AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Qupperneq 17

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Qupperneq 17
leggja listrænt mat á handverk og iðnframleiðslu landsmanna. í pistlum sem birtust í tímaritinu Birtingi á þessum áratug minntist Hörður Ágústs- son ítrekað á mikilvægi hönnunar í nútímasam- félagi, og í sama streng tóku Kurt Zier, Lúðvíg Guðmundsson, Björn Th. Björnsson og fleiri menntamenn. Á öndverðum áratugnum bjó Símon Jóh. Ágústsson til hið ágæta orð „hönnun” yfir „design”, dregið af nafnorðinu „hannarr”, hagur maður. Hins vegar var ekki farið að nota þetta orð fyrir alvöru fyrr en á sjöunda áratugnum. Drápu þessir höfundar sérstaklega á nauðsyn þess að finna listhandverki og iðnhönnun sér- stakan vettvang í safnaumhverfinu. Tilraunir til að fá þetta umhverfi, aðallega Listasafn ríkisins, til að veita þessum greinum brautargengi strönduðu hins vegar á forstöðumanni safnsins, Selmu Jóns- dóttur, sem vísaði „nytjalistinni” alfarið til byggðar- safnanna. Fordómar gagnvart frjálsu listhandverki eru enn fyrir hendi í listasafninu, því nýverið hafn- aði það að sýna verk eftir ameríska glerlistamann- inn Dale Chihuly á þeirri forsendu að þau heyrðu til listiðnaði, ekki myndlist. í staðinn var sýning á verkum þessa listamanns sett upp að Kjarvals- stöðum og dró að múg og margmenni. Hönnunarstofnun eða safn? Þegar kom fram á sjöunda áratuginn hafði menntuðum íslenskum hönnuðum fjölgað til muna. Þar var atkvæðamikill hópur manna sem aðallega fékkst við hönnun á auglýsingaefni og ýmiss konar fjöldaframleiddri vöru og höfðu þeir fullan hug á að bæta starfsskilyrði sín og stöðu íslensks útflutningsiðnaðar. Þessi hópur hafði meiri áhuga á einhvers konar hönnunarstofnun eða „design centre” heldur en safni. Danir, Norðmenn og margar aðrar Evrópuþjóðir höfðu þá komið sér upp slíkum stofnunum, en þær höfðu með höndum ráðgjöf, kynningu og fræðslu- starfsemi fremur en söfnun og varðveislu muna. Árið 1970 skipaði Iðnþróunarráð nefnd til könn- unar á því hvort tímabært væri að setja á laggirnar stofnun af því tagi. Sama ár birtist jákvæð greinar- gerð þessarar nefndar, en samt hefur íslensk hönnunarstofnun ekki enn litið dagsins Ijós. Þótt enn væri langt í hönnunarsafn, sinntu hin ýmsu félög listhandverksmanna, iðnhönnuða og áhugafólks um hönnun mikilvægri sýningarstarf- semi í fjarveru þess. Félag húsgagnaarkitekta hélt tímamótasýningar á húsbúnaði á árunum 1959, 1960 og 1968, Iðnaðarmálastofnun stóð fyrir kynningum á iðnaðarframleiðslu á árunum 1970- 71, og árið 1973 hóf starfsemi sína félagsskap- urinn Listiðn og stóð fyrir sjö samsýningum sem staðfestu vaxandi þroska listhandverks og iðn- hönnunar á landinu og nauðsyn þess að vekja athygli á þessum greinum með reglulegu millibili. Sömuleiðis héldu félög listhönnuða og handverks- fólks, t.d. félög gullsmiða, leirlistamanna og vef- listamanna, reglulegar sýningar á áttunda og ní- unda áratugnum. Það var hins vegar arftaki Listiðnar, félagið Form ísland, sem fyrst vakti upp formlega um- ræðu um íslenskt hönnunarsafn. Árið 1992 kallaði félagið saman umræðuhóp um slíkt safn, en þar áttu fulltrúa, auk Form ísland, menntamála- ráðuneytið, Reykjavíkurborg, Listasafn íslands og Þjóðminjasafnið. Á lokafundi þessa hóps 30.mars 1994 var ákveðið að vísa þeim tilmælum til menntamálaráðuneytis að það gengist fyrir skipun nefndar er gera skyldi tillögu um það með hvaða hætti mætti stofna listiðnaðarsafn. Og til að gera langa sögu stutta og endurtaka ekki það sem áður hefur verið ritað um tilurð hönnunarsafnsins (AVS, 3.- 4. tbl.1999) skipaði menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, slíka nefnd snemma á árinu 1996. Tillögur hennar lágu fyrir í ársbyrjun 1997 og hljóðuðu upp á að mikil þörf væri á safni sem tæki til hvorstveggja, listhandverks og iðnhönnun- ar. Garðabær vill safn Árið 1998 gerðu menntamálaráðuneytið og Garðabær með sér samkomulag um að stofna og reka slíkt safn í sameiningu, fyrst í stað sem deild í Þjóðminjasafni en að því loknu sem sjálfstæða stofnun í Garðabæ. í september 1999 var sá sem þetta skrifar ráðinn til að veita forstöðu þessari nýju stofnun sem menn urðu ásáttir um að nefna Hönnunarsafn íslands. Til að byrja með fékk safn- ið til afnota rúmlega 200 fm geymsluhúsnæði og skrifstofu að Lyngási 7, 210 Garðabæ. Tekin var ákvörðun um að vekja strax athygli á safninu og því var strax efnt til sýningar á íslenskri hönnun 1950-70 á Garðatorgi í Garðabæ í nóv- ember 1999. Um leið voru kallaðir til landsins nokkrir erlendir sérfræðingar til að taka þátt í málþingi um hönnun í nútíð og framtíð. Viðtökur almennings, sérstaklega íbúa í Garðabæ, voru framar öllum vonum. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.