Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 6

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 6
„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ 6 .. Conley og Krawiec, 2011). Kenningin um krítískan massa á rætur að rekja til rannsókna Rosabeth M. Kanter (1977) og kenningar hennar um áhrif minnihlutahópa. Samkvæmt kenningu Kanter eru konur ekki líklegar til að hafa sérstök áhrif á útkomu mála ef þær eru aðeins ein eða tvær. Hún færir rök fyrir því að eftir því sem konum fjölgar hlutfallslega í hópi breytist félagsleg hegðun og reynsla þeirra sjálfra. Talað er um að þær fari að hafa rödd innan hópsins, þær láti síður undan þrýstingi, verði ekki eins einangraðar og að femínísk viðhorf þeirra nái betur að skína í gegn (Childs og Krook, 2008). Rannsóknir Dahlerup (1988) benda til þess að 15 – 40% minnihluti geti verið nægilega sterkur til þess að hafa áhrif á staðblæ og bandalög innan hópa. Kenningin um krítískan massa er megingrundvöllurinn fyrir þeirri vinnu sem hefur verið unnin til að ná markmiðinu um 40 prósenta kynjakvóta í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja (Childs og Krook, 2008). Childs og Krook (2009) benda hins vegar á að kenningin um krítískan massa geri ráð fyrir línulegu sambandi milli fjölda kvenna annars vegar og skoðana þeirra og áhrifa á málefni hins vegar, og að þau rök haldi ekki. Að þeirra mati skiptir ekki máli hvenær konur hafa áhrif heldur meira hvernig þær gera það og ekki á hvað konur gera heldur á hvað ákveðnir aðilar gera, það er að segja að það sé spurning um hver eða hverjir bregðist við málefnum kvenna á sama hátt og konur almennt. Þessir aðilar kalla þær krítiska gerendur (e. critical actors) en þeir starfa hver í sínu lagi eða sameiginlega til að koma á kvenlægri stefnubreytingu og því skipti fjöldi kvenna í stjórn síður máli. Terjesen, Sealy og Singh (2009) fjalla um ýmsar rannsóknir á áhrifum af setu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þau benda á að margir þeir fræðimenn sem rannsaka tengsl á milli aukningar kvenna í stjórnum og fjárhagslegs árangurs fyrirtækja fá ekki sömu niðurstöður. Þar sem jákvæð fylgni greinist geti það ef til vill tengst því að fleiri konur séu í stjórnum stærri og virðismeiri fyrirtækja. Þar geti sterk staða kvenna og kynjaður fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja og æðstu stjórnunar- stöðum haft jákvæð áhrif á arðsemi rekstrar og góða stjórnarhætti. Katharine Klein (2017) hefur tekið saman niðurstöður úr ýmsum fræðilegum rannsóknum um áhrif aukins hlutfalls kvenna í stjórnum á frammistöðu (e. performance) fyrirtækja og kemst hún að þeirri niðurstöðu að aukið hlut- fall kvenna í stjórnum fyrirtækja hafi ekki sýnileg áhrif á frammistöðu þeirra. Hins vegar sýna rann- sóknir McKinsey og Company (2010) og European parliament (2011) að þegar konur og karlar eru í stjórn fyrirtækja leiði það til betri árangurs við rekstur þeirra en þegar eingöngu karlar eru í stjórn. Alþjóðleg rannsókn Noland og Moran (2016) á sambandi hlutfalls stjórnarsetu kvenna, fjölbreytni kynjasamsetningar æðstu stjórnenda og hagnaðar fyrirtækja hjá 21.980 fyrirtækjum í 91 landi sýnir ekki marktæka fylgni kvótasetningar stjórna við hagnað en fjölbreytni í samsetningu kynja við æðstu stjórnun fyrirtækja í úrtakinu (stjórn, forstjóri og æðstu stjórnendur) er þó marktækur áhrifavaldur á hagnað. Aukning hlutfalls kvenna upp í 30% í þessum stöðum hefur aukið hagnað fyrirtækjanna um 15%. Að sama skapi sýna íslenskar rannsóknir jákvæð áhrif þess að hafa konur og karla í æðstu stjórnum fyrirtækja. Niðurstöður rannsóknar Creditinfo á Íslandi (2009) sýna að kynblönduð stjórn er betri en ef eingöngu karlar skipa stjórn fyrirtækja. Niðurstaða Creditinfo er að fyrirtæki sem hafa konur og karla í stjórn séu með að meðaltali 23% arðsemi eigin fjár, en fyrirtæki sem eru skipuð ein- göngu körlum einungis 11% að meðaltali. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að fyrirtæki þar sem konur og karlar eru í stjórn séu ólíklegri til að lenda í alvarlegum vanskilum en þau fyrirtæki þar sem eingöngu karlar eða eingöngu konur sitja í stjórn (Creditinfo, 2009). Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir (2012) telja að það hafi jákvæð áhrif á nýsköpun í fyrirtækjum þegar að minnsta kosti tvær til þrjár konur sitja í stjórn. Dahlerup (1988) bendir á að konum í stjórnum fyrirtækja mæti margvísleg viðhorf og áskoranir sem þær þurfi að takast á við og ekki eigi við um karla. Nefnir hún þætti eins og táknræna stöðu (e. tokenism), ósýnileika (e. invisibility), jaðarhópaviðhorf (e. marginality), áreitni (e. harassment), drottningarheilkenni (e. Queen bee syndrome) og útilokun (e. exclusion). Jafnframt sýna sumar rannsóknir að konur þurfi frekar að sanna sig en karlar og oft og tíðum er ekki hlustað á þær af þeirri virðingu sem þær eiga skilið (sjá t.d. Akpinar-Sposito, 2013). Adams og Ferreira (2009) fram- kvæmdu umfangsmiklar rannsóknir í Bandaríkjunum árin 1996–2003, byggðar á ársskýrslum fyrir-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.