Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 1
Íslenska þjóðfélagið 1. tbl. 12. árgangur 2021, 1–2
© höfundar 2021. Tengiliður: Margrét Valdimarsdóttir, margretv@unak.is
Vefbirting 23. desember 2021. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is
Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Frá ritstjórum
Tólfta útgáfuár Íslenska þjóðfélagsins – tímarits Félagsfræðingafélags Íslands er nú
að baki. Undanfarin misseri hafa verið viðburðarík hjá tímaritinu. Thamar Melanie
Heijstra lét af störfum sem ritstjóri eftir fimm ára setu í upphafi árs 2020. Samfara því
skipaði Félagsfræðingafélag Íslands ritnefnd úr sínum röðum sem sinnti ritstjórnar-
störfum út árið 2020. Ritnefnd var skipuð Guðmundi Oddssyni, Margréti Valdimars-
dóttur, Sigrúnu Ólafsdóttur og Sunnu Símonardóttur. Auglýst var eftir ritstjórum og í
upphafi árs 2021 tóku Guðmundur Oddsson og Margrét Valdimarsdóttir við sem rit-
stjórar til tveggja ára. Sóllilja Bjarnadóttir var jafnframt ráðin aðstoðarritstjóri í upphafi
árs.
Árið 2021 var útlit birtra greina í tímaritinu gert stílhreinna í kjölfar þess að gengið
var til samninga við umbrotsaðila. Það skiptir sköpum að hafa fagmann til verksins en
umbrotsvinna við samþykkt handrit hefur fram að þessu fallið á ritstjóra og fórnfúsa og
tölvufæra félagsfræðinga sem standa tímaritinu nærri. Ritstjórar og stjórn Félagsfræð-
ingafélags Íslands tóku jafnframt þá ákvörðun á árinu að gera höfunda ábyrga fyrir fag-
legum prófarkarlestri handrita líkt og tíðkast víða. Íslenska þjóðfélagið hefur hingað til
staðið straum af kostnaði við prófarkarlestur en mun framvegis velta þeim fjármunum
í faglegra umbrot. Enn fremur hefur það reynst ómetanlegt að fá Sóllilju Bjarnadóttur
inn sem aðstoðarritstjóra en slíkt hefur straumlínulagað umsýslu við innsend handrit og
tímaritið sjálft.
Sex greinar birtust í þessum árgangi Íslenska þjóðfélagsins. Tímaritinu bárust níu
handrit á árinu sem öll fóru í ritrýni en tveimur handritum var hafnað í kjölfarið. Birtar
greinar í árganginum eru mjög fjölbreyttar en hafa það sammerkt að greina fjölbreyttar
áskoranir í kviku nútímasamfélagi. Greinin „Þessi veröld sem við búum í var skrifuð
af körlum, um karla og fyrir karla“ eftir Hjördísi Sigursteinsdóttur og Kristínu Helga-
dóttur byggir á rannsókn á kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja á Akureyri og notast
var við viðtöl og spurningakönnun til að greina viðhorf stjórnarfólks til kynjakvóta í
stjórnum. Greinin „Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum“ eftir Andreu
Hjálmsdóttur og Valgerði S. Bjarnadóttur varpar einnig ljósi á kynjamisrétti, en rann-
sóknin byggir á opnum dagbókarfærslum tæplega fjörutíu mæðra vorið 2020 í kjölfar
þess að COVID-19 faraldurinn skall á hér á landi. Mjög áhugaverð greining á fordæma-
lausum tímum.
Í greininni „Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli“ kortleggja Guðmund-
ur Oddsson og Andy Hill þróun mannafla íslensku lögreglunnar, skoða lögregluna í
evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskor-
unum þeirra og bjargráðum. Í rannsókninni var notast við fyrirliggjandi gögn og viðtöl
ÍSLENSKA
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni