AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 76

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 76
SIGURÐUR EINARSSON ARKITEKT Götumynd frá Kirkjustræti. ALÞINGI endurbygging og tengibygging við Kirkjustræti 8b og 10. Verkkaupi: Aiþingi íslendinga. Arkitektar endurbygging: Batteríið ehf -arkitektar og Porgeir Jónsson arkitekt. Arkitektar tengibygging: Batteríið ehf -arkitektar Raflagnir og lýsing: Verkfræðifyrirtækið Víkingur Burðarþol og lagnir: Verkfræðistofa Stefáns og Björns ehf Aðalverktaki: Byrgi ehf Forsætisnefnd Alþingis tók á árinu 1995 þá ákvöröun í uppbyggingu á Alþingis- reitnum aö endurbyggja húsin Kirkju- stræti 8b og 10 til þess aö nýta þau und- ir starfsemi Alþingis. Kirkjustræti 10 var byggt árið 1879. Húsið, sem stendur á hlöðnum kjallara, er timburhús meö hlöönum bindingi, ýmist úr hraun- grjóti eöa múrsteini. Húsiö var upphaflega timbur- klætt, meö svokallaðri listasúö, en var bárujárnsklætt í byrjun aldar. Ýmsar aðrar breytingar voru geröar á húsinu í áranna rás. Þær helstu voru viðbygging til vesturs og stór kvistur á suöurhliö. Kirkjustræti 8b var byggt áriö 1905. Húsiö er báru- járnsklætt timburhús sem reist var á hlöðnum kjall- ara. Miklar breytingar á jaröhæö, jafnt innanhúss sem á útliti, höföu verið framkvæmdar um miöja öldina. Viö þær breytingar höföu buröarbitar veriö fjarlægðir og var húsiö oröiö talsvert sigiö í miöju. Viö endurbyggingu húsanna var miöað viö aö færa húsin í sem næst upprunalega mynd. Markmiðið var aö nýta húsin undir skrifstofur þingsins en hús- in eru upphaflega byggö sem verslunar- og íbúö- arhús. Til aö ná því markmiði sem og kröfum nú- tímans meö aðgengi, voru gerðar lítilsháttar breyt- ingar á innveggjaskipan Kirkjustrætis 8b, auk þess sem aðkoma í húsin var endurskipulögð. Viöbygging, sem reist var á milli húsanna 1907 í anda Kirkjustrætis 10, raskaöi mjög ró og hlutföll- um þess húss. Ákveðið var aö rífa þá viðbygging- una og reisa í staðinn tengibyggingu sem uppfyllti kröfur um aðgengi aö húsunum. Tengibyggingin er sjálfstætt stálgrindarhús á steypt- um kjallara. Innra fyrirkomulag hennar ræöst alfariö af þörf. í þessu þrönga sundi er komið fyrir inngangi, tröppum, lyftu og brúm. Kjallarinn er klæddur grágrýt- isflísum. Grófhöggnu steinarnir í kjallaraveggjum Kirkjustrætis 10, grámálaöa pússningin á veggjum 74

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.