AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 86

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Page 86
DR. BJARNI REYNARSSON AÐSTOÐARSKIPULAGSSTJÓRI í REYKJAVÍK RE YKJ AVIK vistvæn höfuðborg norðursins AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 1996-2016 Nú stendur yfir kynning á tillögu aö nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík, Aöal- skipulag Reykjavíkur 1996 - 2016. Sýning á skipulagstillögunni hefur staöiö yfir síöan 3. apríl s.l. og lýkur kynningartíma 30. maí. Hér fer á eftir stutt samantekt á nýjum á- herslum í tillögunni, forsendum og helstu breyting- um á landnotkun og aðalgatnakerfi frá gildandi aö- alskipulagi. Greininni lýkur á stuttum útdrætti úr greinargerð aöalskipulagsins. Aöalskipulag Reykjavíkur 1996-2016 er fimmta staðfesta aöalskipulagiö fyrir Reykjavík og tekur viö af Aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010. Stefnan er að hefja endurskoðun á aðalskipulagi í upphafi hvers kjörtímabils Aðalskipulagið er 150 bls., greinargerö og landnotkunarkort í mæli- kvaröa 1: 20.000. Útdráttur úr greinargerð og þemakort eru prentuö á bakhlið kortsins. NÝJAR ÁHERSLUR í þessari endurskoöun er lögö mikil áhersla á um- hverfismál í samræmi viö Staðardagskrá '21 sem íslendingar samþykktu ásamt öörum þjóöum á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóöanna í Ríó de Guörún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar opnar sýningu á aöal- skipu lagi Reykjavikur í Tjarnarsal ráðhússins 2. apríl. Janeiró 1992 um umhverfi og þróun. Staöardag- skrá '21 er ítarleg framkvæmdaáætlun sem tekur til allra þátta umhverfis- og þróunarmála. Þessari áætlun er ætlað aö vera leiöbeinandi fyrir alþjóöa- samvinnu og aðgerðir ríkja í umhverfismálum, sem miöa aö sjálfbærri þróun. í aðalskipulaginu eru settar fram nýjar áherslur í samgöngumálum sem lúta að vistvænni sam- göngum, umferðaröryggi og vistlegu umhverfi. Stefnt er aö því að jafnvægi ríki milli allra sam- göngumáta, þ.e. gangandi, hjólandi og akandi. Unnin veröur sérstök áætlun um umhverfi og sam- göngur eftir útgáfu þessa aðalskipulags, með það markmið að draga úr neikvæðum áhrifum umferö- ar. Hugtakið „Borgarvernd" er endurskilgreint og nær nú til mannvirkja í borginni auk hins náttúrlega umhverfis. Gerö hefur veriö áætlun um húsvernd og heildarskipulag útivistarsvæöa. Flokkar land- notkunar og leyfileg starfsemi í hverjum landnotk- unarflokki eru nú skilgreind nánar en áður hefur veriö gert. FRAMTÍÐARSÝN í aðalskipulaginu er mikil áhersla á framtíðarsýn og markmiö og leiðir í einstökum efnisþáttum. Framtíöarsýn aðalskipulagsins í heild er þessi: Reykjavík veröi vistvæn höfuöborg noröursins. Höfuðborgin sé öflug miðstöö atvinnulífs, þjónustu og samgangna í landinu, meö áherslu á hreint yf- irbragð, verndun umhverfis og nýsköpun í atvinnu- lífi. Samgöngur veröi öruggar og vistvænni en nú er. Þær lífgi upp á umhverfið en spilli hvorki því né heilsu manna. Hér séu góöar almenningssam- göngur og aölaöandi umhverfi fyrir gangandi og hjólandi. Fráveitumál styrki hreina ímynd landsins og uppfylli alþjóölegar skuldbindingar. Hér eigi sér staö flokkun sorps og endurvinnsla sem samræm- ist sjónarmiðum um sjálfbæra þróun. íbúðahverfi státi af ómenguðu og vistlegu umhverfi í góöu samspili viö landslag og náttúru, sem stuöli að 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.