AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 88

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Page 88
fjöru. Byggðin tengist skýrt og greinilega stórum grunnþáttum í landslaginu þar sem fjöllin mynda bakstuðning og öryggi en hafið víðáttu, rými og yfirsýn. Skerpa á skil milli byggðar og landslags og varðveita svæðisbundið aðgengi að útivistar- svæðum með því að virða mörk græna trefilsins. 3. Samgöngumál 3.1 Vegasamgöngur Áætlað er að umferð muni aukast á skipulags- tímanum um 40-50% og ekin vegalengd um 60%. Þjónustustig stofnbrauta er almennt gott í dag en fer hratt versnandi. Til að viðhalda núverandi þjón- ustustigi í umferð þarf að byggja eftirfarandi nýjar stofnbrautir fram til ársins 2018: Sundabraut með fjórum akreinum yfir Kleppsvík upp í Geldinganes. Hlíðarfót sem fjögurra akreina veg, að hluta til í jarðgöngum undir Öskjuhlíð, en það er gata sem nær frá Hringbraut við Njarðargötu að Kringlu- mýrarbraut í Fossvogi. Nýjan fjögurra akreina veg í jarðgöngum undir Kópavog frá Kringlumýrarbraut í Fossvogi að Reykjanesbraut, norðan við Smáralind. í 2. áfanga má reikna með að þörf verði fyrir eftirtaldar framkvæmdir til að viðhalda núverandi þjónustustigi á stofnbrautum: Sundabraut frá Geldingarnesi upp í Álfsnes Ofanbyggðarveg, sem kemur í útjaðri byggðar á svipuðum stað og Elliðavatnsvegur liggur nú. Nýja vegtengingu yfir Skerjafjörð 3.2 Hafnir Lagt er til að tekið verði frá land í Geldinganesi fyrir framtíðarhafnaraðstöðu. Ef í Ijós kemur að ekki verður þörf fyrir hafnaraðstöðu í Geldinganesi verði landið tekið undir íbúðarbyggð. Einnig er bent á að losa megi um mjög áhuga- vert svæði í tengslum við miðborg Reykjavíkur með því að flytja hluta af núverandi starfsemi í Vesturhöfn á aðra staði. 3.3 Flugsamgöngur Allt innanlandsflug til og frá höfuðborgarsvæð- inu fer um Reykjavíkurflugvöll. Á þessari stundu er óljóst um afdrif vallarins en ekki er gert ráð fyrir því í svæðisskipulaginu að hann verði fluttur á gildis- tíma Aðalskipulags Reykjavíkur til 2016. Áformað er að æfingar- og kennsluflug verði flutt á nýjan völl fyrir sunnan Hafnarfjörð, sennilega í Afstapa- hrauni, og að flugvöllurinn í Reykjavík verði nýttur fyrst og fremst fyrir áætlunarflug. 3.4 Trillaga að stefnu í umferðar- málum ■ Almennt er reiknað með að þjónustustig bíla- umferðar lækki, einkum næst kjörnum. ■ Stefnt skal að því að viðhalda núverandi þjón- ustustigi stofnbrauta þar sem þegar eru eða vænt- anleg eru mislæg gatnamót. ■ Endurskipuleggja skal almenningssamgöngur þannig að þeim verði ætlaður stærri hlutur í sam- göngum. ■ Skipulagt verði stíganet fyrir hjólandi og gang- andi umferð. ■ Skipulagðir verði reiðvegir fyrir hestamenn í útjaðri byggðar. ■ Umferðastefnan og aðgerðir sem lagðar eru til í umferðarmálum eiga að mæta þörfum einstakling- a og atvinnulífsins með viðunandi þjónustustigi og áreiðanleika þar sem öryggi gagnvart óhöppum verði tryggt og umhverfisáhrif verði í lágmarki. ■ Með bættum almenningssamgöngum má búast við aukinni markaðshlutdeild almenningsvagna. ■ Með bættum umferðarmannvirkjum, þar sem umferð flyst yfir á öruggari leiðir, má búast við fækkun óhappa. 4. Umhverfrismál í vinnu við svæðisskipulagið hefur verið gert viðamikið mat á áhrifum tillagna svæðisskipu- lagsins á umhverfismál sem m.a. hafa tekið til eftirfarandi þátta: Náttúruvá, veðurfar, viðkvæm gróðursvæði, ár, vötn og strandsvæði,fuglalíf, gróðurfar. Umhverfismál eru tekin til gaumgæfilegrar umfjöllunar í fylgiriti 5, Umhverfisstefna, sem fylgir svæðisskipulagstillögunni. 5. Samfélagsleg þróun Töluverð vinna hefur verið lögð í þennan mála- flokk í tengslum við gerð tillögu að svæðisskipu- lagi fyrir höfuðborgarsvæðið. Reynt hefur verið að meta líklegar samfélagslegar breytingar á svæð- inu á skipulagstímabilinu og setja fram forsendur fyrir svæðisskipulagið hvað þennan þátt varðar. í upphafi skipulagsvinnunnar var gerður samn- ingur við Dalia and Nathaniel Lichfield Associates í samstarfi við Skipulags- arkitekta- og verkfræði- 86

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.