AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 77

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 77
Kirkjustrætis 8b, fínhöggnu steinarnir í Alþingishúsinu og slípaöar flísar tengibyggingarinnar vinna í efn- isvali saman, en tala hver máli síns tíma. Til aö undirstrika sjálfstæði gömlu húsanna, er snertiflötur útveggja tengibyggingarinnar viö þau stórir glerfletir. Léttleiki glerflatanna undirstrikar lá- rétta brúartenginguna viö húsin. Lóörétt umferö í tengibyggingunni er í miöju hennar, lyftan og stig- inn. Lokun í útliti undirstrikar þetta, þar sem lóörétt læst koparklæðning er notuð.Tengibyggingin er sjálfstæö nútímabygging. Því er hvorki timbur né bárujárn gömlu húsanna valið sem ytra efni, held- ur eru fengin sjónræn tengsl við Alþingishúsiö meö því að velja sama létta eðalefnið og þar er notað. Til aö yfirgnæfa ekki Kirkjustræti 10 er þaki tengi- byggingarinnar haldið sem lægstu þar sem þaö snertir gamla húsiö. Til þess aö skapa viðunandi lofthæð viö inngang í Kirkjustræti 8b á 2. hæö, þarf þakið aö hækka talsvert í þá áttina. Bogaformiö eykur á léttleika byggingarinnar og er eins og arm- ur sem styður viö gömlu húsin. Bogaformið hjálp- ar einnig til að skapa tíðarandann í arkitektúrnum um leiö og þaö er tilvitnun í „Kringluþakið og boga- glugga Alþingishússins. í hönnunarvinnunni var þaö haft aö leiðarljósi að byggingarnar gætu orðið hluti af framtíöarupp- byggingu Alþingisreitsins, meö möguleika á teng- ingu aö sunnanverðu auk þess aö tengjast má öör- um byggingum til vesturs frá Kirkjustræti 8b. ■ 75

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.