AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 73

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1998, Side 73
VINNUUMHVERFI Vinnuumhverfi hefur marktæk áhrif á vinnuvenjur fólks. Fjölmargar rannsóknir á svokölluðum sjúk- um byggingum sýna aö vinnuumhverfi getur haft neikvæð áhrif á afköst. Að sama skapi getur um- hverfið haft jákvæð og hvetjandi áhrif á starfsfólk og vinnu þess. Sýnt hefur verið fram á að sam- hengi er á milli framleiðni, ánægju í starfi og um- hverfis. Aukin gæði vinnuumhverfis hafa jákvæð áhrif, jafnt á starfsfólk og fyrirtæki. Efnisval skrifstofusvæðis myndar umgjörð um skapandi og virk störf. Sá sem vill leggja áherslu á manneskjulega hönnun og höfða til fólks verður að taka það með inn í hönnunarferlið og setja sig inn í hugmyndir þess, óskir og þarfir. Útlit og uppiifun hönnunar hafa ásamt félagslegum og skipulags- legum þáttum áhrif á það hvernig umhverfið höfð- ar til manneskjunnar. Til dæmis hvort það virkar hvetjandi á hana, hversu sterkt hún samsamar sig því, hversu auðvelt hún á með að gera það að hluta af lífi sínu og hvernig hún hagar sér innan þess og umgengst það. LAUSNIR Skrifstofufólk dregur ekki síður lærdóm af sam- skiptum við vinnufélaga en af sjálfri vinnunni. Mik- ilvægt er því að innra skipulag skrifstofuhúsnæðis og innréttingar séu samskiptavænar. Þróun í átt að léttari, hreyfanlegri innréttingum og húsgögnum er nauðsynleg. Skiptar skoðanir eru um þennan hreyfanleika. Auðveldara er að hreyfa mannveru með hjólavagn en millivegg. Sveigjanleiki hefur stundum beinst að því að gera einungis húsgögnin hreyfanleg í fastmótuðu rými. Skrifstofumaðurinn er gerður að heimilislausum flakkara, sem á aðeins tilkall til eins hjólavagns. Skrifstofan getur verið hvar sem er. Samt eiga margir erfitt með að sætta sig við framtíðarsýn, þar sem skrifstofumaðurinn hleypur með hjólaborð eftir göngum, stöðugt í leit að auðum fermetr- um. Því hefur verið haldið fram að sé skrif- borðið tekið af skrif- stofumanninum ræni maður hann heimkynn- um sínum. Hugmyndir um mismunandi tegundir af vinnu- stöðvum innan fyrirtækis koma til móts við ólíkar þarfir. Sumir skrifstofumenn eru hreyfanlegri en aðrir, t.d. sölumenn sem eru mikið á ferðinni og eyða einungis broti úr vinnudeginum við skrifborð. Auk þess mætti nefna að hópvinna er oft veigamik- ill þáttur í starfi fólks í stjórnunarstöðum. Blönduð skrifstofurými með einkasvæðum til einbeitingar og sameiginlegum svæðum til samskipta eiga ræt- ur að rekja til frumþarfa manneskjunnar. Nauðsyn- legt er að skapa næði frá umhverfinu fyrir vinnu sem krefst einbeitingar. Talið er mikilvægt að fólki finnist það hafa eigið umráðasvæði. Sameiginleg svæði geta verið rými fyrir fundi og hópvinnu, kaffistofa, kynningarrými, Ijósritunarað- staða, tölvuver o.s.frv. Þannig myndast miðja sem líkja má við markaðstorg í bæjarskipulagi. Mikil- vægt er að lifandi samskipti fari fram á svæðinu því þannig verður það aðlaðandi. Framtíðarlausnir fyrir skrifstofuhúsnæði liggja í því að skapa sterka heildarmynd arkitektúrs, innan- hússarkitektúrs og umhverfis. Lausnirnar verða að fela í sér ímynd fyrirtækis og jafnframt bjóða manneskjunni að starfa í umhverfi sem ýtir undir sköpun og virkni. Þannig er skrifstofan orðin að stað þar sem fyrirtækjamenning lifir og gerir kröfur til arkitektúrs og hönnunar sem ná langt út fyrir góða nýtingu og fallegt umhverfi Heimavinnustöövar. Mynd til hægri er hönnun Sigríðar Heimisdóttur iðnhönnuðar fyrir GKS.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.