AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 91

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Side 91
í samræmi viö markmið um aö draga úr óheftri aukningu umferðar einkabíla eru áætlanir aöal- skipulagsins um umbætur á aöalgatnakerfi borg- arinnar smærri í sniöum en eldri áætlanir. Á skipu- lagstímabilinu er aöeins gert ráö fyrir einum mis- lægum gatnamótum vestan Sæbrautar, þ.e. á mótum Miklubrautar og Skeiöarvogs. Ekki verður þrengt aö helgunarsvæðum Miklubrautar og Kringlu mýrarbrautar vegna mögulegra umbóta á gatnamótum viö þessar götur í framtíðinni. Miðaö er viö aö Reykjavíkurflugvöllur veröi áfram miöstöð innanlandsflugs, (þ.e. áætlanaflugs, en æfinga- og kennsluflug veröi flutt frá flugvellinum) en geröur er fyrirvari um aö niðurstöður úr rannsóknum Hagfræðistofnunar H. í. á flugvel- linum geti leitt til breytinga á deili-skipulagi vallar- ins. LOKAORÐ Megináherslan í þessu aöalskipulagi er á ný viðhorf í samgöngu- og umhverfismálum, þ.e. draga úr óheftri aukningu á umferö einkabíla vegna þeirrar mengunar sem af umferðinni stafar, sem og til aö draga úr slysum og að takmarka þaö rými sem bílar og umferðarmannvirki taka upp í borginni. Því miöur hefur ekki tekist á síöustu misserum aö vekja upp næga umræöu meðal almennings né fagmanna um þessi mál en vonan- di verður útgáfa aöalskipulagins til aö skerpa á umræðu. Nýlega undirrituöu borgaryfirvöld og sveitarstjórn Kjalarneshrepps samkomulag um sameiningu sveitarfélaganna og veröur kosið um sameiningu í báöum sveitarfélögum um miöjan júni. Ef af þess- ari sameiningu verður gjörbreytast forsendur fyrir byggðaþróun í Reykjavík til lengri tíma litiö. Þá munu möguleg byggöarsvæði viö Hólmsheiði, t.d. Langavatn og austan Rauðavatns, færast aftar í framkvæmdarööina, því byggingarland í Álfsnesi er betra og liggur lægra. Álfsnes vestan Vestur- landsvegar er á stærö viö Kópavog og gæti rúmaö allt aö 15-20 þúsund manna byggð. Ekki er raun- hæft aö uppbygging hefjist þar aö ráöi fyrr en Sundabraut hefur veriö lögð frá Sæbraut norður á Álfsnes, þ.e. eftir 7 til 9 ár. Á Borgarskipulagi er nú unnið að endurskoðun á gildandi aöalskipulagi Kjalarneshrepps í samvinnu viö heimamenn, þ.e. endurskoðun á forsendum, markmiðum og byggðamynstri miðað viö mögu- lega sameiningu sveitarfélaganna. Á Borgarskipulagi Reykjavíkur hafa eftirtaldir að- ilar unniö mest aö gerö aðalskipulagsins auk höfundar greinarinnar: Björn Axelsson, landslags- arkitekt, Hafdís Hafliöadóttir, arkitekt og Ólafur B. Halldórson, arkitekt. ■ Hugver hefur á tölvumarkaðnum Viöskiptavinir okkar eru aö stærstum hluta fyrirtæki og einstaklingar meö scrþckkingu á tölvum. Stööugt vaxandi viöskipti scgja okkur að viö séum á réttri braut. Viö bjóöum: • PC-tölvur með bestu fáanlegu íhlutum, í öllum stæröum meö 2 til 3ja daga fvrirvara. • Lager af hclstu tölvuhlutum. • Uppfærslu á eldri tölvum. Föst tilboö. • Uppsetningu á netum. • Ráðgjöf. öiyggi. þjónustu. Góö viðskiptasambönd gera okkur kleift aö bjóöa nýjustu og bestu tækni á frábæm verði. Móðurborð. liarðirdiskar. diskstýringar. skjáir, skjástýringar, netspjöld. o.fl.af lager á góöu verði. Fáió verðlista 89

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.