AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 22
manni yfirsýn og oft má nota söguna til að endur- spegla eigin samtíð án þess að missa sjónar af eigin uppruna. Ekkert er nýtt undir sólinni en gefa má hlutum form sem vísar í söguna eða á annan hátt endurspeglar skilning hönnuðarins á eigin tíma. Stólinn er gott dæmi um þetta en til eru ótal margar útfærslur af stólum þó svo að grunnhug- myndin sé nær alltaf sú sama. í hönnunarferlinu er mikilvægt að vera opinn fyrir áhrifum og vinna úr þeim út frá eigin forsendum og skilningi. Mikilvægt er að leyfa einstaklingnum að vaxa og dafna og ekki hverfa í þann ” sosial graut” að við öll séum eins og að einhverskonar rétttrúarstefna um hið eina sanna form eigi heima í hönnun. Góð hönn- un kemur frá “hjartanu Faðir minn er smiður og á lítið verkstæði. Á verkstæðinu fékk ég mína fyrstu og hugsanlega mikilvægustu reynslu af formum og efnum. Hug- myndir mínar um form og efni eru í nánum tengslum við minn eigin uppruna og bakgrunn. Nálægt heimili foreldra minna er slippur. Við hlið slippsins var lengi vel brotajárnshaugur. Þar voru afgangar af öllum mögulegum efnum, ryðguðum og tærðum af tímanum. í niðurbrotinu sér maður eðli hluta, hvernig að þeir eru settir saman og hvernig efni tæra hvert annað. Hönnun fjallar ekki eingöngu um að vinna með form. Maður verður að læra að sjá. í brotajárn- shaug eða í náttúrunni leynast hugmyndir sem hægt er að taka í notkun. í kringum okkur eru fjár- sjóðir sem enginn sér fyrr en við finnum þá. Ég leita að kjarnanum, hvernig efni og form sameinast og verða að einni heild. “ ■ THE CHAIRS OF ARCHITECT SIGUR7UR GÚSTAFSSON In this article, architect Sigurður Gústafsson offers readers some of his thoughts about the philosophy of design. In his view, design is to a large extent about ideas, and interpreting the concept known as “quality of life”. He goes on to stress the importance of staying in touch with one’s roots, and learning from the past. “In the design process it is important to be open to influences and to work based on one’s own background and understanding. It is important to allow the individual to grow and develop, and not disappear into the ‘social melting pot’, which claims we are all alike .... Good design comes from the heart.” In conclusion, he says, “Good design is not only about working with form. One must also learn to see. In nature, or in a pile of scrap metal, are hidden ideas, which may be put to use. All around us are treasures that no-one sees until we find them.” ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.