AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Page 34
yfirhafna. Ekkert er jafnleiöinlegt og rússneskar
biöraöir. í hléi vilja tónleikagestir tala saman en
ekki bíða í biðröðum. Þarna þurfa að vera góð sæti
og borð fyrir gesti. í anddyri gæti verið innangengt
í litlar sérverslanir, myndlistargallerí, hljómplötu-
verslanir, hljóðfæra og nótnaverslun, bókabúð,
blómabúð o.s.frv. allt til þess að skapa lifandi um-
gjörð. Það fer ekki á milli mála að arkitektar vita vel
hvernig hanna þarf svona stórhýsi. Undirritaður
gerir sér vel grein fyrir því að arkitektar eru vel
meðvitaðir um þau atriði sem á undan eru talin. En
ástæða er að nefna þau þar sem reynsla undirrit-
aðs er að hönnuðir hafi reiknað naumt þegar kem-
ur að þeim þáttum sem snúa að þeim sem starfa í
húsinu. í nýju tónlistarhúsi í Munchen var matsalur
listamannanna allt of lítill. í óperunni í Gautaborg
er æfingasalur hljómsveitar og kórs of lítill og of
lágt til lofts. Eftir að hús eru byggð er oft of seint
að breyta.
HVER Á AÐ BORGA OG REKA HÚSIÐ?
Menn hafa spurt þegar umræðan um tónlistarhús
kemur upp fyrir hvaða peninga skuli byggja og
reka húsið. Eðlileg spurning eða hvað?
Undirritaður hefur fylgst vel með málinu allt frá því
að hann kom frá tónlistarnámi í Vínarborg 1983.
Þar var hann svo lánsamur að fá að spila í stærstu
og bestu tónlistarhúsum borgarinnar með háskóla-
hljómsveitinni en einnig með kammerhópum. Eins
og menn vita þá er Vín ein af háborgum evrópskr-
ar menningar. Þar er hver silkihúfan upp af ann-
arri. í Vínarborg býr ein milljón manna og fá íbúar
borgarinnar tónlistina með móðurmjólkinni. Þar er
litið á menningarbyggingar á sama hátt og stjórn-
sýslubyggingar og menntastofnanir. Samfélagið
sér um rekstur og byggingu þeirra. Það sama ætti
að gilda hér á íslandi. Það verður einungis byggt
eitt hús yfir allar þær þúsundir sem vinna að tónlist
og vilja njóta hennar. Tónlistarhúsið á að vera stolt
höfuðborgar íslendinga og vera öllum þeim sýni-
legt sem sækja höfuðborgina heim. Húsið á að
vera allri tónlist opið. Húsið á að vera anddyri ís-
lenskrar menningar og um leið boðlegt alheims-
stjörnum á sviði tónlistar. Húsið á að standa eitt, á
fallegum stað og óstutt af annarri starfsemi.
Þrátt fyrir þetta á húsið að hafa möguleika til þess
að vera vettvangur alþjóðlegra viðburða. Menning-
arstarfsemi er eins og menntun. Hún kostar pen-
inga, en þjóðhagslegur ávinningur er augljós.
Hann verður aldrei metinn í krónum og aurum. En
erlendir aðilar sem vilja fjárfesta á íslandi spyrja oft
fyrst um menningar- og menntunarstig þjóðarinn-
ar. Við búum á eylandi. Landið er harðbýlt og við
verðum að sjá til þess að það breytist ekki í stóra
verstöð. Við getum ekki leitað yfir landamærin til
þess að sækja tónleika eins og hægt er á megin-
landi Evrópu. Við íslendingar viljum vera sam-
keppnishæfir. Við erum það í tónlistinni hvað varð-
ar tónlistarmennina. Hvað varðar aðstöðu erum
við langt á eftir og hefur það oft og tíðum letjandi
áhrif á erlenda listamenn sem beðnir eru um að
koma hingað. Við verðum að sjá til þess að bú-
vænlegt verði í þessu landi. Við verðum að geta
boðið upp á fjölbreytilegt menningarlíf. Nokkuð vel
er búið að öðrum listgreinum á íslandi hvað varðar
aðstöðu. Tónlistin hefur mætt afgangi. Höfuðborg
íslendinga verður ein af níu menningarborgum
Evrópu árið 2000. Sinfóníuhljómsveit íslands verð-
ur 50 ára. Reykjavík er eina höfuðborgin í Evrópu
sem er án tónlistarhúss. Er því ekki kominn tími til
að byggja tónlistarhús, tónlistarinnar vegna? ■
32