AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Side 61
Keflavik International and National Alrport Air-flight infrastructure Reykjavik to Keflavik Airport monorail infrastructure Air-flight infrastructure to Asian Polar Shipping economic markets Fast iransport through the polar f region from eastern America and Europe. Reykjavik infracity Intersection node in the global economic network Reykjavik International Econormc Area. a tax free area 2. Einteinungs lestarkerfi Reykjavíkur tengir saman borg og alþjóðainnribyggingu flugallar - og Hafnarstæða. Sérhæfðar borgir eru, eins og nafnið bendir til, svæði tengd alþjóðainnribyggingum með einhæft sérsvið sem sóst er eftir á alþjóðavettvangi. Dæmi um slíkar sérhæfðar borgir er Silicon Valley (tölvu- svið) og Las Vegas (ferðaiðnaður). Virk alþjóðainnribyggingarhnit eru flóknari en þó eru grunnkröfur sem þau verða að standast. 1. Pólitískt alþjóðaumhverfi; meðlimur í tollfrjáls- um samtökum og öðrum alþjóðaefnahagskerfum. 2. Pólitískt / efnahagslegt jafnvægi og aðdráttar- afl. 3. Borgarumhverfi; með aðgang að borgarþjón- ustu og menntuðu starfsafli. 4. Beintengt alþjóðainnribyggingu; alþjóða lestar- kerfi / flugvöllur / höfn í borg, eða beintengd borg með járnbraut. 5. Virk borgarinnribygging; vel skipulögð, hröð, og fjölbreytileg innribygging. 6. Landlæg staðsetning miðað við alþjóðainnri- byggingu (krossgötur, millistaður, nálægð við mik- ilvæga alþjóðainnribyggingu, os.frv.) ísland stenst mikið af þessum kröfum í megin- atriðum, fyrir utan beina tengingu milli borgar og alþjóðaflugvallar. Verkefnið leggur til að áhrif þeir- ra þátta sem eru uppfylltir verði aukin, og að leyst verði úr þeim þáttum sem ekki eru uppfylltir: 1. Að landið leiti eftir þáttöku í NAFTA og / eða Frí- verslunarsamtökum Asíu með sambærilegan samning og EES samninginn í huga. Þetta mun gera borgina (og þar með landið) að heitu hniti í al- þjóðanetinu.það er: millistaðsetning í alþjóða innri- byggingu. 2. Að skapað verði skatt- / tollfrjálst- alþjóðasvæði (Svæði 1) í Reykjavík með beina tengingu við al- þjóðaflugvöll (sjá einnig lið 5). 3. (Sjá lið 2). 4. Að Reykjavík verði tengd alþjóða innribygging- um. a) Flugvöllur: Helsta þörf Reykjavíkur er bein- tenging við alþjóðaumhverfi. Fyrsta tillaga er að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavík verði tengd með járnbraut (rafmagnseinteinung) til að skapa heil- steypta alþjóðainnribyggingu í Reykjavík. b) Höfn: Síðustu árin hafa erlend fyrirtæki rann- sakað flutningaleiðir frá Evrópu og austanverðri Ameríku til Asíu í gegnum norðurpólssvæðið. Norðurskautsleiðin með ísbrjót-flutningaskipum er mun styttri og fljótfarnari en aðrar siglingaleiðir. Skip og búnaður eru þegar til staðar, en enn er þörf fyrir milliskipunarhöfn milli venjulegra flutn- ingaskipa og hinna sérhæfðu ísbrjóta-flutninga- skipa. Krafan fyrir slíka höfn er að þar sé aðgang- ur að þjónustu og sérhæfðu vinnuafli (borgarum- hverfi), ásamt fullkominni uppskipunar- og flutn- ingsinnribyggingu. Lagt er til að hin nýju áformuð- u hafnarstæði við Geldinganes geti uppfyllt öll skil- 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.