AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 52
vinnuvernd í verki „Hvernig er staðan í vinnunni"? spyr ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR sjúkraþjálfari Forsenda þess aö hægt sé að beita lík- amanum heppilega viö vinnu er aö vinnuaðstæðurséu ákjósanlegar. Því er mikilvægt aö skipuleggja vinnu og vinnuumhverfi þannig að álag á hreyfi- og stoökerfiö veröi hæfilegt. Ef sett eru markmið um vinnuskipulag og líkamsbeitingu strax á hönnunarstigi framkvæmda og þeim fylgt eftir í hönnunarferlinu, er hægt aö spara bæöi mikla fjár- muni og heilsu. í síöasta tölublaði AVS í greininni „Vinnuvernd í verki - Fjölbreytni í fyrirrúmi“ var fjallaö um áhrif einhæfrar vinnu á heilsuna. í þessari grein er ætl- unin aö fjalla um vinnustööur og hreyfingar og lík- amlegt álag. í framhaldi af því er svo rætt stuttlega um hönnun verkstöðva. VINNUSTÖÐUR OG - HREYFINGAR Mikilvægt er aö starfiö og vinnuaðstaðan bjóöi upp á að starfsmaður breyti um vinnustööu reglulega og aö vinnuhreyfingar séu fjölbreyttar. Æskilegt er aö geta setiö, staðið og gengiö á víxl viö vinnuna. Þegar taka á ákvarðanir um vinnustööur er rétt að hafa eftirfarandi í huga: Aö standa og ganga viö vinnuna er heppilegt ef starfiö krefst mikils hreyfanleika, aflbeitingar og yf- irsýnar. Sama gildir þegar vinnusvið er stórt og unniö er meö fyrirferðarmikla hluti. Aö vinna lengi standandi án hvíldar er óheppilegt vegna hins MIÐSTAÐA HÁLSLIÐA Mynd 1. Álag á liöi er minnst í miðstöðu stööuga álags sem veröur á blóðrásarkerfi og liöi og vööva í fótum. Því er nauðsynlegt aö vinnan feli í sér möguleika til aö sitja. Aö sitja gefur stöðugleika sem er nauðsynlegur viö nákvæmnisvinnu. Einnig er heppilegra aö sitja þegar unnið er á fótstigi. Aö sitja er ekki eins þreyt- andi og að standa og skapar minna álag á blóörás- arkerfiö. Á hinn bóginn er ekki eins auðvelt aö hreyfa sig og ná í hluti og möguleikar til kraftbeit- ingar eru mun síðri. Álag á hrygginn er meira en þegar staðiö er, sérstaklega ef ekki er stuðningur viö bak og undir handleggi. Æskilegt er aö hægt sé aö standa viö vinnuna til tilbreytingar. Ef ekki er hægt aö koma því viö er nauðsynlegt að skipu- leggja vinnuna þannig að starfsmaöur þurfi aö standa reglulega á fætur. Stundum getur veriö nauðsynlegt að vinna á hækjum, á hnjám eöa liggjandi. Þaö veldur þó miklu líkamlegu álagi og þarf að takmarka slíkar vinnustööur eins og hægt er. Vinnustaða sem felur í sér mikla beygju, snúning eöa yfirteygju veldur óheppilegu álagi. Þá eru liöir viö ystu hreyfimörk (mynd 1) og þrýstingur á liö- flötinn verður ójafn. Dæmi: Unniö meö hendur fyr- ir ofan axlarhæö, fyrir neðan hnéhæö eöa langt út frá líkamanum. Slíkar vinnustööur má finna í mörg- um störfum en þær skapa mikið álag á axlir og bak og ætti aö forðast. Læst vinnustaöa þar sem starfsmaður hefur takmarkaöa möguleika til aö hreyfa sig veldur einnig óæskilegu álagi ef lengi er unniö án tilbreytingar eöa hléa jafnvel þótt vinnu- staðan sem slík sé viðunandi. Leitast á viö aö skapa vinnustöður þar sem unniö er meö liði í miöstööu (sjá mynd 1). Þetta þarf aö hafa í hug viö hönnun tækja, búnaðar og verkfæra. HEPPILEGT ÁLAG VIÐ HÖNNUN VERK- STÖÐVA Hönnun vinnuaðstöðu þarf aö fullnægja ákveðnum grundvallarskilyröum til aö álag veröi heppilegt. Rými þarf að vera nægilegt svo hægt sé aö vinna í þægilegri stööu og hreyfa sig óþvingaö. Vinnu- rýmiö þarf aö vera þaö stórt aö auðvelt sé að koma viö notkun allra nauösynlegra vinnutækja, búnaö- ar, hjálpartækja og hráefnis, gagna o.s.frv. Vinnuaöstaöa þarf aö vera þannig aö hægt sé aö 50

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.