagna.
Óskað var eftir að keppendur lýstu í texta og/eða
með uppdráttum hugmyndum sínum um einn eða
fleiri tilraunareiti með mismunandi sniði. Ekki var
gert ráð fyrir að skipulag slíkra reita væri sett fram
á mjög fastmótaðan hátt. Á tilraunareitunum mátti
hugsa sér, að vikið yrði frá hefðbundnum kröfum
um fjölda bílastæða og stærðir lóða, hús yrðu
byggð í áföngum og gatnagerðargjald yrði þá greitt
í samræmi við þá áfangaskiptingu. Á slíkum reit
þyrfti að tryggja að húsin mynduðu fallega heild á
mismunandi byggingarstigum. Reynt skyldi að
vinna með hugtök eins og „kynslóðahús", „grænar
fjölskyldur", sameiginleg rými inni og úti, sameigin-
leg ræktun o.s.frv.
Gert var ráð fyrir að keppendur settu fram hug-
myndir sínar að heildarskipulagi alls svæðisins og
að höfundar þeirra tillagna, sem yrðu í efstu verð-
launasætum, fengju afmarkaða reiti innan heildar-
svæðisins til frekari úrvinnslu. Innan þeirra reita
gætu verið minni svæði eða tilraunareitir, sem enn
fleiri arkitektar gætu komið að. Á þessum reitu
gæti sami arkitekt lokið deiliskipulagsvinnunni og
jafnframt hannað hús á reitinn með umhverfisgæði
og sparnað að leiðarljósi.
56